Settu húðina í fyrsta sæti með húðdropum

Húðin þarf sína næringu og þá koma EGF droparnir frá ...
Húðin þarf sína næringu og þá koma EGF droparnir frá BIOEFFECT til hjálpar.

Á þessum tíma ársins er óvitlaust að fara örlítið að huga að rútínunni og tileinka sér góða siði á ný eftir afslappelsi sumarisns. Eitt af því sem gott er að gera á þessum árstíma er að setja húðina í forgang og næra hana vel. 

Fyrir ríflega átta árum komu EGF-húðdroparnir frá Orf líftækni á markað, þá undir merkinu SIF Cosmetics. Í dag heita droparnir EGF Serum og heitir fyrirtækið BIOEFFECT. Eftir að húðdroparnir skiptu um nafn hefur formúlan verið endurbætt og er nú með enn þá meiri virkni sem þýðir enn meiri árangur. 

Eins og nafnið gefur til kynna er virka efnið svokallað EGF, eða Epidermal Growth Factor. EGF er einn af fjölmörgum vaxtaþáttum sem fyrirfinnast náttúrulega í mannslíkamanum og sá þeirra sem er mikilvægastur fyrir húðina. Vaxtaþáttur þessi var fyrst uppgötvaður af teymi erlendra vísindamanna árið 1986, en fyrir þá uppgötvun hlutu þeir Nóbelsverðlaun.

EGF hvetur húðfrumur til endurnýjunar, til að halda betur í raka og auka framleiðslu kollagens og elastíns. Magn EGF í húðinni er hvað mest við og eftir fæðingu en með aldrinum minnkar það smám saman. Viðgerðarhæfni húðarinnar minnkar, hún þynnist og verður lausari í sér þannig að fínu línurnar sem fóru að láta á sér kræla við fertugsaldurinn verða að djúpum hrukkum. Þéttni húðarinnar minnkar um 1% á hverju ári eftir tvítugt og minnkar enn frekar, eða um allt að 30%, í kringum breytingaskeiðið.

Það er þó ekki þar með sagt að öll von sé úti. Ýmis atriði geta haft áhrif á hversu hratt við eldumst, svo sem lífstíll, mataræði og svo auðvitað húðumhirða. Frábær árangur húðmeðferðar með EGF hefur margsinnis verið vísindalega sannaður. Sýnt hefur verið fram á ótrúlega virkni BIOEFFECT EGF Serum í óháðum rannsóknum þar sem lyfleysa var notuð á móti virka efninu. Samkvæmt þeim niðurstöðum þykknaði húðin um 60% og þéttleiki hennar jókst um 30% við notkun BIOEFFECT EGF Serum. Slíkur árangur þykir algjörlega einstakur í snyrtivöruheiminum.

BIOEFFECT EGF Serum hentar öllum húðgerðum. Það inniheldur aðeins sjö vel valin efni, engin fylliefni, olíur, ilmefni, alkóhól, silíkon eða rotvarnarefni. Bæði vegna þess að BIOEFFECT leggur áherslu á hreinleika vörunnar og svo er EGF dálítil prímadonna sem vill helst dansa ein, mörg algeng innihaldsefni einfaldlega eyðileggja þennan öfluga vaxtaþátt. Þess vegna er einnig mælt með því að nota ekki aðrar húðvörur á eftir EGF Serum, eða í það minnsta bíða í 3-5 mínútur þar til efnið hefur gengið vel inn í húðina. BIOEFFECT EGF Serum örvar endurnýjun húðarinnar auk þess sem það endurnærir hana og kemur jafnvægi á rakastig hennar. Það dregur úr fínum línum og hrukkum en eykur að sama skapi ljóma húðarinnar, þéttir hana og gefur henni unglegra yfirbragð.

Eins og margar muna voru gömlu húðdroparnir í litlum glerflöskum með dropateljara. Þessi hönnun er bæði falleg og hentug til daglegra nota af því að það er talað um að nota einungis 2-4 dropa á kvöldin til að ná sjáanlegum árangri. EGF Serum enn selt í eins flöskum þótt útlit umbúðanna og vörumerkið hafi breyst töluvert.

BIOEFFECT og Orf Líftækni voru stofnuð af þremur íslenskum vísindamönnum. Þeir þróuðu fyrstir allra aðferð til að framleiða endurgerðir af sértækum prótínum í byggplöntun sem mætti nota við læknisfræðilegar rannsóknir. Síðar notuðu þeir svo þessa byltingarkenndu aðferð til að framleiða EGF í byggi fyrir húðvörur. Byggið sem notað er við framleiðsluna er ræktað í hátæknilegri gróðursmiðju í grennd við Grindavík. Gróðursmiðjan er afar vistvæn og oft bindur hún meira kolefni en hún losar.

Hróður BIOEFFECT vörumerkisins hefur borist víða og vörur þess eru nú seldar í 28 löndum um allan heim. Mikið hefur verið fjallað um þetta íslenska vörumerki í erlendum glanstímaritum auk þess sem vörurnar hafa unnið til fjölda verðlauna. Vinsældirnar hafa farið ört vaxandi undanfarin ár og hið sama má segja um vöruúrvalið. Nú eru vörurnar ellefu talsins, en tvær glænýjar og spennandi hreinsivörur bættust í hópinn nýverið. Stefnt er að því fjölga vörunum enn frekar á næstu árum en flaggskip vörumerkisins mun þó ávallt vera húðdroparnir góðu. 

Gott er að hafa í huga að það er aldrei of snemmt að byrja að nota dropana – og aldrei of seint heldur. Þú ert bara 2-4 dropum frá fallegri og heilbrigðri húð.

mbl.is

Þær flottustu í gulu

Í gær, 23:59 Donatella Versace og Emily Ratajkowski voru glæsilegar í gulu þegar Green Carpet-tískuverðlaunin voru veitt á tískuvikunni í Mílanó á sunnudaginn. Meira »

Endurunna innréttingin frá IKEA sigraði

Í gær, 21:00 Sænska móðurskipið IKEA var rétt í þessu að vinna Red Dot-verðlaunin 2018 í flokki vöruhönnunar fyrir KUNGSBACKA-eldhúsframhliðarnar. Meira »

Bubbi Morthens orðinn afi

Í gær, 18:10 Rokkstjarna Íslands, Bubbi Morthens, varð afi 21. september þegar dóttir hans, Gréta Morthens og kærasti hennar, Viktor Jón Helgason, eignuðust dóttur. Meira »

Gengur illa að búa til fræg vörumerki

Í gær, 16:00 Viggó Jónsson er annar stofnenda og eigenda Jónsson & Le'macks. Hann hefur unnið mikið fyrir orkufyrirtækin í gegnum árin.   Meira »

Innlit í baðherbergi ofurfyrirsætu

Í gær, 13:02 Baðherbergið er í sama rými og svefnherbergið á heimili fyrirsætunnar Miröndu Kerr og eiginmanns hennar, Evan Spiegel, stofnanda Snapchat. Meira »

Þrjár kynslóðir í Dolce & Gabbana

Í gær, 09:10 Dolce & Gabbana sýndi nýja fatalínu á tískusýningunni í Mílanó á dögunum. Ítalska leikkonan Isabella Rossellini kom fram á sýningunni ásamt dóttur sinni og barnabarni. Meira »

Jólin koma snemma í ár

Í gær, 06:00 Mestu jólabörn landsins ættu ekki að þurfa að hafa miklar áhyggjur þar sem senn er hægt að hefja niðurtalningu að jólum. Ef þú ert alvörusælkeri jafnast fátt á við að telja niður að jólum með jóladagatali Lakrids by Johan Bülow. Í ár kemur dagatalið í hefðbundinni stærð ásamt fjölskyldustærð. Meira »

7 góðar stellingar fyrir einn stuttan

í fyrradag Það er alltaf tími fyrir kynlíf hvort sem þú ert að drífa þig í vinnuna eða hreinlega í vinnunni, enda þarf kynlíf ekki að taka langan tíma. Þá er gott að muna eftir vel völdum kynlífsstellingum. Meira »

Getur fitusog fjarlægt ístruna á Jóni?

í fyrradag „Ég er miðaldra karl með ístru og náraspik sem mig langar að losna við. Ég er hvergi annarsstaðar með fitu á líkamanum. Þannig að mig langar að fara í fitusog, svo spurningin er hvað myndi það kosta?“ Meira »

Hvenær er best að taka bætiefnin inn?

í fyrradag „Þumalputtareglan er að taka bætiefnin með eða strax eftir mat, þar sem sum bætiefni geta valdið brjóstsviða ef þau eru tekin á fastandi maga. Ef morgunverðurinn er ekki staðgóður er ekki ráðlegt að taka mikið af bætiefnum með honum. Þá er betra að taka þau með hádegis- eða kvöldmat.“ Meira »

Baddi í Jeff Who? á lausu en til í kærustu

í fyrradag Bjarni Lárus Hall söngvari Jeff Who? er á lausu en væri alveg til í að eignast kærustu bráðum. Þessu greindi hann frá í sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina. Meira »

„Alli ríki“ hélt tryllt Gatsby-afmæli í Iðnó

í fyrradag Glamúr-teiti helgarinnar var án efa haldið í Iðnó á laugardagskvöldið þegar Aðalsteinn Jóhannsson fagnaði því að hann væri orðinn fertugur. Aðalsteinn er kallaður „Alli ríki“ vegna velmegunar sinnar. Meira »

Guðdómlegt nútímaheimili í 203

í fyrradag Ef þig langar í hús á einni hæð sem er súpervel skipulagt með fallegum innréttingum þá er þetta kannski hús fyrir þig. Það er 180 fm og byggt 2013. Meira »

Föt sem ætti að banna í ræktinni

í fyrradag Er réttur brjóstahaldari og skór ofan í íþróttatöskunni þinni? Æfingin verður betri ef þú klæðir þig rétt í ræktinni.   Meira »

Missti báða foreldra og langar í barn

23.9. „Mínir stærstu draumar voru alltaf að eiga stóra fjölskyldu. Ég ætlaði að eignast fimm börn og þar með vera umkringd ást og umhyggju. Í dag stend ég hins vegar frammi fyrir því að treysta mér ekki í að eignast fleiri börn því ég á ekkert tengslanet á bak við mig.“ Meira »

María Jóna selur raðhúsið í Garðabæ

23.9. María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, hefur sett sitt huggulega raðhús á sölu.   Meira »

Fegrunarráð Gemmu Chan

23.9. Leikkonan Gemma Chan hefur fengið orð á sig fyrir að vera nútíma Audrey Hepburn. Hún er klassísk og alltaf vel til höfð. Hvernig fer hún að því að fá húðina til að ljóma á þennan hátt? Meira »

Mega konur ekki ganga í jakkafötum?

23.9. Þegar Blake Lively klæðist jakkafötum er það fréttaefni en ekki þegar karlarnir við hlið hennar gera það. Leikkonan hvetur konur til þess að gera það sem menn gera án þess að vera strítt fyrir það. Meira »

Makinn vill ekki að ég hitti vinkonur mínar

23.9. „Hann virðist stöðugt óttast að eitthvað gerist og tilhugsunin um að „sleppa“ mér einni virðist vera meira en hann ræður við. Það er orðið mjög erfitt fyrir mig að afsaka mig frá því að hitta vinkonur mínar og þegar til dæmis er talað um að fara til útlanda saman þá fæ ég bara kvíðahnút í magann af því ég veit að það er í rauninni ekki möguleiki fyrir mig, það kostar of mikið álag.“ Meira »

Fór til Noregs eftir hrun en kennir nú jóga

23.9. Bríet Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur sérhæfir sig í námskeiðum í jóga og svefni hjá Heilsu og Spa. Reynsla hennar spannar allt frá gjörgæsludeild spítalanna yfir í lýðheilsuverkefni í samstarfi við norska hamingjusérfræðinga. Meira »

Pör sem hættu saman en eru enn bestu vinir

22.9. Nokkrum fyrrverandi pörum í Hollywood hefur tekist það ómögulega, að halda vinskapnum þrátt fyrir að ástarsambandið sé búið. Meira »