Ertu að borða varalitinn?

Veltirðu því fyrir þér hvað varð um varalitinn sem þú settir á í morgun og ert búin að setja hann á þig 8 sinnum síðan þá? Konur innbyrða að jafnaði tvö til fjögur kíló af varalit yfir ævina og þá er nú betra að tryggja að varaliturinn haldist á sínum stað. Hér fyrir neðan eru góð ráð til þess að tryggja betri endingu varalitarins og hvaða vörur eru sniðugar til að nota.

Grunnur

Til að láta varalitinn endast sem best notum við gjarnan mattari varaliti því þeir renna síður til en á sama tíma geta þeir verið þurrkandi fyrir varirnar með langtímanotkun. Höldum vörunum mjúkum með því að skrúbba þær létt með varaskrúbbi eða volgum þvottapoka og berum á þær nærandi varasalva en gættu þess þó að varirnar séu ekki löðrandi því það kann að eyðileggja áhrif langvarandi varalita. Þessa dagana nota ég mikið Inika Organic-varasalvann og Inika Organic Lip Tint sem er í raun varasalvinn en með smá lit. Formúlan inniheldur piparmyntu og mér finnst varirnar verða voðalega djúsí.

Inika Organic Lip Balm og Inika Organic Lip Tint.
Inika Organic Lip Balm og Inika Organic Lip Tint.

Varalitablýantur

Kremaðir og langvarandi varalitablýantar eru þinn besti vinur þegar kemur að því að halda varalitnum á sem lengst. Sjálf er ég reyndar farin að nota varalitablýanta eina og sér sem varalit, skelli smá varasalva yfir til að jafna út litinn og þá er ég komin með frábæran varalit sem endist lengi og ég get mótað varirnar á sama tíma. GOSH The Ultimate Lip Liner er í miklu uppáhaldi því hann er ódýr, litirnir fallegir og formúlan mjúk. Ég hef líka áður skrifað um Urban Decay 24/7 Glide-On Lip Pencil en ég á hann sennilega í öllum litum og nota þá sem varaliti. Nýlega kom svo MAC með á markað línu sem nefnist Liptensity og inniheldur hún 18 varaliti og varalitablýanta í stíl. Frábærir litir og formúla sem helst lengi á og færir okkur ákafan lit.

GOSH The Ultimate Lip Liner.
GOSH The Ultimate Lip Liner.
Urban Decay 24/7 Glide-On Lip Pencil.
Urban Decay 24/7 Glide-On Lip Pencil.
MAC Liptensity Lip Pencil.
MAC Liptensity Lip Pencil.

Mattir varalitir

Síðustu tvö árin hafa mattir varalitir átt snyrtiheiminn og ég held að hluti af þeirri ástæðu sé vegna þess að þeir haldast mun betur og lengur á en glossaðir varalitir. Sömuleiðis er hægt að leika sér meira með þá og gera þá glossaðri ef maður vill. Hinir nýju Joli Rouge Velvet Matte-varalitir frá Clarins eru einnig sérlega góðir og þurrka ekki varirnar þótt þeir séu með matta áferð og get ég líka mælt með MAC Liptensity-varalitunum sem eru sérlega litmiklir, langvarandi og auðvelt að leika sér með þá.

Clarins Joli Rouge Velvet Matte.
Clarins Joli Rouge Velvet Matte.
MAC Liptensity Lipstick.
MAC Liptensity Lipstick.

Fljótandi varalitir

Ef þú vilt fara alla leið í að nota varalit sem haggast ekki væri upplagt að prófa fljótandi varaliti en þeir eru mjög mattir og ef þú grunnar ekki varirnar, eins og talað var um í byrjun greinarinnar, kunna þeir að molna á vörunum og gera þær þurrar ásýndar. Það eru tveir fljótandi varalitir sem ég er hvað mest hrifin af og ber fyrst að nefna Guerlain Intense Liquid Matte. Einhvern veginn tókst franska snyrtihúsinu að fullkomna þess hugmynd um fljótandi varalit og á einhvern ótrúlegan hátt eru varirnar fullkomlega rakamettaðar með þessari formúlu. Svo er það Chanel Rouge Allure Ink en þessi formúla er ekki jafnþurr og mött og margar aðrar en hún er mun þægilegri.

Guerlain Intense Liquid Matte.
Guerlain Intense Liquid Matte.
Chanel Rouge Allure Ink.
Chanel Rouge Allure Ink.

Lífrænir varalitir

Lífrænir varalitir eru alltaf að verða vinsælli því þeir eru byrjaðir að koma í fallegri og fleiri litum og flottari umbúðum. Ef þú hefur áhyggjur af því að þú sért að borða of mikinn varalit er spurning um að nota þá varalit sem faktískt má borða. Flestir varalita minna koma frá ILIA Beauty sem er lífrænt snyrtivörumerki eru varalitir sérstaða þess að mínu mati. Dr. Hauschka og Lavera framleiða einnig góða lífræna varaliti.

ILIA Beauty Lipstick.
ILIA Beauty Lipstick.
mbl.is

Geta fundið bestu kjörin í hvelli

17:00 Verðsamanburður hjá Aurbjörgu getur hjálpað notendum að spara háar fjárhæðir við sölu á fasteign og margar milljónir í afborgunum af lánum. Meira »

„Ég er ungfrú Ísland þú átt ekki séns“

11:49 Alexandra Helga Ívarsdóttir unnusta Gylfa Þórs Sigurðssonar var gæsuð af fullum krafti í gær. Parið ætlar að ganga í heilagt hjónaband á Ítalíu í sumar. Meira »

Fimm hönnunarmistök í litlum íbúðum

10:00 Það er enn meiri ástæða til að huga að innanhúshönnun þegar íbúðirnar eru litlar. Ekki fer alltaf saman að kaupa litla hluti í litlar íbúðir. Meira »

Er nóg að nota farða sem sólarvörn?

05:00 „Ég er að reyna að passa húðina og gæta þess að fá ekki óþarfa hrukkur. Nú eru margir farðar með innbyggðu SPF 15. Er nóg að nota bara farða sem sólarvörn eða þarf ég líka að bera á mig vörn?“ Meira »

Karlmenn vilja helst kynlíf á morgnana

Í gær, 21:00 Klukkan sex mínútur í átta vilja karlmenn helst stunda kynlíf en ekki er hægt að segja það sama um konur.   Meira »

Eignir sem líta vel út seljast betur

Í gær, 18:00 Við val á fasteign er gott að skoða hversu auðvelt er að komast til og frá vinnu. Bílskúr eða kjallaraherbergi sem nýta má sem íbúðareiningu og leigja út getur létt greiðslubyrðina. Meira »

Langar að fela síma kórsystra sinna

í gær „Ég hef sungið í kirkjukór síðan ég fór að hafa tíma til þess frá börnunum og það gefur mér mjög mikið. En mér finnst mjög óviðeigandi að sjá ungu konurnar í kórnum vera á Facebook í símunum sínum þegar presturinn er að prédika.“ Meira »

Tíu hjónabandsráð Joan Collins

í gær Hin 85 ára gamla Joan Collins hefur verið gift fimm sinnum yfir ævina. Hún segir að eitt af lykilatriðunum þegar kemur að hamingjusömu hjónabandi sé að standa alltaf við bakið á maka sínum. Meira »

Hræðileg kynlífsreynsla karla

í gær Kynlíf gengur ekki alltaf jafn vel fyrir sig og þaulæfð atriði á sjónvarpsskjánum. Menn hafa verið bitnir, klóraðir til blóðs og jafnvel endað uppi á spítala. Meira »

500 manna djamm – allt á útopnu

í fyrradag Mikil gleði og hamingja var áberandi á árshátíð Origo á dögunum. Árshátíðin fór að sjálfsögðu fram í Origo-höllinni. Um 500 manns skemmtu sér konunglega á hátíðinni sem bauð upp á mikla litadýrð enda var latín carnival þema í gangi. Meira »

Hver eru hagstæðustu húsnæðislánin?

22.3. Á að velja óverðtryggt eða verðtryggt? Er lægra veðhlutfall að skila sér í hagstæðari kjörum? Íbúðalánasjóður mun halda fræðslufundi um flókinn heim fasteignalána. Meira »

Rut hannaði í fantaflott hús á Smáraflöt

22.3. Einn eftirsóttasti innanhússarkitekt landins, Rut Káradóttir, hannaði innréttingar í glæsihús við Smáraflöt í Garðabæ.   Meira »

Sonurinn búinn að steypa sér í skuldir

22.3. Drengurinn minn var alltaf glaður, félagslegur og tók virkan þátt í daglegu líf. Svo um 17-18 ára aldur fórum við að taka eftir breytingum á honum. Um þetta sama leyti byrjar hann að spila póker á netinu og fyrst til að byrja með sagði hann okkur frá þessu. Meira »

Svona forðastu stress og áhyggjur

22.3. Karitas Sveinsdóttir, innanhússhönnuður og eigandi HAF STORE og HAF STUDIO, segir bjarta liti vinsæla um þessar mundir. Hún segir alltaf í tísku að þiggja aðstoð fyrir fermingar og fólk ætti að sama skapi að forðast stress. Meira »

Náttúrulegar töfraolíur sem umbylta

21.3. Margar af þekktustu fyrirsætum heims nota RAAW by Trice-vörurnar. Flestir mæla með Bláu töfradropunum sem virka einstaklega vel á ójafna húð og bólur. Þeir sem eru gjarnir á að fá bólur sem og þeir sem eru með feita húð mæla sérstaklega vel með dropunum. Meira »

Misstum allt, en hann heldur áfram

21.3. „Mig langar að forvitnast varðandi manninn minn, en í hruninu misstum við allt. Þá hafði hann verið að fjárfesta í alls konar verkefnum, hlutabréfum og gjaldeyri. Vandinn var sá þá að þetta var allt meira og minna fjármagnað með skuldum,“ segir íslensk kona. Meira »

Formaðurinn lét sérsauma á sig kjól

21.3. Guðrún Hafsteinsdóttir fékk Selmu Ragnarsdóttur til að sérsauma á sig kjól fyrir árshóf SI í Hörpu. Voru þær strax sammála um að hafa kjólinn ekki svartan. Meira »

Endurbættri útgáfu af hrukkubana fagnað

21.3. Dr. Björn Örvar, einn af stofendum Bioeffect, kynnti nýja tvennu fyrir fáum útvöldum í gær. Um er að ræða Bioeffect EGF+ 2A Daily duo sem eru húðdropar sem vinna saman. Meira »

Er bótox hættulegt?

21.3. Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér svarar hún tveimur spurningum um fínar línur og bótox. Meira »

„Fyrrverandi vill hafa mig sem vin“

21.3. Svo er önnur spurning: Þessi vinasvæði, er sanngjarnt eftir að hlutum hefur verið startað með rómantík að setja svo upp vinasamband til að velja úr öðrum hlutum? Að ég sitji svo einn heima á kvöldin og horfi á Netflix, þegar okkar stundum er lokið og hún að njóta þess sem ekki síst á að vera með í góðu sambandi með öðrum. Meira »

Heimilið er afar litríkt og heillandi

20.3. Borðstofa Selmu Blair er eins og kaffitería en innanhúshönnuður hennar sótti innblástur í gamlan heimavistarskóla sem leikkonan var í. Meira »