Taktu á móti haustinu í valdeflandi peysu

„iglo+indi vill vekja athygli á og efla það góða starf sem er unnið af UN Women. Við höfðum samband við UN Women með þá hugmynd að leiða saman hesta iglo+indi og UN Women á Íslandi. Hugmyndin er að konur styðji við konur en eingöngu konur starfa hjá iglo+indi. UN Women á Íslandi fagnaði þeirri hugmynd, og við ákváðum að hanna peysu fyrir börn og fullorðna í nafni UN Women sem táknar valdeflingu kvenna og stúlkna. Þar sem salan á fyrstu peysunni gekk fram úr björtustu vonum ákváðum við að gera þetta að árlegum viðburði. Við viljum skapa uppbyggilega umræðu um starf UN Women og hvetja tískuunnendur til þess að taka þátt í að styðja við starfið þeirra,“ segir Helga Ólafsdóttir, yfirhönnuður og eigandi iglo+indi, um samstarf fyrirtækisins við UN Women. 

Indíana Svala Jónsdóttir og Helga Ólafsdóttir yfirhönnuður og eigandi iglo+indi.
Indíana Svala Jónsdóttir og Helga Ólafsdóttir yfirhönnuður og eigandi iglo+indi.

Auglýsingastofan Pipar/TBWA á stóran þátt í verkefninu og sköpun herferðarinnar. Einn fremsti ljósmyndar Íslands, Elísabet Davíðsdóttir, myndaði herferðina og fjöldi fólks lagði hönd á plóg. 

„Það er aðdáunarvert hversu margir hafa gefið vinnu sína við undirbúning átaksins og við verðum alltaf þakklátar fyrir það.“

Það má segja að fyrsta peysan, sem kom út í fyrra hafi slegið í gegn þegar hún seldist upp á fimm klukkutímum. Munið þið framleiða fleiri bleikar peysur?

„Við bjuggumst aldrei við þessum viðbrögðum sem við fengum fyrir ári síðan. Við erum mjög þakklátar fyrir stuðninginn. Að þessu sinni þarf fólk þarf að hafa hraðar hendur ef það ætlar að tryggja sér peysu. það verða aðeins fleiri fullorðinspeysur í boði núna vegna þess hve eftirspurnin var mikil fyrir ári. Forsalan fór í gang í vefverslun iglo+indi klukkan 11 í morgun. Við erum svo með partý á fimmtudaginn milli 17 og 19 á Jamie’s Italian á Hótel Borg og verða þá seldar peysur ef einhverjar verða eftir. Þar verður DJ Þura Stína og við hvetjum alla til að mæta og fagna með okkur,“ segir Helga. 

Ljósmynd/Elísabet Davíðsdóttir

Valdir þú bleika litinn?

„Bleikur er uppáhaldsliturinn minn og mér finnst hann svo fallegur fyrir allan aldur og bæði kyn. Mér fannst líka skipta máli að gera eitthvað allt annað en síðast svo að þeir sem keyptu síðast peysu væru spenntir að fjárfesta í nýrri og styrkja gott málefni í leiðinni. Peysurnar eru aftur merktar empwr sem vísar til mikilvægis þess að valdefla konur og stúlkur um allan heim í hvaða aðstæðum sem er, líkt og á flótta.“

Hvað býstu við að safna miklum peningum með þessu?

„Við söfnuðum 2,2 miljónum í fyrra til styrktar griðarstaða fyrir konur á flótta í Afríku og vonumst til að ná jafnvel aðeins meira að þessu sinni. Í ár rennur ágóði peysunnar til neyðarathvarfs UN Women í Balukhali-flóttamannabúðunum í Bangladess. Þar fá róhingjakonur áfallahjálp, öruggt skjól og atvinnutækifæri en þær eru sérstaklega berskjaldaðar fyrir ofbeldi og þora nánast ekki út úr skýlum sínum. 

Nú hafið þið verið mjög sterk á barnafatamarkanum. Kemur ekki til greina að gera fullorðinslínu?

„Vörur iglo+indi eru seldar í yfir 100 verslunum um allan heim, en flestar þessa verslana eru eingöngu að selja barnaföt. Það er ekki í framtíðarplönum að gera heilsteypta fullorðinslínu. Við höfum hins vegar gert eina og eina flík fyrir fullorðna í stíl við barnaflíkur – svokallað „twinning“ hefur alltaf slegið í gegn.“

Nú kemur ný lína í haust. Er barnafatatískan eitthvað að breytast?

„Það sem hefur helst breyst er kauphegðun fólks. Fólk er meðvitaðra um hvar vörurnar eru framleiddar, við hvaða aðstæður og er tilbúnara að borga aðeins meira fyrir flíkur sem eru umhverfisvænni og endast. Okkur þykir gaman hversu oft við fáum oft að heyra um iglo+indi föt sem hafa gengið á milli margra barna og eru samt eins og ný. Flest okkar efni eru úr lífrænni bómull og vörurnar framleiddar í Portúgal í minni verksmiðjum. Sambandið við þær er mjög persónulegt og öll kaup og kjör eru til fyrirmyndar.“

Helga stofnaði iglo+indi fyrir tíu árum. Þegar hún er spurð að því hvernig barnafatatískan hafi þróast á áratug segir hún að margt hafi gerst. 

„Helstu breytingarnar á barnafatatískunni er þær að hönnunin er komin nær fullorðinstískunni. Ég tel að það hafi gerst með samfélagsmiðlum eins og Instagram. Heimurinn er orðinn opnari og auðveldara að nálgast kúnna út um allan heim. Í dag er Instagram okkar helsta markaðstól. Við höfum meðal annars fengið tækifæri til að vinna með fólki sem telst vera miklir tískuáhrifavaldar eins og t.d. stílista barna Beyonce og Jay-Z, Jaime King og Coco Rocha í gegnum Instagram.

iglo+indi var stofnað fyrir tæplega 10 árum nánar tiltekið í vikunni fyrir bankahrunið. Við erum fámennt teymi með endalausan metnað. Við hönnum og framleiðum tvær stórar línur á ári, erum í raun alltaf að vinna með þrjár línur á sama tíma, alla mánuði ársins er mikið í gangi. Við erum búin að hanna 20 línur og framleiða 19, hver lína inniheldur um það bil 150 vörur. Framleiðslan okkar fer öll fram í Portúgal og okkar metnaður er að gæðin verði óaðfinnanleg. Við höfum lagt mikla vinnu í að finna rétta framleiðendur sem að henta gildum fyrirtækisins en um er að ræða lítil fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfa sig í að framleiða hágæðabarnaföt. 80% línunnar er úr lífrænni bómull. Við erum í daglegu sambandið við þessa aðila ásamt því að við heimsækjum þá nokkrum sinnum á árin. Í Portúgal er einnig vöruhús iglo+indi en þaðan fara allar vörur sem fara í sölu fyrir utan Ísland en í dag fást vörur iglo+indi í yfir 100 verslunum í yfir tuttugu löndum.“

Ljósmynd/Elísabet Davíðsdóttir
Ljósmynd/Elísabet Davíðsdóttir
Ljósmynd/Elísabet Davíðsdóttir
Ljósmynd/Elísabet Davíðsdóttir
Ljósmynd/Elísabet Davíðsdóttir
Ljósmynd/Elísabet Davíðsdóttir
Ljósmynd/Elísabet Davíðsdóttir
Ljósmynd/Elísabet Davíðsdóttir
Ljósmynd/Elísabet Davíðsdóttir
Undanfarna þrjá áratugi hefur Bangladess hýst róhingjafólk sem sætt hefur ...
Undanfarna þrjá áratugi hefur Bangladess hýst róhingjafólk sem sætt hefur ofsóknum í heimalandinu Mjanmar. Fyrir akkúrat ári, í ágúst 2017, hertust átökin og ofsóknir á hendur róhingjum til muna en róhingjakonur hafa þurft að þola gróft ofbeldi mjanmarska hersins, nánast allar hafa orðið vitni að eða verið beittar grófu kynferðislegu ofbeldi. Í kjölfarið hafa hundruð þúsunda róhingja flúið yfir landamærin til Bangladess.
Ljósmynd/Elísabet Davíðsdóttir
mbl.is

8 vandamál í rúminu sem eru eðlileg

06:00 Stundar þú alltaf kynlíf í sömu stellingunum eða hugsar jafnvel um einhvern annan en maka þinn í rúminu? Oftast eru áhyggjur af vandamálum tengdum kynlífi óþarfar. Meira »

Vinsælasti tíminn til framhjáhalds

Í gær, 22:00 Ertu viss um að þú vitir hvar maki þinn er klukkan kortér í sjö á föstudagskvöldum? Hann gæti verið að halda fram hjá.   Meira »

Segir ketó virka til lengri tíma litið

Í gær, 18:25 Klámstjarnan Jenna Jameson tekur ekki mark á fólki sem gagnrýnir ketó-mataræðið. Hún er búin að vera á ketó í sjö mánuði og segist aldrei hafa liðið betur. Meira »

Stjarna Lof mér að falla flytur

Í gær, 15:12 Kristín Þóra Haraldsdóttir leikkona, sem fór með eitt af aðalhlutverkið í Lof mér að falla, hefur sett sína fallegu 114 fm íbúð á sölu. Meira »

Meghan glitraði fyrir allan peninginn

Í gær, 11:37 Meghan hertogaynja geislaði í London í gær þegar hún og Harry Bretaprins mættu í sínu allra fínasta pússi á góðgerðarkvöld í leikhúsi. Meira »

Er þetta raunveruleg ást?

Í gær, 09:53 Munurinn á heilbrigðu sambandi versus óheilbrigðu sambandi er að sögn höfunda sá að í heilbrigðu sambandi sé reiði og óvinátta fjarverandi en vinátta og samstaða hinsvegar til staðar í ríkum mæli, en í óheilbrigðu sambandi er eilíf valdabarátta og næring fengin út úr ófriði en ekki friði og kærleika. Meira »

Kaupandi perlu Marie Antoinette setti heimsmet

í gær Skart sem áður var í eigu Marie Antoinette var selt fyrir metupphæð. Seldist hengiskraut hennar á vel yfir fjóra milljarða.   Meira »

Kidman mætti í pallíettujólakjól

í fyrradag Stjörnurnar hituðu upp fyrir Óskarinn um helgina og hefðu kjólarnir sómað sér vel í næsta mánuði í jóla-og áramótaveislum.   Meira »

Kristborg og Kolbrún gera skilnaðarþætti

í fyrradag Kristborg Bóel Steindórsdóttir og Kolbrún Pálína Helgadóttir vinna nú að sjónvarpsþáttunum um skilnaði fólks.   Meira »

Lykillinn að 52 ára löngu hjónabandinu

í fyrradag Dolly Parton veit hvað er nauðsynlegt þegar kemur að góðu hjónabandi enda búinn að vera gift í rúmlega 52 ár.   Meira »

Frumsýningarveisla í Borgarleikhúsinu

í fyrradag Frumsýningargestir á Dísablóti Íslenska dansflokksins létu ekki rigninguna um helgina á sig fá og mættu spariklæddir í Borgarleikhúsið á laugardaginn. Dansflokkurinn frumsýndi tvö ný verk eftir íslensku danshöfundana Steinunni Ketilsdóttur og Ernu Ómarsdóttur. Meira »

Fullt út úr dyrum hjá Jóhönnu Vigdísi

í fyrradag Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir fagnaði útkomu bókar sinnar, Hvað er í matinn?, á Bergsson á föstudaginn.   Meira »

sFólk er alltaf jafnhrifið af klassískri hönnun

19.11. Íslendingar vilja fallega hluti sem endast og geta verið til prýði á heimilinu í mörg ár og áratugi  Meira »

Jakkinn hennar Díönu kominn í móð

18.11. Díana prinsessa klæddist gráum jakka úr ullarefni með svörtum efri kraga þegar hún mætti til að sinna góðgerðarmálum árið 1984. Jakkinn var tvíhnepptur og undir honum var hún í hvítri skyrtu og með svarta slaufu. Meira »

Hvaða smáforrit bjarga lífinu?

18.11. Flestir eru sammála um það að notkun snjallsíma getur aukið verulega áreiti í hinu daglega lífi og vilja sumir meina að síminn dreifi athyglinni frá því sem skiptir máli, þ.e. að vera í núinu og njóta stundarinnar. Meira »

Ekki nota jólgjöfina til að umbuna

18.11. Stjórnendur eru ekki öfundsverðir af því hlutskipti að þurfa að velja hina fullkomnu jólagjöf fyrir heilan vinnustað. Ef gjöfin heppnast vel má reikna með að hún auki starfsánægju og komi starfsfólkinu í jólaskap, en mislukkist gjafavalið má eiga von á gremju og fýlu. Meira »

Felur þreytuna með rétta trixinu

18.11. Breytt förðun Meghan hertogaynju á dögunm bendir til þess að hún sé að reyna fela þreytuna með réttu trixunum að sögn förðunarfræðings. Meira »

Viðskiptafræðingur skrifar um vændi

18.11. „Ég hef oft velt því fyrir mér af hverju vændi er löglegt sumstaðar og hvort það sé betra að hafa hlutina uppi á yfirborðinu eins og hefur verið tíðrætt um hér heima. Vændi er löglegt í mörgum löndum eins og Hollandi, þar sem sagan mín gerist að hluta til, þrátt fyrir að yfir starfsgreininni ríki ákveðin skömm. Þó svo það sé „samþykkt“ að stunda vændi, þá lítur samfélagið samt niður á vændiskonur.“ Meira »

Hvað ætti að gefa mínimalistanum?

18.11. Mínimalisma-byltingin barst til Íslands fyrir nokkrum misserum og margir sem leggja mikið á sig við að tæma heimilið af hvers kyns óþarfa. Meira »

Biggest Loser-þjálfari genginn út

17.11. Evert Víglundsson er formlega genginn út. Það gerðist fyrr í dag þegar hann kvæntist ástinni sinni, Þuríði Guðmundsdóttur.   Meira »

Heldur bara reisn í munnmökum

17.11. „En ég held ekki reisn í samförum án munnmaka. Hann helst ekki harður í meira en 40 sekúndur.“  Meira »