Smámunasöm þegar föt eru annars vegar

Rakel Grímsdóttir, fatastíll.
Rakel Grímsdóttir, fatastíll. mbl.is/Valgarður Gíslason

Rakel Grímsdóttir útskrifaðist í sumar með BA í lögfræði en starfar nú sem flugfreyja auk þess að vera flugnemi. Þegar kemur að tísku segir Rakel mikilvægt að fólk fái að vera eins og það er og segir að sitt versta tískutímabil hafi verið á þeim tíma þegar hún hafði minna sjálfstraust til að klæða sig eins og hana langaði. 

Hvernig myndir þú lýsa þínum stíl?

„Hann er að mestu leyti skandinavískur með áherslu á „basic“ flíkur og góð snið sem síðan er auðvelt að poppa upp með óhefðbundnari smáatriðum. Ég er frekar smámunasöm þegar kemur að fötum og hef sterkar skoðanir á því sem ég klæðist líkt og á flestu öðru, og geri kröfur um góð efni og snið. Ég elska stórar yfirhafnir, skyrtur, gallabuxur, allt kóngablátt, glimmer og glamúr. Ég er síðan mikið í strigaskóm dags daglega þar sem dagarnir mínir geta verið frekar langir og þá er gott að vera í góðum skóm til að geta hlaupið á milli staða, og eru strigaskór orðnir hálfgert áhugamál hjá mér,“ segir Rakel. 

Hvaða tískutímabil er í mestu uppáhaldi hjá þér?

„Án efa 90's-tímabilið. Töffaralegt en á sama tíma ótrúlega steikt tímabil, fíla það.“

Yfirhafnir eru í miklu uppáhaldi hjá Rakel.
Yfirhafnir eru í miklu uppáhaldi hjá Rakel. mbl.is/Valgarður Gíslason

Uppáhaldsverslunin á Íslandi?

„Húrra Reykjavík, bæði karla- og kvennabúðin, Geysir, 66° norður, Zara, Yeoman, Spútnik, GK Reykjavík og fleiri.“

En í útlöndum?

„Acne Studios er uppáhaldið mitt, Ganni, &Other stories, AllSaints, Episode, Topshop, Naked, Wood Wood, Weekday og Samsoe Samsoe svo eitthvað sé nefnt.“

Rakel Grímsdóttir, fatastíll.
Rakel Grímsdóttir, fatastíll. mbl.is/Valgarður Gíslason

Verslar þú mikið á netinu?

„Það kemur mörgum sem þekkja mig alltaf jafnmikið á óvart en ég versla mjög sjaldan á netinu, þrátt fyrir að mér finnist gaman að skoða. Aðalástæðan fyrir því er að ég geri venjulega frekar miklar kröfur um efni og snið á flíkunum sem ég kaupi og hef orðið fyrir vonbrigðum þegar gæðin eru ekki eins mikil og ég hefði viljað. Undantekning er þegar ég þekki merkið vel sem ég panta frá og veit við hverju á að búast. Í öðru lagi finnst mér miklu skemmtilegra að fara í búðir en að versla á netinu, bæði hér heima og erlendis.“

Er eitthvað sem þú átt aldrei nóg af?

„Það sem mér finnst ég aldrei eiga nóg af er yfirleitt það sem ég á í rauninni mest af. Ég á miklu meira en nóg af yfirhöfnum en ég elska fallegar, stórar og hlýjar kápur, leðurjakka og fallega sniðnar yfirhafnir. Sömu sögu er að segja um strigaskó og varaliti, óskalistinn er alltaf langur af þessum hlutum þrátt fyrir að þetta sé það sem mig vantar síst.“

mbl.is/Valgarður Gíslason

Uppáhaldsflík?

„Hvítur vintage-pels, blár Acne-kjóll og Pele Che Coco-leðurjakki sem ég vil helst vera í alla daga.“

Bestu kaup sem þú hefur gert?

„Dökkblá ullarkápa sem ég get alltaf gripið í, hún er bæði hlý og passar við allt, hvort sem það er hversdagslegt eða aðeins fínna.  Svo finnst mér Pele Che Coco-leðurjakkinn gera allt flottara og mér líður best í honum.“

Leðurjakkinn er í miklu uppáhaldi hjá Rakel.
Leðurjakkinn er í miklu uppáhaldi hjá Rakel. mbl.is/Valgarður Gíslason

Mesta tískuslysið þitt?

„Ég á mjög erfitt með að sjá myndir af mér í frekar háum kúrekastígvélum þegar það var í tísku fyrir um það bil 12 árum. Annars eru mín leiðinlegustu tískutímabil þegar ég hafði minna sjálfstraust til að vera og gera það sem ég vildi.“

Áttu þér tískufyrirmynd?

„Það er helst litla systir mín; þrátt fyrir að við séum með ólíkan stíl þá er hún mesti töffari sem ég þekki og þorir að fara óhefðbundnar leiðir.“

Litríkir kjólar eru málið í sumar.
Litríkir kjólar eru málið í sumar. mbl.is/Valgarður Gíslason

Hvað er á óskalistanum?

„Efst á draumalistanum er Louis Vuitton Speedy-taska, bróderaður leðurjakki, sólgleraugu frá Han Kjöbenhavn, eyrnalokkar frá Vanessu Mooney, Adidas Yung-1 skór og ný heyrnartól fyrir flugnámið mitt.“

Hvað er nauðsynlegt að eiga í sumar?

„Ekkert sem er nauðsynlegt annað en að vera bara nákvæmlega eins og maður vill vera. Mér finnst annars alltaf gaman að fara yfir í léttari efni á sumrin, safna freknum, fara í litríkari kjóla og borða ís í stíl við outfittið.“

mbl.is/Valgarður Gíslason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál