Sólkysst útlit fram eftir hausti

Þegar við héldum að sumarið væri að líða undir lok kemur Chanel með allt sem við þurfum til að viðhalda sólkysstu útlitinu fram eftir hausti. Éclat Et Transparence De Chanel er förðunarlína sem Lucia Pica hannaði og endurspeglar sýn hennar á þá fegurð sem gegnsæ lög af lit veita andlitinu og sameinast sólkysstri húðinni.

Sólkysst útlit sameinað í eina pallettu

Chanel Palette Essentielle Été er litatríó í kremformi sem nota má á andlit, augu og varir. Stærsti flötur pallettunnar er beige-lituð ljómaformúla sem nota má á allt andlitið og jafnvel augun. Formúlan rennur fyrirhafnarlaust yfir húðina og myndar heilbrigðan, náttúrulegan ljóma sem endurkastar birtunni af andlitinu. Mér finnst eins og formúlan slétti einnig yfirborð húðarinnar svo mér fannst ég ekki endilega þurfa farða áður en ég notaði þessa pallettu. Gyllti litur pallettunnar er tilvalinn á augun til að fá aukinn ljóma og má einnig blanda honum við hina litina. Bjarti rauði liturinn er svo sérlega fallegur á varirnar en formúlan er sömuleiðis rakagefandi. Einnig hentar hann vel sem frísklegur kinnalitur. Af öllum vörum línunnar verð ég að segja að þessi palletta sé í gífurlegu uppáhaldi en hún kemur í takmörkuðu upplagi.

Chanel Palette Essentielle Été.
Chanel Palette Essentielle Été.

Innblástur frá formúlu Gabrielle Chanel frá árinu 1932

Chanel L’Eau Tan er fyrsta sjálfsbrúnkuvara Chanel en formúlan sækir innblástur sinn í svipaða vöru sem Gabrielle Chanel bjó til árið 1932 og nefndist L’Huile Tan. Á þeim árum var sólkysst útlitið nýlega farið á njóta vinsælda og eins og oft áður var það frú Chanel sem setti ný viðmið í tískuheiminum. Chanel L’Eau Tan er frískandi líkamssprey sem inniheldur örlítið magn af DHA til að framkalla smávegis lit á húðinni en það sem gerir spreyið sérstakt er ilmur þess. Olivier Polge hannaði frísklegan ilm einungis fyrir þessa vöru svo í raun mætti segja að þetta sé ilmandi líkamssprey sem veitir þó örlítinn lit aukalega og er þetta tilvalið í sundtöskuna eða eftir sturtu.

Chanel L’Eau Tan.
Chanel L’Eau Tan.

Léttur glamúr yfir augnförðuninni

Chanel Éclat Énigmatique er augnskuggapalletta sem færir okkur endurhugsaða bronslitaða tóna að hætti Luciu Pica. Áferð augnskugganna er eilítið gegnsærri en áður til þess að fá hógværa ásýnd sem býr þó yfir svolitlum glamúr. Þrír nýir litir af Chanel Stylo Yeux Waterproof eru innan förðunarlínunnar og verð ég að segja að þessi formúla er í gífurlegu uppáhaldi hjá mér. Ég á tólf liti og tel ég Chanel búa yfir litadýpt sem ég sé ekki í augnblýöntum hjá öðrum merkjum en sitt sýnist hverjum auðvitað.

Chanel Éclat Énigmatique.
Chanel Éclat Énigmatique.
Chanel Stylo Yeux Waterproof.
Chanel Stylo Yeux Waterproof.

Fyrirhafnarlausir varalitir

Chanel Le Rouge Crayon De Couleur er varalitur í pennaformi sem veitir léttan lit, raka og næringu og er varla hægt að klúðra ásetningu formúlunnar.

Chanel Le Rouge Crayon De Couleur.
Chanel Le Rouge Crayon De Couleur.

Öðruvísi sumarlitir á nöglunum

Chanel Le Vernis kemur í þremur litum innan línunnar og eru þeir látlausir en þó ekki fyrirsjáanlegir. Hugmyndin er að taka ,,nude-pink” litatóna á meira spennandi stig og gerir Chanel það vel.

 

Chanel Le Vernis.
Chanel Le Vernis.

Fylgstu með á samfélagsmiðlunum:

Instagram: Snyrtipenninn

Facebook: Snyrtipenninn

 

mbl.is

Makinn vill ekki að ég hitti vinkonur mínar

09:00 „Hann virðist stöðugt óttast að eitthvað gerist og tilhugsunin um að „sleppa“ mér einni virðist vera meira en hann ræður við. Það er orðið mjög erfitt fyrir mig að afsaka mig frá því að hitta vinkonur mínar og þegar til dæmis er talað um að fara til útlanda saman þá fæ ég bara kvíðahnút í magann af því ég veit að það er í rauninni ekki möguleiki fyrir mig, það kostar of mikið álag.“ Meira »

Fór til Noregs eftir hrun en kennir nú jóga

05:30 Bríet Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur sérhæfir sig í námskeiðum í jóga og svefni hjá Heilsu og Spa. Reynsla hennar spannar allt frá gjörgæsludeild spítalanna yfir í lýðheilsuverkefni í samstarfi við norska hamingjusérfræðinga. Meira »

Pör sem hættu saman en eru enn bestu vinir

Í gær, 23:59 Nokkrum fyrrverandi pörum í Hollywood hefur tekist það ómögulega, að halda vinskapnum þrátt fyrir að ástarsambandið sé búið. Meira »

Þetta drepur alla stemmingu í rúminu

Í gær, 21:00 Það þarf ekki meira til en símhringingu frá mömmu þinni seint um kvöld svo að allir fari strax aftur í náttbuxurnar.   Meira »

„Það eru allir að reyna að vera fullkomnir“

Í gær, 18:00 Leikkonan Kristen Bell kemur fram í hjartnæmu viðtali og sýnir að stjörnurnar i Hollywood eru ekki ólíkar okkur hinum. Það eru allir með vandamál. Það er hluti þess að vera mannlegur. Meira »

Auglýsingageirinn skemmti sér

Í gær, 15:00 Pipar\TBWA fagnaði vel heppnaðri Krossmiðlun með teiti í lok dags í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Guðrúnatún. Þar var margt góðra gesta og góð stemmning. Meira »

Allt sem þú vissir ekki um píkuna

Í gær, 12:00 Það þýðir ekkert að örva kynfærin ef heilinn er látinn eiga sig. Þetta er meðal þess sem fjallað er um í píkubókinni Gleðin að neðan - píkan, legið og allt hitt. Meira »

Það stoppar enginn Heiðdísi Rós

í gær Heiðdís Rós Reynisdóttir fann sjálfa sig í L.A. eftir að hafa átt erfitt uppdráttar í skóla á Íslandi. Heiðdís hefur sýnt það í verki að það stoppar hana ekkert. Meira »

„Flott taska er nauðsynleg og sólgleraugu“

í gær „Að hafa góða heilsu til þess að geta notið lífsins alla daga með fjölskyldunni minni sem er frábær og góðum vinum. Ég er svo heppin að rækta líkama og sál og hafa gaman að. Ég hef frábæra aðstöðu til þess í World Class-stöðvunum.“ Meira »

Fegurðardrottningin lét sig ekki vanta

í fyrradag Anna Lára Orlowska fyrrverandi Ungfrú Íslands lét sig ekki vanta þegar ný lína frá Dr. Organic var kynnt á Kaffi Flóru í Laugardalnum. Um er að ræða nýja línu úr Cocoa Butter og í leiðinni var nýtt andlitskrem kynnt en það er með mikið af collageni í. Meira »

Linda Pé fór í loftbelg með dótturinni

í fyrradag Linda Pétursdóttir mælir með því að framkvæma hluti sem eru á „bucket“ listanum okkar. Eftir heilablóðfall gerir hún miklu meira af því að láta drauma rætast. Meira »

Græjan sem reddar á þér hárinu

í fyrradag Konur sem eyða miklum tíma í hárið á sér á hverjum morgni gleðjast yfir hverju tæki sem sparar tíma og gerir hárið betra. Þær sem eru vanar að slétta eða krulla á sér hárið eiga eftir að kunna að meta Inverse græjuna. Meira »

Endalausir möguleikar með einni pallettu

í fyrradag Nýjasta augnskuggapalletta Urban Decay nefnist Born To Run og fór hún eins og stormsveipur um förðunarheiminn en hún er loksins komin til Íslands. Meira »

Versalir Alberts og Bergþórs falir

í fyrradag Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson eiga örugglega merkilegustu íbúð Íslands. Að utan er húsið látlaust en þegar inn er komið er eins og þú sért kominn til Versala. Þvílíkur íburður og fegurð. Meira »

Hulda og Aðalsteinn í Módern selja höllina

í fyrradag Hulda Hrönn Finsen og Aðalsteinn Finsen, eigendur Módern, hafa sett sitt fallega hús í Garðabæ á sölu.   Meira »

Er konan að brjóta á maka sínum?

21.9. Gift kona segir að hún sé ekki búin að lofa konu kvænta mannsins sem hún er að reyna við neinu og skuldi henni því ekki neitt. Sama segir hún um kvænta manninn sem er að reyna við hana að hann sé ekki búinn að lofa manninum hennar neinu og þess vegna skuldi hann honum ekki neitt. Þau séu bara að brjóta á mökum sínum en ekki mökum hvors annars. Er þetta rétt? Meira »

7 ráð til að koma í veg fyrir hrotur

20.9. Ef þú vilt koma í veg fyrir skilnað eða að þér verði ekki boðið með í sumarbústaðarferð með vinunum er eins gott að reyna allt til þess að koma í veg fyrir hroturnar. Meira »

Tróð sér í kjólinn frá 1999

20.9. Sarah Michelle Geller getur huggað sig við það að passa enn í kjól sem hún klæddist á Emmy-verðlaunahátíðinni fyrir 19 árum. Meira »

Með IKEA-innréttingu á baðinu

20.9. Ert þú með eins innréttingu á baðinu og Julia Roberts? Leikkonan hefur sett yndislegt hús sem hún á í Kaliforníu á leigumarkað en húsið keypti hún í fyrra. Meira »

Mamma Meghan flottari?

20.9. Meghan mætti í nýrri blárri kápu með móður sína við hlið sér þegar útgáfu uppskriftarbókar sem hún gefur út var fagnað.   Meira »

Skvísupartý á Hilton

20.9. Allar flottustu skvísur landsins mættu á Hilton Nordica í gærkvöldi og kynntu sér spennandi förðunar- og snyrtivörur frá vörumerkjum BOX12. Meira »