Amman fékk loks sannleikann út af HM

Amman hefur klæðst bolnum í 25 ár.
Amman hefur klæðst bolnum í 25 ár. skjásktot/Twitter

Bandaríkjamenn halda þjóðhátíðardag sinn hátíðlegan á hverju ári 4. júlí. Margir klæða sig upp í fánalitunum og það hefur 88 ára gömul amma Dale Cheesman gert í meira en 25 ár. Fjölskylda hennar fattaði það þó ekki fyrr en í ár að bolurinn sem hún hefur klætt sig upp í er gerður eftir fána Panama, ekki Bandaríkjanna. 

Ömmubarnið Cheesman deildi þessari fyndnu uppgötvun á Twitter en fjölskyldan komst að uppruna litanna á bolnum í tengslum við HM í knattspyrnu sem fram fer í Rússlandi þessa dagana. Cheesman grínaðist með að amma hans hafi verið föðurlandssvikari í öll þessi ár. 

Ömmunni til málsbóta er bolurinn í sömu litum og bandaríski fáninn. Tvær stórar stjörnur eru á bolnum eins og í fána Panama en í bandaríska fánanum eru töluvert fleiri og minni stjörnur. 

 

Stuðnignsmenn Panama með fána Panama á HM í Rússlandi.
Stuðnignsmenn Panama með fána Panama á HM í Rússlandi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál