Má ekki klæðast buxnadragt

Harry sagði nei við buxnadragtinni frá Stella McCartney.
Harry sagði nei við buxnadragtinni frá Stella McCartney. AFP

Það er ekki einfalt að giftast inn í konungsfjölskylduna, en samkvæmt heimildarmanni Daily Mail  má Meghan Markle ekki klæðast buxnadragt í konunglegri heimsókn þeirra til Ástralíu og Nýja-Sjálands í haust. 

Áður en konungsfjölskyldan ferðast þarf hún að velja fötin sem hún ætla að klæðast, líkt og aðrir ferðalangar. Meghan bar buxnadragt frá Stella McCartney undir eiginmann sinn, Harry bretaprins, sem sagði að hún mætti ekki taka hana með. 

Meghan tekur sig vel út í buxnadragt.
Meghan tekur sig vel út í buxnadragt. AFP

Elísabet önnur Bretadrottning er sögð vilja að konurnar í fjölskyldunni klæðist heldur pilsum og kjólum en ekki buxum. Meghan hefur þó brotið þessa reglu oftar en einu sinni en í byrjun mánaðar klæddist hún buxnadragt í heimsókn til Dublin á Írlandi. 

„Meghan hefur fengið skilaboð þess efnis að hætta að klæða sig eins og Hollywood-stjarna og fara klæða sig eins og konungborin kona,“ sagði heimildarmaður Daily Mail innan konungshallarinnar.

„Okei þá, ég skal vera í kjól eða pilsi.“
„Okei þá, ég skal vera í kjól eða pilsi.“ AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál