Leiðir til að fá meira „volume“ í hárið

Baldur Rafn Gylfason.
Baldur Rafn Gylfason.

„Stórt og umfangsmikið hár er eitthvað sem ansi margar konur langar í. Það eru til mörg trix, tæki, tól og vörur til að fá meiri fyllingu í þunnt, líflaust, fíngert eða jafnvel hvaða hár sem er,“ segir Baldur Rafn Gylfason, eigandi bPro, í sínum nýjasta pistli: 

Hér eru nokkur af mínum helstu ráðum: 

Það er stundum sagt að „volume“ sé í tísku, en eins og svo margt þá er það inni núna og úti eftir einhvern tíma og svo, þið fattið. Það eru reyndar bara örfá tímabil og eiginlega bara eitt sem mér dettur í hug þar sem „volume“ var engan veginn málið. Það tímabil er hippatíminn eða blómatímabilið, einhvers staðar í kringum 1968 og ég þakka kærlega fyrir að hafa ekki ætlað á toppinn í mínu fagi þá. Á þeim tíma virðist allt hafa verið í lagi og reyndar eins og allir vita var líka ýmislegt í gangi sem sljóvgaði skilningarvitin hjá sumum. Sítt, sítt, sítt, krullur, liðir, upplitað hár, ólitað hár, lítil sjampónotkun og ekki vottur af volume.

Þarna var enginn að spá í vörur og dót eins og Thickening Shampoo, Volume Shampoo, Volume Mousse, Blow out spray, Sea salt spray, lyftidufti fyrir hár, Dry Shampoo, Texturizing Volume spray, Thickening Tonic, Volume Creator, Volume iron, vöfflujárn, túberingabursta, rúllubursta, hártæki með ionic-tækni.

Í dag er nefnilega til alveg endalaust af vörum sem hjálpa til við að ná hinu rétta „volume“. Það er reyndar alveg magnað hversu snögg þróunin hefur verið í vörum á þessu sviði og örugglega margir sem muna þegar það var ekki svo margt hægt að fá, þrátt fyrir að úrvalið sé endalaust í dag.    

  1. Sjampó sem gefur hárinu kraft og gefur „volume“.
  2. Notaðu góðan blástursvökva. Þannig lyftirðu hverju hári upp við rótina.
  3. Góður hárblásari með ionic-tækni og alvöru hringbursti. 
  4. Túbering, lyftiduft, volume-rótarjárn.
  5. Texturizing spray, hárspray.

Eitthvað af þessu gæti hjálpað þér. Ef þú átt ekkert af þessu er kannski ekkert skrýtið að hárið þitt sé flatt. 

Það er alveg gríðarlega mikilvægt í þessu öllu að vera með hárvörur sem passa fyrir þitt hár og því nauðsynlegt að fá ráðgjöf hjá þínum hármeistara. Það er ekki gömul lumma eða saga að það sé gott að eiga 2-3 gerðir af sjampói. Létt dæmi sem er mjög algengt. Þú ert með týpískt íslenskt hár sem er líklega ekki eins þykkt og þú myndir vilja. Það er búið að lita það alveg ljóst eða með strípum í nokkur ár og það fitnar hugsanlega fyrr í rótinni en þú myndir vilja. 

Þarna erum við að tala um:

  1. Sjampó/vörur sem koma jafnvægi á og hreinsa hársvörðinn.
  2. Sjampó/vörur sem byggja upp raka, styrk og glans.
  3. Sjampó/vörur sem þykkja eða gefa „volume“.

Það er hellingur að spá í og margt sem maður þarf að eiga en maður á það líka lengi og byrjar aldrei á öllu í einu. Það er því miður ekki þannig að einn brúsi geri allt „djobbið”, þó að það væri óskandi.

Eins og í öllu þá gildir þetta: Ef grunnurinn er góður eða traustur verður það sem á eftir kemur betra. Það eru til alls konar töfralausnir sem poppa upp reglulega. Sumar af þeim virka jafnvel að einhverju leyti, EN ég er sannfærður um að með réttu prógrammi og réttu efnunum sem þinn hármeistari ráðleggur þér og þú notar eins og sýklalyf (þar sem þú ferð eftir leiðbeiningum læknis) gerast hlutirnir betur til lengri tíma litið. 

Mig langar til að deila með ykkur minni uppskrift að því hvernig ég næ „volume“ í blæstri.

Þvo hárið vel og ekki nota rakasjampóið og næringuna þína, það notar þú hina dagana eða þá sem þú ætlar ekki að vera með allt „volume“-ið. Næring bara rétt í elstu endana og alltaf skola vel eða eins og minn meistari sagði, þangað til þú ferð að heyra brak hljóð í hárinu, en þá má hætta að skola. Strax eftir að þú ert búin að þurrka hárið með handklæðinu skal setja blástursvörurnar í og byrja að blása. Ef þú bíður lengi þá fer hárið að þorna eins og það vill og ræður ferðinni, ekki viljum við það. 

Það er líka nauðsynlegt að fá ráðgjöf varðandi blásturs- og mótunarvörurnar því það þurfa ekki allar hártýpur það sama. Enn frekar viljum við fá að vita með ráðgjöf hvað þarf í rótina, mitt hárið og svo endana. Einmitt, hellingur af alls konar EN, við viljum hafa þetta í lagi. 
Volume Mousse í rótina, Blow Out spray í lengdina og ef hárið er t.d. lengra en fyrir neðan kjálka þá er stundum ágætt að setja örlitla olíu eða krem til að mýkja endana aðeins (ekki nauðsynlegt). 

Þegar efnin eru komin í er gott að snúa sér aðeins á hvolf og djöflast á rótinni, það ruglar í skiptingunum sem hárið vill leita náttúrulega í. Þegar rótin er orðin nokkuð þurr er það gamli góði hringburstinn en auðvitað eru til alls konar ofurburstar sem er gott að vinna með. Þær sem vilja slétt en volume gera nákvæmlega eins en þær geta líka notað slétta bursta, oft kallaðir „paddel" eða blástursburstar fyrir slétt hár. 

Það má alveg nefna snilldarbursta sem eru sérstaklega góðir fyrir hár sem er ekki of sítt ca. axlir og alveg stutt. Þeim er stungið í samband við rafmagn og hitna álíka mikið eins og sléttujárn. Þegar þeir eru notaðir er hárið þurrkað fyrst með blásara og fingrunum og svo er þessi magnaði bursti notaður eftir á. 

Þegar þessi góði grunnur er kominn er það loka „touch-ið“.

Þar er margt hægt að gera og endalaust af tækjum og efnum til. Ein af mínum nauðsynlegu græjum sem allar dömur ættu að eiga og ég giska á að 80% af flugfreyjum eigi er galdrasprotinn minn eða túberingaburstinn. Hann er ekki bara góður við að túbera og fá fyllingu og þéttleika, heldur einnig snilld til að eiga við erfiða sveipi. Lítið vöfflujárn eða volume iron er algjört trix (fáðu að prófa næst þegar þú ferð í klippingu). Það er notað rétt í rótina þar sem þú vilt, og BÚMM, mega lyfting sem rennur ekki úr. 
Eftir allt þetta eru það efnin góðu. Ég gæti ekki greitt hár án mest selda efnis label.m Texturising Volume spray sem er hárspray og þurrsjampó í sömu dollu, notað eins og hárspray. 

Það er líka hægt að nota bara hárspray, smá vax eða olíu/glansspray í endana.
Enn og aftur segi ég, ráðgjöf frá fagmanni er algjörlega málið svo hægt sé að velja það rétta fyrir hvern og einn, því það eru tugir eða hundruð efna í boði. Þær vörur sem ég talaði um eru auðvitað mínar uppáhalds og eru úr línum label.m og Davines. 

Ég vona að þú hafir haft gagn og gaman af þessari lesningu sem ég hefði getað lengt um helming með því að skoða hverja hártýpu fyrir sig. Sem betur fer er það ekki nauðsynlegt því við erum heppin á litla Íslandi að hafa gott fagfólk út um allt.

mbl.is

Stórglæsilegar með ör eftir bólur

08:53 Margir skammast sín fyrir bólur og ör eftir þær en það er auðvitað algjör óþarfi enda kemur fegurðin innan frá.   Meira »

Hvaða náttgalli er bestur fyrir kynlífið?

Í gær, 21:00 Í hverju þú sef­ur eða sef­ur ekki get­ur haft áhrif á kyn­lífið sem þú stund­ar. Þessi náttgalli þarf ekki að kosta mikið.   Meira »

Bjarni vill gera húsaskipti næstu vikur

Í gær, 16:50 Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, sem steig til hliðar á meðan málefni fyrirtækisins eru skoðuð, vill ólmur gera húsaskipti fram til 31. október 2018. Meira »

Á hraðferð í rauðri leðurkápu

Í gær, 15:30 Anna Wintour gefur grænt ljós á síðar leðurkápur en leðurjakkar eru ekki hennar tebolli. Það gustaði af henni á götum Lundúna á tískuvikunni þar í borg. Meira »

Hvaða reglur gilda um inneignarnótur?

Í gær, 12:30 „Þegar ég fór að skoða innleggsnótuna betur sá ég að hún rann út í lok sumars og peningurinn minn þar með glataður. Mega búðir setja svona frest á innleggsnótur? Er þetta ekki í rauninni minn peningur?“ Meira »

Þorbjörg Helga og Hallbjörn selja höllina

í gær Hjónin Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Hallbjörn Karlsson hafa sett sitt fallega hús við Bjarmaland í Fossvogi á sölu.   Meira »

Rakel og Helgi Þorgils giftu sig

í gær Rakel Halldórsdóttir og Helgi Þorgils Friðjónsson gengu í hjónaband í Hallgrímskirkju 25. ágúst.  Meira »

Með IKEA-innréttingu á baðinu

í gær Ert þú með eins innréttingu á baðinu og Julia Roberts? Leikkonan hefur sett yndislegt hús sem hún í Kaliforníu á leigumarkað en húsið keypti hún í fyrra. Meira »

Best klæddu stjörnurnar á Emmy

í fyrradag Hvítt og fjaðrir voru áberandi á Emmy-verðlaunahátíðinni. Spænska leikkonan Penelope Cruz var með þetta tvennt á hreinu í hvítum Chanel-kjól með fjöðrum. Meira »

Skúli aldrei verið flottari fimmtugur

í fyrradag Skúli Mogensen fagnar 50 ára afmæli í dag, 18. september. Smartland lítur hér yfir farinn veg og svo virðist sem Skúli eldist eins og gott rauðvín. Meira »

Fyrstu íslensku snyrtivörurnar í Sephora

í fyrradag Snyrtivörukeðjan Sephora er feykivinsæl um allan heim en nú voru þær fréttir að berast að íslenska húðvörumerkið BIOEFFECT væri nú komið í sölu í versluninni. Meira »

Gísli og Selma mættu með synina

í fyrradag Leikarinn Gísli Örn Garðarsson mætti með son sinn á Ronju ræningjadóttur og Selma Björnsdóttir mætti með son sinn. Selma leikstýrir sýningunni en dætur þeirra beggja fara með hlutverk í leikritinu. Meira »

Hvernig leita ég að sjálfri mér?

18.9. „Það sem gerist þegar við erum uppfull af streitu þá hættum við að sofa vel, við gleymum hlátrinum okkar og leikgleði og við hættum að lokum að vera félagslega tengd. En þetta eru einmitt þeir þættir sem við þurfum að passa upp á ef við ætlum að ná aðlögun að erfiðum eða nýjum aðstæðum nú eða koma okkur út úr kulnun ýmiss konar.“ Meira »

Allt á útopnu í peysupartýi

18.9. Fjölmennt var í Listasafni Reykjavíkur á laugardaginn þegar Peysupartýið var haldið með pompi og prakt. Partýið var liður í Útmeða-átaki Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins þar sem markmiðið er að fá ungt fólk til að tjá sig um erfiða líðan og leita sér hjálpar hjá fagfólki ef á þarf að halda. Meira »

„Ég er hrædd við að stunda kynlíf“

17.9. „Mig langar hræðilega mikið að vera í alvarlegu sambandi, eða einhvers konar sambandi, en ég er hrædd við að stunda kynlíf. Ég hef gert það nokkrum sinnum, en snertingar og leikir stressa mig, sérstaklega með ókunnugum.“ Meira »

Selja draumahúsið við Hafravatn

17.9. Fólkið á bak við Happie Furniture, þau Haf­steinn Helgi Hall­dórs­son og Guðrún Agla Eg­ils­dótt­ir, hafa sett glæsilegt einbýlishús sitt við Hafravatn á sölu. Meira »

Boxar og sippar til að vera í toppformi

17.9. Gigi Hadid vekur athygli víða fyrir að vera í frábæru formi. Womens Health tímaritið fór yfir hvað fyrirsætan gerir til að halda sér í formi. Meira »

Fögnuðu húsnæði og hakkarakeppninni

17.9. Tölvuöryggisfyrirtækið Syndis bauð í innflutningspartí á dögunum í tilefni af því að fyrirtækið flutti í Katrínartún 4. Á sama tíma veitti fyrirtækið verðlaun í IceCFT hakkarakeppninni. Meira »

Páll Rafnar selur íbúðina við Garðastræti

17.9. Páll Rafnar Þorsteinsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, hefur sett sína huggulegu íbúð á sölu. Meira »

Það sem franskar konur gera aldrei

17.9. Franskar konur hafa orð á sér fyrir að gera hlutina rétt þegar kemur að tískunni. Það eru nokkrir hlutir sem þær klikka aldrei á. Meira »

Morgundrátturinn gerir þig betri í vinnunni

17.9. Kynlíf virðist oft vera svarið við öllum vandamálum. Kynlíf á morgnana er frábært ráð ef þú átt erfitt með að vakna. Það gæti líka hjálpað ef þú átt í erfiðleikum í vinnunni. Meira »