Sagan á bak við augabrúnir Rihönnu

Rihanna tekur sig vel út á litríkri forsíðu breska Vogue …
Rihanna tekur sig vel út á litríkri forsíðu breska Vogue í september. skjáskot

Söngkonan og listamaðurinn Rihanna skartaði agnarmjóum augabrúnum á forsíðu septemberheftis Vogue. En hver er sagan á bak við þessar tryllingslegu augabrúnir sem allir eru að tala um?

Rihanna sagði við Edward Enninful, ritstjóra breska Vogue, að hún vildi sjokkera. 

„Svona mjóar augabrúnir eru fallegar og kvenlegar, en það er líka mikið pönk í þeim,“ sagði söngkonan og benti á að fólk ætti að nota förðun til að hrista upp í fólki. 

Rihönnu tókst það svo sannarlega. Tískuelíta Íslands (og auðvitað um heim allan) hefur logað eftir að þessi forsíða varð gerð opinber. Einhverjir gætu velt því fyrir sér hvers vegna augabrúnir geta hrist upp í heimsbyggðinni. En svarið er að síðustu ár hefur verið töluverð augabrúnatíska og mikil áhersla lögð á að hafa þykkar og miklar augabrúnir, vel snyrtar og kantaðar. Þessar örþunnu eru alger andstæða og mikil U-beygja frá ríkjandi tískustraumum. 

Augabrúnir Rihönnu á forsíðu Vogue minna töluvert á augabrúnir leikkonunnar Marlene Dietrich sem skartaði þeim í kringum 1930 og lengi vel þóttu svona örþunnar augabrúnir vera merki um kvenleika og mikla fegurð. 

Förðunarmeistarinn Isamaya Ffrench, sem farðaði Rihönnu fyrir forsíðu Vogue, segir að ritstjórinn Enninful hafi næmt auga fyrir komandi trendum og segir hún að það muni alls ekki koma henni á óvart að kvenpeningurinn muni grípa plokkarann og leika þetta eftir! 

Þessi mynd var tekin af Rihönnu í maí.
Þessi mynd var tekin af Rihönnu í maí. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál