Taktu á móti haustinu í valdeflandi peysu

„iglo+indi vill vekja athygli á og efla það góða starf sem er unnið af UN Women. Við höfðum samband við UN Women með þá hugmynd að leiða saman hesta iglo+indi og UN Women á Íslandi. Hugmyndin er að konur styðji við konur en eingöngu konur starfa hjá iglo+indi. UN Women á Íslandi fagnaði þeirri hugmynd, og við ákváðum að hanna peysu fyrir börn og fullorðna í nafni UN Women sem táknar valdeflingu kvenna og stúlkna. Þar sem salan á fyrstu peysunni gekk fram úr björtustu vonum ákváðum við að gera þetta að árlegum viðburði. Við viljum skapa uppbyggilega umræðu um starf UN Women og hvetja tískuunnendur til þess að taka þátt í að styðja við starfið þeirra,“ segir Helga Ólafsdóttir, yfirhönnuður og eigandi iglo+indi, um samstarf fyrirtækisins við UN Women. 

Indíana Svala Jónsdóttir og Helga Ólafsdóttir yfirhönnuður og eigandi iglo+indi.
Indíana Svala Jónsdóttir og Helga Ólafsdóttir yfirhönnuður og eigandi iglo+indi.

Auglýsingastofan Pipar/TBWA á stóran þátt í verkefninu og sköpun herferðarinnar. Einn fremsti ljósmyndar Íslands, Elísabet Davíðsdóttir, myndaði herferðina og fjöldi fólks lagði hönd á plóg. 

„Það er aðdáunarvert hversu margir hafa gefið vinnu sína við undirbúning átaksins og við verðum alltaf þakklátar fyrir það.“

Það má segja að fyrsta peysan, sem kom út í fyrra hafi slegið í gegn þegar hún seldist upp á fimm klukkutímum. Munið þið framleiða fleiri bleikar peysur?

„Við bjuggumst aldrei við þessum viðbrögðum sem við fengum fyrir ári síðan. Við erum mjög þakklátar fyrir stuðninginn. Að þessu sinni þarf fólk þarf að hafa hraðar hendur ef það ætlar að tryggja sér peysu. það verða aðeins fleiri fullorðinspeysur í boði núna vegna þess hve eftirspurnin var mikil fyrir ári. Forsalan fór í gang í vefverslun iglo+indi klukkan 11 í morgun. Við erum svo með partý á fimmtudaginn milli 17 og 19 á Jamie’s Italian á Hótel Borg og verða þá seldar peysur ef einhverjar verða eftir. Þar verður DJ Þura Stína og við hvetjum alla til að mæta og fagna með okkur,“ segir Helga. 

Ljósmynd/Elísabet Davíðsdóttir

Valdir þú bleika litinn?

„Bleikur er uppáhaldsliturinn minn og mér finnst hann svo fallegur fyrir allan aldur og bæði kyn. Mér fannst líka skipta máli að gera eitthvað allt annað en síðast svo að þeir sem keyptu síðast peysu væru spenntir að fjárfesta í nýrri og styrkja gott málefni í leiðinni. Peysurnar eru aftur merktar empwr sem vísar til mikilvægis þess að valdefla konur og stúlkur um allan heim í hvaða aðstæðum sem er, líkt og á flótta.“

Hvað býstu við að safna miklum peningum með þessu?

„Við söfnuðum 2,2 miljónum í fyrra til styrktar griðarstaða fyrir konur á flótta í Afríku og vonumst til að ná jafnvel aðeins meira að þessu sinni. Í ár rennur ágóði peysunnar til neyðarathvarfs UN Women í Balukhali-flóttamannabúðunum í Bangladess. Þar fá róhingjakonur áfallahjálp, öruggt skjól og atvinnutækifæri en þær eru sérstaklega berskjaldaðar fyrir ofbeldi og þora nánast ekki út úr skýlum sínum. 

Nú hafið þið verið mjög sterk á barnafatamarkanum. Kemur ekki til greina að gera fullorðinslínu?

„Vörur iglo+indi eru seldar í yfir 100 verslunum um allan heim, en flestar þessa verslana eru eingöngu að selja barnaföt. Það er ekki í framtíðarplönum að gera heilsteypta fullorðinslínu. Við höfum hins vegar gert eina og eina flík fyrir fullorðna í stíl við barnaflíkur – svokallað „twinning“ hefur alltaf slegið í gegn.“

Nú kemur ný lína í haust. Er barnafatatískan eitthvað að breytast?

„Það sem hefur helst breyst er kauphegðun fólks. Fólk er meðvitaðra um hvar vörurnar eru framleiddar, við hvaða aðstæður og er tilbúnara að borga aðeins meira fyrir flíkur sem eru umhverfisvænni og endast. Okkur þykir gaman hversu oft við fáum oft að heyra um iglo+indi föt sem hafa gengið á milli margra barna og eru samt eins og ný. Flest okkar efni eru úr lífrænni bómull og vörurnar framleiddar í Portúgal í minni verksmiðjum. Sambandið við þær er mjög persónulegt og öll kaup og kjör eru til fyrirmyndar.“

Helga stofnaði iglo+indi fyrir tíu árum. Þegar hún er spurð að því hvernig barnafatatískan hafi þróast á áratug segir hún að margt hafi gerst. 

„Helstu breytingarnar á barnafatatískunni er þær að hönnunin er komin nær fullorðinstískunni. Ég tel að það hafi gerst með samfélagsmiðlum eins og Instagram. Heimurinn er orðinn opnari og auðveldara að nálgast kúnna út um allan heim. Í dag er Instagram okkar helsta markaðstól. Við höfum meðal annars fengið tækifæri til að vinna með fólki sem telst vera miklir tískuáhrifavaldar eins og t.d. stílista barna Beyonce og Jay-Z, Jaime King og Coco Rocha í gegnum Instagram.

iglo+indi var stofnað fyrir tæplega 10 árum nánar tiltekið í vikunni fyrir bankahrunið. Við erum fámennt teymi með endalausan metnað. Við hönnum og framleiðum tvær stórar línur á ári, erum í raun alltaf að vinna með þrjár línur á sama tíma, alla mánuði ársins er mikið í gangi. Við erum búin að hanna 20 línur og framleiða 19, hver lína inniheldur um það bil 150 vörur. Framleiðslan okkar fer öll fram í Portúgal og okkar metnaður er að gæðin verði óaðfinnanleg. Við höfum lagt mikla vinnu í að finna rétta framleiðendur sem að henta gildum fyrirtækisins en um er að ræða lítil fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfa sig í að framleiða hágæðabarnaföt. 80% línunnar er úr lífrænni bómull. Við erum í daglegu sambandið við þessa aðila ásamt því að við heimsækjum þá nokkrum sinnum á árin. Í Portúgal er einnig vöruhús iglo+indi en þaðan fara allar vörur sem fara í sölu fyrir utan Ísland en í dag fást vörur iglo+indi í yfir 100 verslunum í yfir tuttugu löndum.“

Ljósmynd/Elísabet Davíðsdóttir
Ljósmynd/Elísabet Davíðsdóttir
Ljósmynd/Elísabet Davíðsdóttir
Ljósmynd/Elísabet Davíðsdóttir
Ljósmynd/Elísabet Davíðsdóttir
Ljósmynd/Elísabet Davíðsdóttir
Ljósmynd/Elísabet Davíðsdóttir
Ljósmynd/Elísabet Davíðsdóttir
Ljósmynd/Elísabet Davíðsdóttir
Undanfarna þrjá áratugi hefur Bangladess hýst róhingjafólk sem sætt hefur ...
Undanfarna þrjá áratugi hefur Bangladess hýst róhingjafólk sem sætt hefur ofsóknum í heimalandinu Mjanmar. Fyrir akkúrat ári, í ágúst 2017, hertust átökin og ofsóknir á hendur róhingjum til muna en róhingjakonur hafa þurft að þola gróft ofbeldi mjanmarska hersins, nánast allar hafa orðið vitni að eða verið beittar grófu kynferðislegu ofbeldi. Í kjölfarið hafa hundruð þúsunda róhingja flúið yfir landamærin til Bangladess.
Ljósmynd/Elísabet Davíðsdóttir
mbl.is

Endurunna innréttingin frá IKEA sigraði

21:00 Sænska móðurskipið IKEA var rétt í þessu að vinna Red Dot-verðlaunin 2018 í flokki vöruhönnunar fyrir KUNGSBACKA-eldhúsframhliðarnar. Meira »

Bubbi Morthens orðinn afi

18:10 Rokkstjarna Íslands, Bubbi Morthens, varð afi 21. september þegar dóttir hans, Gréta Morthens og kærasti hennar, Viktor Jón Helgason, eignuðust dóttur. Meira »

Gengur illa að búa til fræg vörumerki

16:00 Viggó Jónsson er annar stofnenda og eigenda Jónsson & Le'macks. Hann hefur unnið mikið fyrir orkufyrirtækin í gegnum árin.   Meira »

Innlit í baðherbergi ofurfyrirsætu

13:02 Baðherbergið er í sama rými og svefnherbergið á heimili fyrirsætunnar Miröndu Kerr og eiginmanns hennar, Evan Spiegel, stofnanda Snapchat. Meira »

Þrjár kynslóðir í Dolce & Gabbana

09:10 Dolce & Gabbana sýndi nýja fatalínu á tískusýningunni í Mílanó á dögunum. Ítalska leikkonan Isabella Rossellini kom fram á sýningunni ásamt dóttur sinni og barnabarni. Meira »

Jólin koma snemma í ár

06:00 Mestu jólabörn landsins ættu ekki að þurfa að hafa miklar áhyggjur þar sem senn er hægt að hefja niðurtalningu að jólum. Ef þú ert alvörusælkeri jafnast fátt á við að telja niður að jólum með jóladagatali Lakrids by Johan Bülow. Í ár kemur dagatalið í hefðbundinni stærð ásamt fjölskyldustærð. Meira »

7 góðar stellingar fyrir einn stuttan

Í gær, 23:59 Það er alltaf tími fyrir kynlíf hvort sem þú ert að drífa þig í vinnuna eða hreinlega í vinnunni, enda þarf kynlíf ekki að taka langan tíma. Þá er gott að muna eftir vel völdum kynlífsstellingum. Meira »

Getur fitusog fjarlægt ístruna á Jóni?

