Eru þessir maskarar betri en kynlíf?

Lilja Ósk Sigurðardóttir segir að maskararnir hér fyrir neðan séu ...
Lilja Ósk Sigurðardóttir segir að maskararnir hér fyrir neðan séu betri en kynlíf. Ljósmynd/ThinkstockPhotos

Þegar fyrirtæki segir mér að vara þeirra sé betri en kynlíf legg ég niður pennann og hlusta með báðum eyrum. En hvaða vara gæti hugsanlega verið betri en kynlíf og við hvað er miðað? Um er að ræða maskarann Better Than Sex frá Too Faced og stóðst hann engan veginn mínar væntingar en er það gott eða slæmt? Pælingin hjá Too Faced er þó skemmtileg svo ég velti því fyrir mér hvaða maskara ég hefði prófað undanfarið sem á góðum degi (eða kannski frekar á slæmum degi?) eru hugsanlega betri en kynlíf og þetta eru þeir fjórir maskarar sem komu upp í huga minn.

Chanel Le Volume Révolution de Chanel

Einkaleyfisvarin maskaragreiða sem er þrívíddarprentuð, sú fyrsta sinnar tegundar á markaðnum. Ofboðslega svöl hugmynd og er þrívíddarprentun klárlega framtíðin í heimi snyrtivara en af hverju er hún þrívíddarprentuð? Jú, því með þeirri tækni tekst Chanel að hanna maskaragreiðu sem er svo nákvæm að hún setur hinn fullkomna skammt af maskaraformúlu á augnhárin og greiðir þau vel. Þessi formúla er talsvert svartari en hin klassíska Le Volume-formúla og aðeins þykkari, augnhárin verða mun ýktari en af frumútgáfunni. Við fyrstu notkun var eins og um tryllitæki væri að ræða en svo tókst mér að ná betri stjórn á maskaranum og útkoman var mögnuð.

Chanel Le Volume Révolution de Chanel, 4.999 kr.
Chanel Le Volume Révolution de Chanel, 4.999 kr.

ILIA Limitless Lash Mascara

Ég veit ekki hversu marga náttúrulega/lífræna maskara sem ég hef prófað sem gera ekkert fyrir augnhárin á mér. Þegar ILIA setti þennan maskara á markað átti ég svos em ekki von á miklu en varð gjörsamlega orðlaus þegar ég notaði hann í fyrsta sinn.  Maskaraformúlan vel svört, helst lengi á, flagnar ekkert og auðvelt að þrífa af. Hún inniheldur lífrænt shea-smjör og keratín sem styrkir og nærir augnhárin. Maskaragreiðan sjálf er ótrúlega góð en hún er tvíþætt svo annar endinn greiðir og hinn þykkir. ILIA fæst í versluninni Nola.

ILIA Limitless Lash Mascara, 3.990 kr.
ILIA Limitless Lash Mascara, 3.990 kr.

Sensai Lash Volumiser 38°C

Ég verð að viðurkenna að ég hafði aldrei áður prófað 38°C-maskarana frá Sensai en nú skil ég hvað allir hafa verið að tala um. Þessi formúla helst svo vel á, án þess að vera vatnsheld, og til að taka maskarann af held ég bómullarskífu með volgu vatni yfir augnhárunum svo formúlan bólgnar upp og rennur fyrirhafnarlaust af. Þessi nýjasti maskari Sensai eykur umfang augnháranna en á sama tíma eru þau vel greidd þökk sé sérstökum þriggja spíra bursta sem grípur jafnvel hin minnstu augnhár.

Sensai Lash Volumiser 38°C, 4.899 kr.
Sensai Lash Volumiser 38°C, 4.899 kr.

By Terry Lash-Expert Twist Brush

Maskarinn sem seldist upp á tveimur dögum, þarf að bæta einhverju við? Þessi ofur-hentugi maskari býr yfir framúrstefnulegri hönnun en hægt er að snúa lokinu á maskaranum og þannig skapast ný maskaragreiða svo þú ert með tvær maskaragreiður í einum maskara. Formúlan er svo auðguð nærandi olíum og keratíni til að styrkja augnhárin og koma í veg fyrir að þau brotni. By Terry fæst í Madison Ilmhúsi.

By Terry Lash-Expert Twist Brush, 4.500 kr.
By Terry Lash-Expert Twist Brush, 4.500 kr.


 

Fylgstu með á samfélagsmiðlunum:

Facebook: Snyrtipenninn

Instagram: @snyrtipenninn

mbl.is

Fegrunarráð Gemmu Chan

15:00 Leikkonan Gemma Chan hefur fengið orð á sig fyrir að vera nútíma Audrey Hepburn. Hún er klassísk og alltaf vel til höfð. Hvernig fer hún að því að fá húðina til að ljóma á þennan hátt? Meira »

Mega konur ekki ganga í jakkafötum?

12:00 Þegar Blake Lively klæðist jakkafötum er það fréttaefni en ekki þegar karlarnir við hlið hennar gera það. Leikkonan hvetja konur til þess að gera það sem menn gera án þess að vera strídd fyrir það. Meira »

Makinn vill ekki að ég hitti vinkonur mínar

09:00 „Hann virðist stöðugt óttast að eitthvað gerist og tilhugsunin um að „sleppa“ mér einni virðist vera meira en hann ræður við. Það er orðið mjög erfitt fyrir mig að afsaka mig frá því að hitta vinkonur mínar og þegar til dæmis er talað um að fara til útlanda saman þá fæ ég bara kvíðahnút í magann af því ég veit að það er í rauninni ekki möguleiki fyrir mig, það kostar of mikið álag.“ Meira »

Fór til Noregs eftir hrun en kennir nú jóga

05:30 Bríet Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur sérhæfir sig í námskeiðum í jóga og svefni hjá Heilsu og Spa. Reynsla hennar spannar allt frá gjörgæsludeild spítalanna yfir í lýðheilsuverkefni í samstarfi við norska hamingjusérfræðinga. Meira »

Pör sem hættu saman en eru enn bestu vinir

Í gær, 23:59 Nokkrum fyrrverandi pörum í Hollywood hefur tekist það ómögulega, að halda vinskapnum þrátt fyrir að ástarsambandið sé búið. Meira »

Þetta drepur alla stemmingu í rúminu

Í gær, 21:00 Það þarf ekki meira til en símhringingu frá mömmu þinni seint um kvöld svo að allir fari strax aftur í náttbuxurnar.   Meira »

„Það eru allir að reyna að vera fullkomnir“

Í gær, 18:00 Leikkonan Kristen Bell kemur fram í hjartnæmu viðtali og sýnir að stjörnurnar i Hollywood eru ekki ólíkar okkur hinum. Það eru allir með vandamál. Það er hluti þess að vera mannlegur. Meira »

Auglýsingageirinn skemmti sér

í gær Pipar\TBWA fagnaði vel heppnaðri Krossmiðlun með teiti í lok dags í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Guðrúnatún. Þar var margt góðra gesta og góð stemmning. Meira »

Allt sem þú vissir ekki um píkuna

í gær Það þýðir ekkert að örva kynfærin ef heilinn er látinn eiga sig. Þetta er meðal þess sem fjallað er um í píkubókinni Gleðin að neðan - píkan, legið og allt hitt. Meira »

Það stoppar enginn Heiðdísi Rós

í gær Heiðdís Rós Reynisdóttir fann sjálfa sig í L.A. eftir að hafa átt erfitt uppdráttar í skóla á Íslandi. Heiðdís hefur sýnt það í verki að það stoppar hana ekkert. Meira »

„Flott taska er nauðsynleg og sólgleraugu“

í gær „Að hafa góða heilsu til þess að geta notið lífsins alla daga með fjölskyldunni minni sem er frábær og góðum vinum. Ég er svo heppin að rækta líkama og sál og hafa gaman að. Ég hef frábæra aðstöðu til þess í World Class-stöðvunum.“ Meira »

Fegurðardrottningin lét sig ekki vanta

í fyrradag Anna Lára Orlowska fyrrverandi Ungfrú Íslands lét sig ekki vanta þegar ný lína frá Dr. Organic var kynnt á Kaffi Flóru í Laugardalnum. Um er að ræða nýja línu úr Cocoa Butter og í leiðinni var nýtt andlitskrem kynnt en það er með mikið af collageni í. Meira »

Linda Pé fór í loftbelg með dótturinni

í fyrradag Linda Pétursdóttir mælir með því að framkvæma hluti sem eru á „bucket“ listanum okkar. Eftir heilablóðfall gerir hún miklu meira af því að láta drauma rætast. Meira »

Græjan sem reddar á þér hárinu

í fyrradag Konur sem eyða miklum tíma í hárið á sér á hverjum morgni gleðjast yfir hverju tæki sem sparar tíma og gerir hárið betra. Þær sem eru vanar að slétta eða krulla á sér hárið eiga eftir að kunna að meta Inverse græjuna. Meira »

Endalausir möguleikar með einni pallettu

21.9. Nýjasta augnskuggapalletta Urban Decay nefnist Born To Run og fór hún eins og stormsveipur um förðunarheiminn en hún er loksins komin til Íslands. Meira »

Versalir Alberts og Bergþórs falir

21.9. Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson eiga örugglega merkilegustu íbúð Íslands. Að utan er húsið látlaust en þegar inn er komið er eins og þú sért kominn til Versala. Þvílíkur íburður og fegurð. Meira »

Hulda og Aðalsteinn í Módern selja höllina

21.9. Hulda Hrönn Finsen og Aðalsteinn Finsen, eigendur Módern, hafa sett sitt fallega hús í Garðabæ á sölu.   Meira »

Er konan að brjóta á maka sínum?

21.9. Gift kona segir að hún sé ekki búin að lofa konu kvænta mannsins sem hún er að reyna við neinu og skuldi henni því ekki neitt. Sama segir hún um kvænta manninn sem er að reyna við hana að hann sé ekki búinn að lofa manninum hennar neinu og þess vegna skuldi hann honum ekki neitt. Þau séu bara að brjóta á mökum sínum en ekki mökum hvors annars. Er þetta rétt? Meira »

7 ráð til að koma í veg fyrir hrotur

20.9. Ef þú vilt koma í veg fyrir skilnað eða að þér verði ekki boðið með í sumarbústaðarferð með vinunum er eins gott að reyna allt til þess að koma í veg fyrir hroturnar. Meira »

Tróð sér í kjólinn frá 1999

20.9. Sarah Michelle Geller getur huggað sig við það að passa enn í kjól sem hún klæddist á Emmy-verðlaunahátíðinni fyrir 19 árum. Meira »

Með IKEA-innréttingu á baðinu

20.9. Ert þú með eins innréttingu á baðinu og Julia Roberts? Leikkonan hefur sett yndislegt hús sem hún á í Kaliforníu á leigumarkað en húsið keypti hún í fyrra. Meira »