Skjólgott eins og í gamla daga

Flauelsjakki frá Mathilda.
Flauelsjakki frá Mathilda.

Ef þú ert eitthvað að velta fyrir þér hausttískunni þá er örlítill leiðarvísir hér. Flauel, ull, rúskinn og leður verða áberandi í vetur.

Þessi jakki fæst í Mathilda í Kringlunni.
Þessi jakki fæst í Mathilda í Kringlunni.

Sumir tengja flauel við glataðasta tímabil lífs síns, sjálf unglingsárin. Ég tengi því 13 ára gamla ég fermdist í sléttflauelsstuttbuxum sem þóttu klassískar. Síðan þá hefur flauelið aðallega ratað inn á heimilið í formi púða og rúmgafla, en nú er nýtt twist í augsýn.

Flauelið er með endurkomu. Og það er ekki nóg með það heldur er kaðlapeysan líka dottin inn og líka jakkar úr riffluðu flaueli. Í haustlínu Polo Sport frá Ralph Lauren birtist þetta í allri sinni dýrð og maður gerir sér aukaferð í Kringluna til að skoða þetta góss í Mathilda. Næsta skref er líklega að kaupa sér rúskinnsjakka með kögri, setja á sig belti með risasylgju með Íslandi og kaupa sér kúrekaskó/stígvél. Þessi sveitastíll er heillandi og hentar ágætlega við haustlægðirnar. En það er líka hægt að fara með þessa tísku of langt. En hver og einn verður að finna sig. Þetta er nefnilega bæði hlýtt og nokkuð skjólgott. Það er töluvert betra að vera í þessu en í sparikjólum úr sundbolaefni og pleðurjakka.

Þetta dress kemur frá Zara.
Þetta dress kemur frá Zara.
Rúskinnskór og stígvél verða áberandi í vetur.
Rúskinnskór og stígvél verða áberandi í vetur.
Peysa með ameríska fánanum er hlý og góð. Takið eftir …
Peysa með ameríska fánanum er hlý og góð. Takið eftir sylgjunni. Þessi föt fást í Mathilda í Kringlunni.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál