Eru þessir maskarar betri en kynlíf?

Lilja Ósk Sigurðardóttir segir að maskararnir hér fyrir neðan séu ...
Lilja Ósk Sigurðardóttir segir að maskararnir hér fyrir neðan séu betri en kynlíf. Ljósmynd/ThinkstockPhotos

Þegar fyrirtæki segir mér að vara þeirra sé betri en kynlíf legg ég niður pennann og hlusta með báðum eyrum. En hvaða vara gæti hugsanlega verið betri en kynlíf og við hvað er miðað? Um er að ræða maskarann Better Than Sex frá Too Faced og stóðst hann engan veginn mínar væntingar en er það gott eða slæmt? Pælingin hjá Too Faced er þó skemmtileg svo ég velti því fyrir mér hvaða maskara ég hefði prófað undanfarið sem á góðum degi (eða kannski frekar á slæmum degi?) eru hugsanlega betri en kynlíf og þetta eru þeir fjórir maskarar sem komu upp í huga minn.

Chanel Le Volume Révolution de Chanel

Einkaleyfisvarin maskaragreiða sem er þrívíddarprentuð, sú fyrsta sinnar tegundar á markaðnum. Ofboðslega svöl hugmynd og er þrívíddarprentun klárlega framtíðin í heimi snyrtivara en af hverju er hún þrívíddarprentuð? Jú, því með þeirri tækni tekst Chanel að hanna maskaragreiðu sem er svo nákvæm að hún setur hinn fullkomna skammt af maskaraformúlu á augnhárin og greiðir þau vel. Þessi formúla er talsvert svartari en hin klassíska Le Volume-formúla og aðeins þykkari, augnhárin verða mun ýktari en af frumútgáfunni. Við fyrstu notkun var eins og um tryllitæki væri að ræða en svo tókst mér að ná betri stjórn á maskaranum og útkoman var mögnuð.

Chanel Le Volume Révolution de Chanel, 4.999 kr.
Chanel Le Volume Révolution de Chanel, 4.999 kr.

ILIA Limitless Lash Mascara

Ég veit ekki hversu marga náttúrulega/lífræna maskara sem ég hef prófað sem gera ekkert fyrir augnhárin á mér. Þegar ILIA setti þennan maskara á markað átti ég svos em ekki von á miklu en varð gjörsamlega orðlaus þegar ég notaði hann í fyrsta sinn.  Maskaraformúlan vel svört, helst lengi á, flagnar ekkert og auðvelt að þrífa af. Hún inniheldur lífrænt shea-smjör og keratín sem styrkir og nærir augnhárin. Maskaragreiðan sjálf er ótrúlega góð en hún er tvíþætt svo annar endinn greiðir og hinn þykkir. ILIA fæst í versluninni Nola.

ILIA Limitless Lash Mascara, 3.990 kr.
ILIA Limitless Lash Mascara, 3.990 kr.

Sensai Lash Volumiser 38°C

Ég verð að viðurkenna að ég hafði aldrei áður prófað 38°C-maskarana frá Sensai en nú skil ég hvað allir hafa verið að tala um. Þessi formúla helst svo vel á, án þess að vera vatnsheld, og til að taka maskarann af held ég bómullarskífu með volgu vatni yfir augnhárunum svo formúlan bólgnar upp og rennur fyrirhafnarlaust af. Þessi nýjasti maskari Sensai eykur umfang augnháranna en á sama tíma eru þau vel greidd þökk sé sérstökum þriggja spíra bursta sem grípur jafnvel hin minnstu augnhár.

Sensai Lash Volumiser 38°C, 4.899 kr.
Sensai Lash Volumiser 38°C, 4.899 kr.

By Terry Lash-Expert Twist Brush

Maskarinn sem seldist upp á tveimur dögum, þarf að bæta einhverju við? Þessi ofur-hentugi maskari býr yfir framúrstefnulegri hönnun en hægt er að snúa lokinu á maskaranum og þannig skapast ný maskaragreiða svo þú ert með tvær maskaragreiður í einum maskara. Formúlan er svo auðguð nærandi olíum og keratíni til að styrkja augnhárin og koma í veg fyrir að þau brotni. By Terry fæst í Madison Ilmhúsi.

By Terry Lash-Expert Twist Brush, 4.500 kr.
By Terry Lash-Expert Twist Brush, 4.500 kr.


 

Fylgstu með á samfélagsmiðlunum:

Facebook: Snyrtipenninn

Instagram: @snyrtipenninn

mbl.is

Hildur Eir og Heimir skilin

16:57 Hildur Eir Bolladóttir prestur í Akureyrarkirkju og eiginmaður hennar, Heimir Haraldsson, eru skilin. Hún greinir frá því á Facebook-síðu sinni. Meira »

Útvaldar máluðu Omaggio-vasa

15:00 Nokkrar útvaldar smekkskonur mættu í Epal í Skeifunni og gerðu sína eigin útgáfu af einum vinsælasta vasa landsins, Omaggio-vasanum frá Kähler. Reyndi á listræna hæfileika kvennanna enda erfiðara að mála rendurnar frægu á vasana en fólk heldur. Meira »

Hátíðalína Chanel fær hjartað til að slá

13:30 Meira er meira að mati Chanel fyrir jólin en hátíðarlína franska tískuhússins í ár nefnist Le Libre Maximalisme de Chanel. Innblástur förðunarlínunnar er sóttur í stjörnumerki Gabrielle Chanel, ljónið, og einkennast litirnir af djúpum gylltum og málmkenndum tónum. Meira »

Fór úr sínu versta formi yfir í sitt besta

10:03 Díana Hrund segir líklegt að hún hefði verið löngu búin að gefast upp á lífstílsbreytingu sinni ef hún hefði mælt árangurinn á vigtinni. Meira »

Fröken Fix hannaði eldhúsið

06:00 Sesselja Thorberg, innanhússhönnuður og eigandi Fröken Fix, hannaði eldhús fyrir fjölskyldu í Reykjavík. Hún segir að eldhúsið sé blanda af nokkrum þáttum. Meira »

10 atriði sem menn ljúga um á stefnumótum

Í gær, 21:00 Það er ekki sniðugt að ljúga um hjúskaparstöðu á stefnumótum en fjölmargir karlar eru sekir um þá lygi. Enn fleiri hafa þó logið til um fjölda rekkjunauta. Meira »

Á ég að stofna fyrirtæki eða ekki?

Í gær, 18:00 „Núna stend ég á krossgötum þar sem ég er að klára háskólanám í desember og hef lengi vel verið með þá flugu í hausnum að stofna fyrirtæki. Núna er flugan farin að fljúga hraðar þar sem við erum núna tveir úr náminu sem erum að hugsa um að stofna fyrirtæki saman, og hugmyndin því komin skrefinu lengra.“ Meira »

Sprautaði barnaolíu í varirnar

í gær Barbie-fyrirsætan Kerry Miles er ekki hætt að fara í fegrunaraðgerðir þrátt fyrir að barnaolíu var sprautað í varir hennar.   Meira »

Ert þú með einkenni vinnustress?

í gær „Fólk gengur um með vinnusíma þar sem tölvupósturinn dettur inn allan daginn. Með tilkomu snjallsímanna getur „netrúntur“ í símanum hreinlega orðið að áráttu eða fíkn. Margir hafa tilhneigingu til að „athuga“ í sífellu hvort eitthvað hafi gerst og áður en þeir vita af er vinnupósturinn orðinn fastur liður í netrúntinum, líka þegar heim er komið.“ Meira »

Komdu í veg fyrir að þykkna um jólin

í gær „Við könnumst flest við að borða aðeins of mikið yfir jólahátíðina. Þetta einfalda ráð sem ég ætla að deila með þér í dag gæti verið lausnin til að fyrirbyggja ofát og sleppa þannig við aukakílóin og slenið sem því fylgir,“ segir Júlía. Meira »

Forsetafrúrnar flottar í tauinu

í gær Brigitte Macron og Melania Trump hittust um síðustu helgi í sínu fínasta pússi. Sú franska var töff að vanda en frú Trump í öllu hefðbundnari klæðnaði. Meira »

Hversu oft á að stunda kynlíf?

í fyrradag Er ég að stunda nógu mikið kynlíf? Þetta er spurning sem fólk veltir fyrir sér hvort sem það er hamingjusamt eða ekki.   Meira »

Simbi framfleytti sér með glæpum

í fyrradag Sigmundur Geir Helgason, Simbi, væri líklega ekki á lífi í dag ef hann hefði ekki komist í meðferð í Hlaðgerðarkoti fyrir tæpu einu og hálfu ári. Hann framfleytti sér með glæpum um árabil. Meira »

Fóru í hjónabandsráðgjöf

í fyrradag Michelle Obama segir að hún og Barack Obama vinni í sambandi sínu og það sé eðlilegt að vilja fara frá maka sínum.   Meira »

Sagan hennar Sunnu Elvíru

13.11. Sunna Elvíra Þorkelsdóttir komst í fréttir í byrjun árs þegar hún féll á milli hæða á heimili sínu á Spáni 19. janúar. Hún lamaðist í slysinu og mun aldrei geta gengið aftur. Meira »

Gjörbreytti borðstofunni fyrir 40.000

13.11. Inga Rut Pétursdóttir fékk alveg nýja borðstofu fyrir 40.000 krónur. Hún málaði í litnum Djúpur sem er litur úr litakorti Sæju hjá Slippfélaginu. Meira »

83 milljóna útsýnisíbúð í Garðabæ

13.11. Við Löngulínu í Garðabæ stendur ákaflega falleg 138 fm íbúð á besta stað við sjóinn. Íbúðin er smekklega innréttuð.   Meira »

Komst yfir sjálfsvígshuganirnar

13.11. Bill Lokey segir frá reynslu sinni þegar hann var við það að taka eigið líf. Hann segir að það sé hægt að komast yfir þá reynslu. Meira »

Vill líta út eins og lifandi kynlífsdúkka

12.11. Transkonan Ivana er búin að fara í 20 fegrunaraðgerðir til þess að líta út eins og lifandi kynlífsdúkka. Ivana sem er 26 ára er sögð hafa eytt um 87 þúsundum punda í aðgerðirnar eða rúmlega 13 milljónum íslenskra króna. Meira »

Einfaldar leiðir til að auka tekjurnar

12.11. „Margir eru í þeim sporum að geta ekki aukið tekjurnar á núverandi vinnustað. Þar geta legið ýmsar ástæður að baki. Ein gæti verið sú að fyrirtækið hefur ekki bolmagn til að greiða hærri laun en þú sættir þig við núverandi launakjör í von um að bráðum komi betri tíð,“ segir Edda. Meira »

Svona æfði Jenner fyrir sýningu Victoria's Secret

12.11. Ofurfyrirsætan Kendall Jenner segist hafa æft vel og passað mataræðið áður en hún steig á svið fyrir Victoria's Secret.   Meira »