Er hægt að gera upp 71 árs konu?

Íslensk kona er að spá hvort hún sé orðin of …
Íslensk kona er að spá hvort hún sé orðin of gömul til að fara í aðgerð til Þórdísar Kjartansdóttur. mbl.is/Thinkstockphotos

Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá 71 árs konu sem vill aðeins gera sig upp. 

Sæl og blessuð.

Ég er 71 árs og langar að gera aðeins við mig, er það erfiðara á þessum aldri?

Til dæmis andlit, magi og svæðið fyrir neðan brjóstahaldarann á baki?

Með  þökkum og kveðju, 

S

Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica.
Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica. mbl.is/Eggert Jóhannesson

 

Sæl og takk fyrir spurninguna,

hvort erfiðara sé að gera aðgerð á einstaklingum yfir sjötugt miðað við yngra fólki fer eftir ýmsu, en er í sjálfu sér ekki endilega erfiðara. Það fer eftir því til dæmis varðandi andlitið hvað þú hefur hugsað vel um húðina um ævina. Fólk sem hefur reykt mikið og lengi fær skemmdir í húðina sem getur verið erfitt að lagfæra. Eins geta miklar sólarskemmdir haft svipuð áhrif. Það er alltaf hægt setja fylliefni í hrukkur en áhrifin eru kannski ekki mikil ef hrukkurnar eru orðnar miklar, þá er andlitslyfting líklegri til árangurs.

Varðandi svæðið neðan brjóstahaldarans á baki nægir stundum fitusog en ef um húðfellingu er að ræða þá er stundum nauðsynlegt að skera þá fellingu í burtu og setja örið undir brjóstahaldarann.  

Ef almennt heilsufar þitt er gott þá koma árin þín 71 ekki í veg fyrir lagfæringar en ég minni á að engin aðgerð er áhættulaus.

Gangi þér vel og bestu kveðjur,

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Þórdísi spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál