Chanel fullkomnar möttu áferðina

Haustlína Chanel í ár nefnist Apotheosis, Le Mat de Chanel, ...
Haustlína Chanel í ár nefnist Apotheosis, Le Mat de Chanel, og einkennist af möttum áferðum.

Gabrielle Chanel sagði eitt sinn að fegurðin kæmi fram um leið og við ákvæðum að vera við sjálf og hvetur Chanel okkur ti að skapa okkar eigið auðkenni með haustlínu þeirra í ár sem nefnist Apotheosis, Le Mat de Chanel. Eins og nafnið gefur til kynna er línan öll mött en með nýjum formúlum skapar Chanel þó rakagefandi mattar áferðir sem næra húðina í stað þess að maska hana. „Nú fer að dimma úti og veturinn að koma, húðlitur okkar lýsist og við fáum tækifæri til að skapa sterkari förðun,“ segir Lucia Pica en Apotheosis, Le Mat de Chanel, einkennist af brúnum og rauðum tónum sem blandast dökkbláum litum.

AUGNFÖRÐUN

Hinir möttu tónar tengdu Pica við konuna sem myndi nota slíka áferð og segir hún: „Ég ímynda mér hana sem sjálfsörugga, fágaða og elegant en jafnframt djarfa. Hún afsakar sig ekki, það er mín uppáhaldsgerð af konu.“

Lengi hefur verið beðið eftir möttum augnskuggapallettum frá Chanel og hér eru þær komnar í allri sinni dýrð og standast allar væntingar. Chanel Les 4 Ombres kemur í tveimur litasamsetningum þar sem önnur einkennist af brúnum tónum og hentar við öll tækifæri en hin einkennist af bláum og gráum tónum.

Chanel Les Ombres 4 í litnum Quiet Revolution (312).
Chanel Les Ombres 4 í litnum Quiet Revolution (312).
Chanel Les Ombres 4 augnskuggapallettan í litnum Clair-Obscur (308) er ...
Chanel Les Ombres 4 augnskuggapallettan í litnum Clair-Obscur (308) er sérlega falleg við vínrauða naglalakkið og varalitinn ásamt brúnum augnlínufarða.

Að mínu mati er það þó Chanel Stylo Ombre Et Contour sem stendur upp úr í augnförðuninni. Þetta er endingargóður augnlínufarði og augnskuggi í kremkenndri formúlu sem ég hef notað nær daglega undanfarið. Formúlan kemur í þremur litum.

Chanel Stylo Ombre Et Contour er í miklu uppáhaldi hjá ...
Chanel Stylo Ombre Et Contour er í miklu uppáhaldi hjá Lilju en um er að ræða augnlínufarða og augnskugga í kremkenndri og langvarandi formúlu.

VARIR

Gleymdu þurrum möttum varalitum því hinn nýi Chanel Le Rouge Crayon de Couleur Mat er fullkomlega mattur varalitur sem er þó rakagefandi og þægilegur á vörunum. Þessir nýju varalitir eru í miklu uppáhaldi hjá mér því hægt er að móta varirnar með þeim og þeir haldast vel á. Í haustlínunni koma einnig fjórir litir af Rouge Allure Ink.

Chanel Le Rouge Crayon de Couleur Mat er hinn fullkomni ...
Chanel Le Rouge Crayon de Couleur Mat er hinn fullkomni matti varalitur fyrir haustið.

NAGLALAKK

Chanel Le Vernis-naglalökkin eru að sjálfsögðu mött og það er gaman að segja frá því að allar umbúðirnar utan um vörurnar eru mattar. Rauði liturinn heldur áfram að vera áberandi og tveir nýir litir eru í boði; annar rauður og hinn vínrauður.

Chanel Le Vernis í litunum Ultime (636) og Profondeur (638).
Chanel Le Vernis í litunum Ultime (636) og Profondeur (638).


 

Fylgstu með á samfélagsmiðlunum:

Instagram: @snyrtipenninn

Facebook: Snyrtipenninn

mbl.is

Gjöf sem nýtist ekki er sóun

Í gær, 23:00 „Sem dæmi um óheppilegar jólagjafir mætti nefna það þegar fyrirtæki gefur 5.000 kr. gjafabréf í verslun þar sem ódýrasta varan kostar 15.000 kr. Það sama má segja um að gefa ferðatösku í jólagjöf til starfsfólks sem fer reglulega til útlanda og á að öllum líkindum slíka tösku.“ Meira »

Krónprinsessurnar í sínu fínasta pússi

Í gær, 19:00 Mette-Marit krónprinsessa Noregs og Mary krónprinsessa Danmerkur tóku fram sína fínustu kjóla þegar þær mættu í afmæli Karls Bretaprins. Meira »

Haldið ykkur: Weekday opnar á Íslandi

Í gær, 14:29 Fataverslunin Weekday mun opna í Smáralind vorið 2019. Verslunin er í eigu Hennes & Mauritz en nú þegar hafa þrjár H&M-búðir verið opnaðar á Íslandi, þar á meðal ein í Smáralind. Meira »

Sölvi Snær og fjölskylda selja á Nesinu

Í gær, 12:38 Sölvi Snær Magnússon listrænn stjórnandi NTC og Kristín Ásta Matthíasdóttir flugfreyja hafa sett sína fallegu hæð á sölu.   Meira »

Getur fólk í yfirvigt farið í fitusog?

Í gær, 10:00 „Ég er með mikil bakmeiðsl og er í yfirvigt. Mig langar að vita hvort hægt sé að fara í fitusog til að minnka magann?“  Meira »

Egill er fluttur eftir 37 ár í gamla húsinu

Í gær, 05:30 Egill Ólafsson flutti nýlega í útsýnisíbúð við sjóinn eftir að hafa búið í sama húsinu í 37 ár. Í dag býr hann á þremur stöðum, í 101, í bát og í Svíþjóð. Meira »

5 mistök sem fólk sem vill léttast gerir

í fyrradag Ef markmiðið er að léttast er best að byrja á mataræðinu enda gerist lítið ef mataræðið er ekki í lagi, jafnvel þótt þú hamist í ræktinni. Meira »

Fáðu tónaða handleggi eins og Anna

í fyrradag Anna Eiríksdóttir er þekkt fyrir sína vel þjálfuðu og tónuðu handleggi. Hér sýnir hún hvernig hún fer að því að láta þá líta svona út. Meira »

Hildur Eir og Heimir skilin

í fyrradag Hildur Eir Bolladóttir prestur í Akureyrarkirkju og eiginmaður hennar, Heimir Haraldsson, eru skilin. Hún greinir frá því á Facebook-síðu sinni. Meira »

Útvaldar máluðu Omaggio-vasa

í fyrradag Nokkrar útvaldar smekkskonur mættu í Epal í Skeifunni og gerðu sína eigin útgáfu af einum vinsælasta vasa landsins, Omaggio-vasanum frá Kähler. Reyndi á listræna hæfileika kvennanna enda erfiðara að mála rendurnar frægu á vasana en fólk heldur. Meira »

Hátíðalína Chanel fær hjartað til að slá

í fyrradag Meira er meira að mati Chanel fyrir jólin en hátíðarlína franska tískuhússins í ár nefnist Le Libre Maximalisme de Chanel. Innblástur förðunarlínunnar er sóttur í stjörnumerki Gabrielle Chanel, ljónið, og einkennast litirnir af djúpum gylltum og málmkenndum tónum. Meira »

Fór úr sínu versta formi yfir í sitt besta

í fyrradag Díana Hrund segir líklegt að hún hefði verið löngu búin að gefast upp á lífsstílsbreytingu sinni ef hún hefði mælt árangurinn á vigtinni. Meira »

Fröken Fix hannaði eldhúsið

í fyrradag Sesselja Thorberg, innanhússhönnuður og eigandi Fröken Fix, hannaði eldhús fyrir fjölskyldu í Reykjavík. Hún segir að eldhúsið sé blanda af nokkrum þáttum. Meira »

10 atriði sem menn ljúga um á stefnumótum

14.11. Það er ekki sniðugt að ljúga um hjúskaparstöðu á stefnumótum en fjölmargir karlar eru sekir um þá lygi. Enn fleiri hafa þó logið til um fjölda rekkjunauta. Meira »

Á ég að stofna fyrirtæki eða ekki?

14.11. „Núna stend ég á krossgötum þar sem ég er að klára háskólanám í desember og hef lengi vel verið með þá flugu í hausnum að stofna fyrirtæki. Núna er flugan farin að fljúga hraðar þar sem við erum núna tveir úr náminu sem erum að hugsa um að stofna fyrirtæki saman, og hugmyndin því komin skrefinu lengra.“ Meira »

Sprautaði barnaolíu í varirnar

14.11. Barbie-fyrirsætan Kerry Miles er ekki hætt að fara í fegrunaraðgerðir þrátt fyrir að barnaolíu var sprautað í varir hennar.   Meira »

Ert þú með einkenni vinnustress?

14.11. „Fólk gengur um með vinnusíma þar sem tölvupósturinn dettur inn allan daginn. Með tilkomu snjallsímanna getur „netrúntur“ í símanum hreinlega orðið að áráttu eða fíkn. Margir hafa tilhneigingu til að „athuga“ í sífellu hvort eitthvað hafi gerst og áður en þeir vita af er vinnupósturinn orðinn fastur liður í netrúntinum, líka þegar heim er komið.“ Meira »

Komdu í veg fyrir að þykkna um jólin

14.11. „Við könnumst flest við að borða aðeins of mikið yfir jólahátíðina. Þetta einfalda ráð sem ég ætla að deila með þér í dag gæti verið lausnin til að fyrirbyggja ofát og sleppa þannig við aukakílóin og slenið sem því fylgir,“ segir Júlía. Meira »

Forsetafrúrnar flottar í tauinu

14.11. Brigitte Macron og Melania Trump hittust um síðustu helgi í sínu fínasta pússi. Sú franska var töff að vanda en frú Trump í öllu hefðbundnari klæðnaði. Meira »

Hversu oft á að stunda kynlíf?

13.11. Er ég að stunda nógu mikið kynlíf? Þetta er spurning sem fólk veltir fyrir sér hvort sem það er hamingjusamt eða ekki.   Meira »

Simbi framfleytti sér með glæpum

13.11. Sigmundur Geir Helgason, Simbi, væri líklega ekki á lífi í dag ef hann hefði ekki komist í meðferð í Hlaðgerðarkoti fyrir tæpu einu og hálfu ári. Hann framfleytti sér með glæpum um árabil. Meira »