„Hlutirnir bara gerast“

Daphne Guinness er listamaður fram í fingurgóma eins og sjá …
Daphne Guinness er listamaður fram í fingurgóma eins og sjá má á ljósmyndum sem teknar eru af henni. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Daphne Guinness kemur sífellt á óvart. Hún er fædd árið 1967 og er þekkt fyrir að vera listræn fram í fingurgóma. Hún hefur komið víða við á ferli sínum. Meðal annars tekist á við tískuhönnun, starfað sem fyrirsæta, hún syngur og framleiðir tónlist. Guinness hefur búið til kvikmyndir og verið það sem kallað er „muse“ fyrir fjölmörg tískuhús. Hún er afkomandi Arthur Guinness sem bjó til Guinness-bjórinn sem margir þekkja.

Hún er með stíl í tískunni sem enginn annar hefur. Guinness er það sem fólk kallar andsvarið við fjöldaframleidda ódýra tísku. Hún gefur tískuhönnuðum og listafólki um víða veröld andgift með stílnum sínum sem enginn annar er með í heiminum.

það sem einkennir hana er hversu vel hún nær að tjá sig með fatnaði og fylgihlutum. Þegar hún talar má sjá hversu feimin hún er. Eins hafa viðtöl í gegnum árin sýnt að hún gerir heimavinnuna sína vel. Fer djúpt ofan í tískusöguna og heimspeki þegar hún undirbýr sig fyrir verkefni.

Hún er einstaklega klassísk á köflum en þeir sem hafa fylgst með stíl hennar þróast undanfarin misseri taka eftir því að hún hefur farið frá því að vera frekar venjuleg í klæðnaði í það að vera tískufyrirbæri sem erfitt er að útskýra. 

Hún segir að hárið og stíllinn sem hún tjáir í gegnum tískuna í dag sé afurð þess að hún prófar sig áfram. „Hlutirnir bara gerast hjá mér,“ hefur margoft verið haft eftir henni í viðtölum.

Myndirnar tala sínu máli. Það er margt áhugavert í gangi hjá henni. Meðal annars nýtt tónlistarmyndband við lagið hennar „No No No“. 

Le Tigre or Blue Steel? You decide. 😇

A post shared by Daphne Guinness (@daphne.guinness) on Jun 10, 2018 at 7:58am PDT

#InterviewMagazine Oct. 2011 Photo by @stevenkleinstudio

A post shared by Daphne Guinness (@daphne.guinness) on May 22, 2018 at 4:02pm PDT

What’s the matter Matter darkness bright

A post shared by Daphne Guinness (@daphne.guinness) on May 9, 2018 at 4:49am PDT

The Legend Of Lady White Snake by Indrani X

A post shared by Daphne Guinness (@daphne.guinness) on Feb 3, 2018 at 5:25pm PST

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál