Ekkert að því að vera með bólur

skjáskot/Instagram

Flest fólk sem á það til að fá bólur reynir að beita öllum brögðum til þess að fela bólurnar, hvort sem það er með bólufelurum, farða eða einfaldlega nýrri hárgreiðslu. Samfélagsmiðlastjarnan Em Ford gerir þó ekkert af þessu og er dugleg að sýna öllum þeim sem vilja sjá bólurnar á andliti hennar. 

„Hvað kom fyrir hana?“ og „hvað er að andlitinu á henni?“ er meðal athugasemda sem Ford fékk eftir að hún deildi mynd af andlitinu á sér á Instagram. Hún er hins vegar stolt af sjálfri sér og svaraði netröllum að hún hafi einfaldlega hreinsað á sér andlitið, borið á sig rakagefandi krem og þar með væri húðin hennar hamingjusöm. 

„Stundum furða ég mig á því af hverju fólk birtir hatursfullar athugasemdir við myndir af bólum. Er það vegna þess að samfélagið hefur kennt okkur að krefjast og búast við því að konur líti út og hagi sér á ákveðinn hátt?“ skrifaði Ford á Instagram. Hún spurði jafnframt hvort það væri út af því að fólk hræddist sjálft höfnum frá vinum og örðum ástvinum fyrir að vera aðeins minna en fullkomið. 

Confidence is silent, insecurities are loud. #skinpositivity #acneawarenessmonth

A post shared by Em Ford (@mypaleskinblog) on Jun 26, 2018 at 12:43pm PDT




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál