Vogue hættir að ráða fyrirsætur yngri en 18 ára

Anna Wintour er ristjóri bandaríska Vogue.
Anna Wintour er ristjóri bandaríska Vogue. AFP

Tískutímaritið Vogue hefur gefið út að það ætli að hætta að ráða fyrirsætur sem eru yngri en 18 ára í myndatökur. Ákvörðunin er hluti af nýrri stefnu Vogue að berjast á móti óraunhæfum fegurðarstöðlum. Þetta er útskýrt í færslu á síðu Vogue

Þar segja fyrirsætur sögu sína frá því að þær voru aðeins ólögráða táningar. Ungar stúlkur eru oft ráðnar sem fyrirsætur þegar þær eru aðeins 13-14 ára. Þær eru teknar inn í tískuheiminn án þess að vita hvað þær eru að fara út í og enda oft á því að vinna 20 tíma á sólarhring. 

Fyrirsæturnar eru vinsælastar þegar þær eru ungar og ekki orðnar kynþroska. Þegar þær verða svo kynþroska, fá mjaðmir og brjóst, missa þær vinnuna því þær passa ekki lengur í fötin sem þær eiga að sitja fyrir í eða sýna á tískupöllum. 

David Bonnouvrier, stofnandi DNA Model Management í New York, segir að hér áður fyrr hafi tekið lengri tíma að sérsauma fötin á fyrirsæturnar. Nú sé þróunin hins vegar sú að tískuhús vilji 40-50 fyrirsætur í hverja sýningu. Það taki því allt of langan tíma að tryggja að fötin passi fyrirsætunum. „Núna eru stelpurnar ráðnar til að passa í kjólinn. En veistu hvaða konur passa bara í þessar litlu stærðir? Unglingar. Stelpur sem hafa ekki enn þá tekð út þroska,“ segir Bonnouvrier.

Þótt Vogue hafi ákveðið að breyta um stefnu til að berjast á móti óraunhæfum fegurðarstöðlum viðurkennir það að hafa ýtt undir þessa óraunhæfu staðla lengi. „Ekki meira: Þetta er ekki rétt af okkur, þetta er ekki sanngjarnt fyrir lesendur okkar og þetta er ekki rétt fyrir ungar fyrirsætur, að berjast um að komast á þessar síður. Þótt við getum ekki endurskrifað söguna getum við reynt að gera framtíðina betri,“ stendur í færslu Vogue.

Beyoncé prýðir forsíðu bandaríska Vogue í september.
Beyoncé prýðir forsíðu bandaríska Vogue í september.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál