Fegurðarstaðlar 7. áratugsins eiga ennþá við

Margot Robbie.
Margot Robbie. AFP

Margot Robbie fer með hlutverk Sharon Tate í kvikmyndinni One Upon A Time In Hollywood, sem fjallar um Manson morðin á sjöunda áratug síðustu aldar. Kvikmyndin er í tökum sem stendur og birti Robbie mynd af sér í hlutverki Tate. Brad Pitt og Leonardo DiCaprio munu fara með aðalhlutverk í kvikmyndinni. 

Robbie er með eindæmum lík Tate, en hún hefur lítið þurft að breyta útliti sínu til að komast í hlutverkið. Það má því segja að fegurðarstaðlar sjöunda áratugsins eigi ennþá við í dag. 

Margot Robbi til vinstri og Sharon Tate til hægri.
Margot Robbi til vinstri og Sharon Tate til hægri.

Robbie er reyndar þekkt fyrir að vera hálfgert kamelljón en hún á auðvelt með að fara í hin ýmsu gervi. Hún var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni I, Tonya á síðasta ári. Síðastliðin ár hefur hún einnig brugðið sér í hlutverk ofurþrjótsins Harley Quinn í Suicide Squad og Daphne Milne í Goodbye Christopher Robin en allt eru þetta ólík hlutverk.

First look. #OnceUponATimeInHollywood @onceinhollywood

A post shared by @ margotrobbie on Aug 6, 2018 at 7:22am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál