Eru þessir maskarar betri en kynlíf?

Lilja Ósk Sigurðardóttir segir að maskararnir hér fyrir neðan séu ...
Lilja Ósk Sigurðardóttir segir að maskararnir hér fyrir neðan séu betri en kynlíf. Ljósmynd/ThinkstockPhotos

Þegar fyrirtæki segir mér að vara þeirra sé betri en kynlíf legg ég niður pennann og hlusta með báðum eyrum. En hvaða vara gæti hugsanlega verið betri en kynlíf og við hvað er miðað? Um er að ræða maskarann Better Than Sex frá Too Faced og stóðst hann engan veginn mínar væntingar en er það gott eða slæmt? Pælingin hjá Too Faced er þó skemmtileg svo ég velti því fyrir mér hvaða maskara ég hefði prófað undanfarið sem á góðum degi (eða kannski frekar á slæmum degi?) eru hugsanlega betri en kynlíf og þetta eru þeir fjórir maskarar sem komu upp í huga minn.

Chanel Le Volume Révolution de Chanel

Einkaleyfisvarin maskaragreiða sem er þrívíddarprentuð, sú fyrsta sinnar tegundar á markaðnum. Ofboðslega svöl hugmynd og er þrívíddarprentun klárlega framtíðin í heimi snyrtivara en af hverju er hún þrívíddarprentuð? Jú, því með þeirri tækni tekst Chanel að hanna maskaragreiðu sem er svo nákvæm að hún setur hinn fullkomna skammt af maskaraformúlu á augnhárin og greiðir þau vel. Þessi formúla er talsvert svartari en hin klassíska Le Volume-formúla og aðeins þykkari, augnhárin verða mun ýktari en af frumútgáfunni. Við fyrstu notkun var eins og um tryllitæki væri að ræða en svo tókst mér að ná betri stjórn á maskaranum og útkoman var mögnuð.

Chanel Le Volume Révolution de Chanel, 4.999 kr.
Chanel Le Volume Révolution de Chanel, 4.999 kr.

ILIA Limitless Lash Mascara

Ég veit ekki hversu marga náttúrulega/lífræna maskara sem ég hef prófað sem gera ekkert fyrir augnhárin á mér. Þegar ILIA setti þennan maskara á markað átti ég svos em ekki von á miklu en varð gjörsamlega orðlaus þegar ég notaði hann í fyrsta sinn.  Maskaraformúlan vel svört, helst lengi á, flagnar ekkert og auðvelt að þrífa af. Hún inniheldur lífrænt shea-smjör og keratín sem styrkir og nærir augnhárin. Maskaragreiðan sjálf er ótrúlega góð en hún er tvíþætt svo annar endinn greiðir og hinn þykkir. ILIA fæst í versluninni Nola.

ILIA Limitless Lash Mascara, 3.990 kr.
ILIA Limitless Lash Mascara, 3.990 kr.

Sensai Lash Volumiser 38°C

Ég verð að viðurkenna að ég hafði aldrei áður prófað 38°C-maskarana frá Sensai en nú skil ég hvað allir hafa verið að tala um. Þessi formúla helst svo vel á, án þess að vera vatnsheld, og til að taka maskarann af held ég bómullarskífu með volgu vatni yfir augnhárunum svo formúlan bólgnar upp og rennur fyrirhafnarlaust af. Þessi nýjasti maskari Sensai eykur umfang augnháranna en á sama tíma eru þau vel greidd þökk sé sérstökum þriggja spíra bursta sem grípur jafnvel hin minnstu augnhár.

Sensai Lash Volumiser 38°C, 4.899 kr.
Sensai Lash Volumiser 38°C, 4.899 kr.

By Terry Lash-Expert Twist Brush

Maskarinn sem seldist upp á tveimur dögum, þarf að bæta einhverju við? Þessi ofur-hentugi maskari býr yfir framúrstefnulegri hönnun en hægt er að snúa lokinu á maskaranum og þannig skapast ný maskaragreiða svo þú ert með tvær maskaragreiður í einum maskara. Formúlan er svo auðguð nærandi olíum og keratíni til að styrkja augnhárin og koma í veg fyrir að þau brotni. By Terry fæst í Madison Ilmhúsi.

By Terry Lash-Expert Twist Brush, 4.500 kr.
By Terry Lash-Expert Twist Brush, 4.500 kr.


 

Fylgstu með á samfélagsmiðlunum:

Facebook: Snyrtipenninn

Instagram: @snyrtipenninn

mbl.is

Vertu stjarnan á þorrablótinu!

12:30 Ef það er eitthvað sem getur hresst fólk við í frekar tíðindalausum janúar þá er það að fara á gott þorrablót. Gleyma því um stund að þú sért að spara eftir vísafyllirí desembermánaðar og sért í aðhaldi eftir jólin. Meira »

Sex barna móðir fer á þorrablót

10:00 Kolbrún Kvaran, betur þekkt sem Kolla Kvaran, er sex barna móðir og söngkona sem býr í Noregi. Hún er varaformaður Íslendingafélagsins í suðurhluta landsins. Þorrablót Íslendinga eru haldin úti um allan heim. Meira »

Stígur fyrstu skrefin eftir 30 ár í neyslu

07:00 Eftir tæpa þrjá áratugi í neyslu fíkniefna með öllu því sem henni fylgir eru það stór skref að stíga aftur inn í samfélagið. Atli Heiðar Gunnlaugsson hafði misst allan lífsneista þegar hann fór í níu mánaða meðferð í Hlaðgerðarkoti. Hann hefur með aðstoð Samhjálpar snúið við blaðinu og hafið nýtt líf með tveggja ára dóttur sinni, Kristbjörgu. Meira »

María Rut og Guðmundur selja slotið

Í gær, 23:06 „Það er lítill hellir í bakgarðinum og okkur dreymdi alltaf um að búa til heitan pott alveg upp við hellinn og lýsa hellinn upp. Í bakgarðinum vaxa líka villtir burknar út um allt í hrauninu. Útsýnið úr eldhúsinu er því ægifagurt og litirnir ótrúlega fallegir.“ Meira »

Þarftu hagfræðing í ástarmálin?

Í gær, 20:00 „Tinder er frábært fyrir fólk sem hefur áhuga á vinum og skyndikynnum. Ég veit að ég er að undirselja Tinder, en ef þú vilt vera vinsæll á Tinder þá viltu fá marga til að líka við þig.“ Meira »

Þorramatur er alls engin óhollusta

Í gær, 17:00 Lukka Pálsdóttir, eigandi Happs, segir að vegna góðgerla í súrsuðum mat sem borinn er fram á þorrablótum sé hann alls ekki óhollur. Meira »

Fyrrverandi kona makans alltaf að trufla

Í gær, 13:30 „Ég er svo döpur. Fyrrverandi kona kærasta míns er alltaf að senda honum skilaboð og trufla okkur. Alltaf bregst hann við og svarar þeim. Við erum kannski uppi í sófa að kyssast þegar síminn hans byrjar að pípa og þá bregst hann alltaf við.“ Meira »

Smekklegt heimili Snædísar arkitekts

í gær Snædís Bjarnadóttir arkitekt hefur sett sitt sjarmerandi heimili á Seltjarnarnesi á sölu. Uppröðun á húsgögnum er einstök!   Meira »

Hálfdán vakti í 42 tíma, hvað gerist?

í gær Hálfdán Steinþórsson vakti í 42 klukkutíma til að athuga hvað myndi gerast í líkamanum. Hann sagði að honum liði svolítið eins og hann væri þunnur og var lengur að velja orð eftir alla vökuna. Meira »

Kúa-mynstur nýjasta tískan?

í fyrradag Samfélagsmiðlastjarnan Kylie Jenner spókaði sig á snekkju í glæsilegum sundbol með kúa-mynstri. Ætli kúa-mynstur verði í tísku í sumar? Meira »

Karl Lagerfeld fjarverandi í fyrsta skipti

í fyrradag Tilkynning kom frá tískuhúsinu eftir sýninguna um að listræni stjórnandinn hafi verið of þreyttur til að koma á sýninguna. Fyrir hans hönd mætti Virginie Viard, yfirmaður listrænnar deildar Chanel. Meira »

Guðrún Bergmann: Besta heilsuráð ársins

í fyrradag „Þótt margir vilji temja sér heilsusamlegan lífsstíl, vita þeir oft ekki hvar á að byrja, né hvaða tískutrendi þeir eiga að fylgja þegar kemur að mataræði. Mörgum finnst erfiðara að ákveða hvað skal borða en að fylla út skattaskýrsluna. Næringarfræðin getur stundum verið flókið mál, en ef þú vilt einfalda hlutina og gera valið sérlega einfalt.“ Meira »

Ljótustu gallabuxurnar í dag?

22.1. Fyrirsætan í umdeildum gallabuxum lítur út fyrir að hafa klætt sig í myrkri enda líta buxurnar út fyrir að vera á röngunni.   Meira »

Hví er símnotkun fyrir svefninn hættuleg?

22.1. Læknirinn Rangan Chatterjee segir að símanotkun fyrir háttinn sé mjög hættuleg því tæki sem gefi frá sér bláa birtu tempri hormónið melatónín. Meira »

Hannes og Halla keyptu hús í Fossvogi

22.1. Hannes Þór Halldórsson landsliðsmaður í fótbolta og Halla Jónsdóttir festu kaup á raðhúsi í Ljósalandi í Reykjavík.   Meira »

Pör sem eru líklegri til að skilja

21.1. Ákveðin vandamál hjálpa ekki þegar reyna fer á sambönd. Betra er að takast á við hlutina strax en að sópa þeim undir teppið. Meira »

Ofurparið selur sex herbergja útsýnisíbúð

21.1. Ofurparið Karitas María Lárusdóttir og Gylfi Einarsson hafa sett sína huggulegu 180 fm íbúð í Kópavogi á sölu.   Meira »

Getur fólk á ketó farið á þorrablót?

21.1. Er þorramatur hollur? Geta þeir sem eru á ketó gúffað í sig mat á þorrablótum? Gunnar Már Sigfússon, einkaþjálfari og höfundur bókarinnar Ketó hormónalausnin, segir að þeir sem eru á ketó geti fundið mat við sitt hæfi. Meira »

Íslensk fyrirsæta átti sviðið hjá Kenzo

21.1. Kristín Lilja Sigurðardóttir gekk tískupallinn fyrir franska tískuhúsið Kenzo ásamt ofurfyrirsætunni Winnie Harlow.   Meira »

Heimili Sölva er eins og leikvöllur

21.1. Sölvi Tryggvason á töluvert öðruvísi heimili en fólk almennt. Hann leggur mikið upp úr því að hann geti hreyft sig á heimilinu. Meira »

Hvað felst í norræna kúrnum?

21.1. Föstur, ketó, Miðjarðarhafsmataræðið, steinaldarmataræðið og hvað það nú heitir, listinn er endalaus. Norræna mataræðið komst í fréttir á síðasta ári og gott að kynna sér hvað felst í því nú þegar allir ætla að verða besta útgáfan af sjálfum sér. Meira »