í gær „Ég er miðaldra karl með ístru og náraspik sem mig langar að losna við. Ég er hvergi annarsstaðar með fitu á líkamanum. Þannig að mig langar að fara í fitusog, svo spurningin er hvað myndi það kosta?“ Meira »

Hvenær er best að taka bætiefnin inn?

í gær „Þumalputtareglan er að taka bætiefnin með eða strax eftir mat, þar sem sum bætiefni geta valdið brjóstsviða ef þau eru tekin á fastandi maga. Ef morgunverðurinn er ekki staðgóður er ekki ráðlegt að taka mikið af bætiefnum með honum. Þá er betra að taka þau með hádegis- eða kvöldmat.“ Meira »

Baddi í Jeff Who? á lausu en til í kærustu

í gær Bjarni Lárus Hall söngvari Jeff Who? er á lausu en væri alveg til í að eignast kærustu bráðum. Þessu greindi hann frá í sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina. Meira »

„Alli ríki“ hélt tryllt Gatsby-afmæli í Iðnó

í gær Glamúr-teiti helgarinnar var án efa haldið í Iðnó á laugardagskvöldið þegar Aðalsteinn Jóhannsson fagnaði því að hann væri orðinn fertugur. Aðalsteinn er kallaður „Alli ríki“ vegna velmegunar sinnar. Meira »

Guðdómlegt nútímaheimili í 203

í gær Ef þig langar í hús á einni hæð sem er súpervel skipulagt með fallegum innréttingum þá er þetta kannski hús fyrir þig. Það er 180 fm og byggt 2013. Meira »

Föt sem ætti að banna í ræktinni

í gær Er réttur brjóstahaldari og skór ofan í íþróttatöskunni þinni? Æfingin verður betri ef þú klæðir þig rétt í ræktinni.   Meira »

Missti báða foreldra og langar í barn

23.9. „Mínir stærstu draumar voru alltaf að eiga stóra fjölskyldu. Ég ætlaði að eignast fimm börn og þar með vera umkringd ást og umhyggju. Í dag stend ég hins vegar frammi fyrir því að treysta mér ekki í að eignast fleiri börn því ég á ekkert tengslanet á bak við mig.“ Meira »

María Jóna selur raðhúsið í Garðabæ

23.9. María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, hefur sett sitt huggulega raðhús á sölu.   Meira »

Fegrunarráð Gemmu Chan

23.9. Leikkonan Gemma Chan hefur fengið orð á sig fyrir að vera nútíma Audrey Hepburn. Hún er klassísk og alltaf vel til höfð. Hvernig fer hún að því að fá húðina til að ljóma á þennan hátt? Meira »

Mega konur ekki ganga í jakkafötum?

23.9. Þegar Blake Lively klæðist jakkafötum er það fréttaefni en ekki þegar karlarnir við hlið hennar gera það. Leikkonan hvetur konur til þess að gera það sem menn gera án þess að vera strítt fyrir það. Meira »

Makinn vill ekki að ég hitti vinkonur mínar

23.9. „Hann virðist stöðugt óttast að eitthvað gerist og tilhugsunin um að „sleppa“ mér einni virðist vera meira en hann ræður við. Það er orðið mjög erfitt fyrir mig að afsaka mig frá því að hitta vinkonur mínar og þegar til dæmis er talað um að fara til útlanda saman þá fæ ég bara kvíðahnút í magann af því ég veit að það er í rauninni ekki möguleiki fyrir mig, það kostar of mikið álag.“ Meira »

Fór til Noregs eftir hrun en kennir nú jóga

23.9. Bríet Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur sérhæfir sig í námskeiðum í jóga og svefni hjá Heilsu og Spa. Reynsla hennar spannar allt frá gjörgæsludeild spítalanna yfir í lýðheilsuverkefni í samstarfi við norska hamingjusérfræðinga. Meira »

Pör sem hættu saman en eru enn bestu vinir

22.9. Nokkrum fyrrverandi pörum í Hollywood hefur tekist það ómögulega, að halda vinskapnum þrátt fyrir að ástarsambandið sé búið. Meira »

Þetta drepur alla stemmingu í rúminu

22.9. Það þarf ekki meira til en símhringingu frá mömmu þinni seint um kvöld svo að allir fari strax aftur í náttbuxurnar.   Meira »