Sólkysst útlit fram eftir hausti

Þegar við héldum að sumarið væri að líða undir lok kemur Chanel með allt sem við þurfum til að viðhalda sólkysstu útlitinu fram eftir hausti. Éclat Et Transparence De Chanel er förðunarlína sem Lucia Pica hannaði og endurspeglar sýn hennar á þá fegurð sem gegnsæ lög af lit veita andlitinu og sameinast sólkysstri húðinni.

Sólkysst útlit sameinað í eina pallettu

Chanel Palette Essentielle Été er litatríó í kremformi sem nota má á andlit, augu og varir. Stærsti flötur pallettunnar er beige-lituð ljómaformúla sem nota má á allt andlitið og jafnvel augun. Formúlan rennur fyrirhafnarlaust yfir húðina og myndar heilbrigðan, náttúrulegan ljóma sem endurkastar birtunni af andlitinu. Mér finnst eins og formúlan slétti einnig yfirborð húðarinnar svo mér fannst ég ekki endilega þurfa farða áður en ég notaði þessa pallettu. Gyllti litur pallettunnar er tilvalinn á augun til að fá aukinn ljóma og má einnig blanda honum við hina litina. Bjarti rauði liturinn er svo sérlega fallegur á varirnar en formúlan er sömuleiðis rakagefandi. Einnig hentar hann vel sem frísklegur kinnalitur. Af öllum vörum línunnar verð ég að segja að þessi palletta sé í gífurlegu uppáhaldi en hún kemur í takmörkuðu upplagi.

Chanel Palette Essentielle Été.
Chanel Palette Essentielle Été.

Innblástur frá formúlu Gabrielle Chanel frá árinu 1932

Chanel L’Eau Tan er fyrsta sjálfsbrúnkuvara Chanel en formúlan sækir innblástur sinn í svipaða vöru sem Gabrielle Chanel bjó til árið 1932 og nefndist L’Huile Tan. Á þeim árum var sólkysst útlitið nýlega farið á njóta vinsælda og eins og oft áður var það frú Chanel sem setti ný viðmið í tískuheiminum. Chanel L’Eau Tan er frískandi líkamssprey sem inniheldur örlítið magn af DHA til að framkalla smávegis lit á húðinni en það sem gerir spreyið sérstakt er ilmur þess. Olivier Polge hannaði frísklegan ilm einungis fyrir þessa vöru svo í raun mætti segja að þetta sé ilmandi líkamssprey sem veitir þó örlítinn lit aukalega og er þetta tilvalið í sundtöskuna eða eftir sturtu.

Chanel L’Eau Tan.
Chanel L’Eau Tan.

Léttur glamúr yfir augnförðuninni

Chanel Éclat Énigmatique er augnskuggapalletta sem færir okkur endurhugsaða bronslitaða tóna að hætti Luciu Pica. Áferð augnskugganna er eilítið gegnsærri en áður til þess að fá hógværa ásýnd sem býr þó yfir svolitlum glamúr. Þrír nýir litir af Chanel Stylo Yeux Waterproof eru innan förðunarlínunnar og verð ég að segja að þessi formúla er í gífurlegu uppáhaldi hjá mér. Ég á tólf liti og tel ég Chanel búa yfir litadýpt sem ég sé ekki í augnblýöntum hjá öðrum merkjum en sitt sýnist hverjum auðvitað.

Chanel Éclat Énigmatique.
Chanel Éclat Énigmatique.
Chanel Stylo Yeux Waterproof.
Chanel Stylo Yeux Waterproof.

Fyrirhafnarlausir varalitir

Chanel Le Rouge Crayon De Couleur er varalitur í pennaformi sem veitir léttan lit, raka og næringu og er varla hægt að klúðra ásetningu formúlunnar.

Chanel Le Rouge Crayon De Couleur.
Chanel Le Rouge Crayon De Couleur.

Öðruvísi sumarlitir á nöglunum

Chanel Le Vernis kemur í þremur litum innan línunnar og eru þeir látlausir en þó ekki fyrirsjáanlegir. Hugmyndin er að taka ,,nude-pink” litatóna á meira spennandi stig og gerir Chanel það vel.

 

Chanel Le Vernis.
Chanel Le Vernis.

Fylgstu með á samfélagsmiðlunum:

Instagram: Snyrtipenninn

Facebook: Snyrtipenninn

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál