Ganni og 66°Norður í samstarf

Hér lengst til hægri má sjá jakka sem er samstarf …
Hér lengst til hægri má sjá jakka sem er samstarf Ganni og 66 Norður. mbl.is/AFP

Þær fréttir berast nú af tískuvikunni í Kaupmannahöfn að tískumerkið Ganni, sem er mjög vinsælt á Íslandi, og 66°Norður séu komin í samstarf. Um er að ræða línuna Paradis sem inniheldur þrjá jakka og eitt vesti. 

Var línan kynnt á tískusýningu Ganni fyrir sumar 2019 í Kaupmannahöfn fyrir stuttu. Nett 90's áhrif eru í línunni sem kemur ekki á óvart því þannig er bara tískan í dag. 

„Ég elska að vinna með andstæður, það er hluti af okkar DNA, og það að vinna með 66°Norður við að búa til tæknilegan fatnað úr tæknilegum efnum gefur sumarlínu okkar skemmtilega og nýja vídd,“ segir Ditte Reffstrup, listrænn stjórnandi Ganni.

Fötin verða fáanleg hjá 66°Norður og Ganni. Á Íslandi fæst Ganni í Geysi. Hægt er að sjá línuna í Story á Instagram-síðu Ganni. 

Þessi jakki er hluti af samstarfinu.
Þessi jakki er hluti af samstarfinu.
Ganni vill hafa konur mjög frjálsar næsta sumar.
Ganni vill hafa konur mjög frjálsar næsta sumar. mbl.is/AFP
mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál