Settu húðina í fyrsta sæti með húðdropum

Húðin þarf sína næringu og þá koma EGF droparnir frá …
Húðin þarf sína næringu og þá koma EGF droparnir frá BIOEFFECT til hjálpar.

Á þessum tíma ársins er óvitlaust að fara örlítið að huga að rútínunni og tileinka sér góða siði á ný eftir afslappelsi sumarisns. Eitt af því sem gott er að gera á þessum árstíma er að setja húðina í forgang og næra hana vel. 

Fyrir ríflega átta árum komu EGF-húðdroparnir frá Orf líftækni á markað, þá undir merkinu SIF Cosmetics. Í dag heita droparnir EGF Serum og heitir fyrirtækið BIOEFFECT. Eftir að húðdroparnir skiptu um nafn hefur formúlan verið endurbætt og er nú með enn þá meiri virkni sem þýðir enn meiri árangur. 

Eins og nafnið gefur til kynna er virka efnið svokallað EGF, eða Epidermal Growth Factor. EGF er einn af fjölmörgum vaxtaþáttum sem fyrirfinnast náttúrulega í mannslíkamanum og sá þeirra sem er mikilvægastur fyrir húðina. Vaxtaþáttur þessi var fyrst uppgötvaður af teymi erlendra vísindamanna árið 1986, en fyrir þá uppgötvun hlutu þeir Nóbelsverðlaun.

EGF hvetur húðfrumur til endurnýjunar, til að halda betur í raka og auka framleiðslu kollagens og elastíns. Magn EGF í húðinni er hvað mest við og eftir fæðingu en með aldrinum minnkar það smám saman. Viðgerðarhæfni húðarinnar minnkar, hún þynnist og verður lausari í sér þannig að fínu línurnar sem fóru að láta á sér kræla við fertugsaldurinn verða að djúpum hrukkum. Þéttni húðarinnar minnkar um 1% á hverju ári eftir tvítugt og minnkar enn frekar, eða um allt að 30%, í kringum breytingaskeiðið.

Það er þó ekki þar með sagt að öll von sé úti. Ýmis atriði geta haft áhrif á hversu hratt við eldumst, svo sem lífstíll, mataræði og svo auðvitað húðumhirða. Frábær árangur húðmeðferðar með EGF hefur margsinnis verið vísindalega sannaður. Sýnt hefur verið fram á ótrúlega virkni BIOEFFECT EGF Serum í óháðum rannsóknum þar sem lyfleysa var notuð á móti virka efninu. Samkvæmt þeim niðurstöðum þykknaði húðin um 60% og þéttleiki hennar jókst um 30% við notkun BIOEFFECT EGF Serum. Slíkur árangur þykir algjörlega einstakur í snyrtivöruheiminum.

BIOEFFECT EGF Serum hentar öllum húðgerðum. Það inniheldur aðeins sjö vel valin efni, engin fylliefni, olíur, ilmefni, alkóhól, silíkon eða rotvarnarefni. Bæði vegna þess að BIOEFFECT leggur áherslu á hreinleika vörunnar og svo er EGF dálítil prímadonna sem vill helst dansa ein, mörg algeng innihaldsefni einfaldlega eyðileggja þennan öfluga vaxtaþátt. Þess vegna er einnig mælt með því að nota ekki aðrar húðvörur á eftir EGF Serum, eða í það minnsta bíða í 3-5 mínútur þar til efnið hefur gengið vel inn í húðina. BIOEFFECT EGF Serum örvar endurnýjun húðarinnar auk þess sem það endurnærir hana og kemur jafnvægi á rakastig hennar. Það dregur úr fínum línum og hrukkum en eykur að sama skapi ljóma húðarinnar, þéttir hana og gefur henni unglegra yfirbragð.

Eins og margar muna voru gömlu húðdroparnir í litlum glerflöskum með dropateljara. Þessi hönnun er bæði falleg og hentug til daglegra nota af því að það er talað um að nota einungis 2-4 dropa á kvöldin til að ná sjáanlegum árangri. EGF Serum enn selt í eins flöskum þótt útlit umbúðanna og vörumerkið hafi breyst töluvert.

BIOEFFECT og Orf Líftækni voru stofnuð af þremur íslenskum vísindamönnum. Þeir þróuðu fyrstir allra aðferð til að framleiða endurgerðir af sértækum prótínum í byggplöntun sem mætti nota við læknisfræðilegar rannsóknir. Síðar notuðu þeir svo þessa byltingarkenndu aðferð til að framleiða EGF í byggi fyrir húðvörur. Byggið sem notað er við framleiðsluna er ræktað í hátæknilegri gróðursmiðju í grennd við Grindavík. Gróðursmiðjan er afar vistvæn og oft bindur hún meira kolefni en hún losar.

Hróður BIOEFFECT vörumerkisins hefur borist víða og vörur þess eru nú seldar í 28 löndum um allan heim. Mikið hefur verið fjallað um þetta íslenska vörumerki í erlendum glanstímaritum auk þess sem vörurnar hafa unnið til fjölda verðlauna. Vinsældirnar hafa farið ört vaxandi undanfarin ár og hið sama má segja um vöruúrvalið. Nú eru vörurnar ellefu talsins, en tvær glænýjar og spennandi hreinsivörur bættust í hópinn nýverið. Stefnt er að því fjölga vörunum enn frekar á næstu árum en flaggskip vörumerkisins mun þó ávallt vera húðdroparnir góðu. 

Gott er að hafa í huga að það er aldrei of snemmt að byrja að nota dropana – og aldrei of seint heldur. Þú ert bara 2-4 dropum frá fallegri og heilbrigðri húð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál