Vinsælustu fegrunaraðgerðir stjarnanna

Margot Robbie er sögð nýta sér hjálp Horolds Lancer.
Margot Robbie er sögð nýta sér hjálp Horolds Lancer. AFP

Harold Lancer er húðlæknir stjarna á borð við Beyoncé, Margot Robbie, Michelle Williams, Kim Kardashian og Jennifer Lopez. Í viðtali við Hollywood Reporter greindi hann frá vinælustu fegrunaraðgerðunum í heimi hinna ríku og frægu og þó að aðgerðirnar séu smávægilegri en áður eru ótrúlegustu líkamshlutar sem fólk lætur eiga við. 

Lancer segir að níutíu prósent af fegrunaraðgerðum séu minni háttar í stað þess að fólk líti út fyrir að það sé búið að eiga við andlit þess. Hann segir bótox enn vinsælast en nú sé notað mun minna en áður. Fitusog er einnig mjög vinsælt og ekki endilega stórar aðgerðir heldur litlar þar sem tekin er fita undi hökunni og smá af maganum til þess að láta magavöðvana sjást. Hann segir þó stórstjörnur ekki gera það heldur æfi þær magavöðvana. 

Rassastækkanir í ætt við rass Kim Kardashian eru að detta …
Rassastækkanir í ætt við rass Kim Kardashian eru að detta úr tísku. AFP

Að láta stækka á sér rassinn er að detta út tísku. Það sem er hins vegar að koma sterkt inn er að lyfta nefbroddinum aðeins með bótoxi. Einnig er vinsælt að setja fyllingu í eyrnasneplana þannig að þeir hangi ekki þegar fólk notar eyrnalokka. Fyllingar eru líka notaðar í munnvikin til að ná fram brosi. 

Brjóstaskoran er eitthvað sem Lance segir að kvenstjörnur í Hollywood hafi áhyggjur af og er því aðgerð sem strekkir á húðinni vinsæl. Þar sem kjólarnir á rauða dreglinum séu oft vel flegnir segir hann að konur vilji koma í veg fyrir auka línur. Hann segir að ef húðin sé strekkt sjáist líka meira í geirvörturnar sem sé eftirsóknarvert. 

Beyonce.
Beyonce. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál