Eru þessir maskarar betri en kynlíf?

Lilja Ósk Sigurðardóttir segir að maskararnir hér fyrir neðan séu …
Lilja Ósk Sigurðardóttir segir að maskararnir hér fyrir neðan séu betri en kynlíf. Ljósmynd/ThinkstockPhotos

Þegar fyrirtæki segir mér að vara þeirra sé betri en kynlíf legg ég niður pennann og hlusta með báðum eyrum. En hvaða vara gæti hugsanlega verið betri en kynlíf og við hvað er miðað? Um er að ræða maskarann Better Than Sex frá Too Faced og stóðst hann engan veginn mínar væntingar en er það gott eða slæmt? Pælingin hjá Too Faced er þó skemmtileg svo ég velti því fyrir mér hvaða maskara ég hefði prófað undanfarið sem á góðum degi (eða kannski frekar á slæmum degi?) eru hugsanlega betri en kynlíf og þetta eru þeir fjórir maskarar sem komu upp í huga minn.

Chanel Le Volume Révolution de Chanel

Einkaleyfisvarin maskaragreiða sem er þrívíddarprentuð, sú fyrsta sinnar tegundar á markaðnum. Ofboðslega svöl hugmynd og er þrívíddarprentun klárlega framtíðin í heimi snyrtivara en af hverju er hún þrívíddarprentuð? Jú, því með þeirri tækni tekst Chanel að hanna maskaragreiðu sem er svo nákvæm að hún setur hinn fullkomna skammt af maskaraformúlu á augnhárin og greiðir þau vel. Þessi formúla er talsvert svartari en hin klassíska Le Volume-formúla og aðeins þykkari, augnhárin verða mun ýktari en af frumútgáfunni. Við fyrstu notkun var eins og um tryllitæki væri að ræða en svo tókst mér að ná betri stjórn á maskaranum og útkoman var mögnuð.

Chanel Le Volume Révolution de Chanel, 4.999 kr.
Chanel Le Volume Révolution de Chanel, 4.999 kr.

ILIA Limitless Lash Mascara

Ég veit ekki hversu marga náttúrulega/lífræna maskara sem ég hef prófað sem gera ekkert fyrir augnhárin á mér. Þegar ILIA setti þennan maskara á markað átti ég svos em ekki von á miklu en varð gjörsamlega orðlaus þegar ég notaði hann í fyrsta sinn.  Maskaraformúlan vel svört, helst lengi á, flagnar ekkert og auðvelt að þrífa af. Hún inniheldur lífrænt shea-smjör og keratín sem styrkir og nærir augnhárin. Maskaragreiðan sjálf er ótrúlega góð en hún er tvíþætt svo annar endinn greiðir og hinn þykkir. ILIA fæst í versluninni Nola.

ILIA Limitless Lash Mascara, 3.990 kr.
ILIA Limitless Lash Mascara, 3.990 kr.

Sensai Lash Volumiser 38°C

Ég verð að viðurkenna að ég hafði aldrei áður prófað 38°C-maskarana frá Sensai en nú skil ég hvað allir hafa verið að tala um. Þessi formúla helst svo vel á, án þess að vera vatnsheld, og til að taka maskarann af held ég bómullarskífu með volgu vatni yfir augnhárunum svo formúlan bólgnar upp og rennur fyrirhafnarlaust af. Þessi nýjasti maskari Sensai eykur umfang augnháranna en á sama tíma eru þau vel greidd þökk sé sérstökum þriggja spíra bursta sem grípur jafnvel hin minnstu augnhár.

Sensai Lash Volumiser 38°C, 4.899 kr.
Sensai Lash Volumiser 38°C, 4.899 kr.

By Terry Lash-Expert Twist Brush

Maskarinn sem seldist upp á tveimur dögum, þarf að bæta einhverju við? Þessi ofur-hentugi maskari býr yfir framúrstefnulegri hönnun en hægt er að snúa lokinu á maskaranum og þannig skapast ný maskaragreiða svo þú ert með tvær maskaragreiður í einum maskara. Formúlan er svo auðguð nærandi olíum og keratíni til að styrkja augnhárin og koma í veg fyrir að þau brotni. By Terry fæst í Madison Ilmhúsi.

By Terry Lash-Expert Twist Brush, 4.500 kr.
By Terry Lash-Expert Twist Brush, 4.500 kr.


 

Fylgstu með á samfélagsmiðlunum:

Facebook: Snyrtipenninn

Instagram: @snyrtipenninn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál