Chanel fullkomnar möttu áferðina

Haustlína Chanel í ár nefnist Apotheosis, Le Mat de Chanel, …
Haustlína Chanel í ár nefnist Apotheosis, Le Mat de Chanel, og einkennist af möttum áferðum.

Gabrielle Chanel sagði eitt sinn að fegurðin kæmi fram um leið og við ákvæðum að vera við sjálf og hvetur Chanel okkur ti að skapa okkar eigið auðkenni með haustlínu þeirra í ár sem nefnist Apotheosis, Le Mat de Chanel. Eins og nafnið gefur til kynna er línan öll mött en með nýjum formúlum skapar Chanel þó rakagefandi mattar áferðir sem næra húðina í stað þess að maska hana. „Nú fer að dimma úti og veturinn að koma, húðlitur okkar lýsist og við fáum tækifæri til að skapa sterkari förðun,“ segir Lucia Pica en Apotheosis, Le Mat de Chanel, einkennist af brúnum og rauðum tónum sem blandast dökkbláum litum.

AUGNFÖRÐUN

Hinir möttu tónar tengdu Pica við konuna sem myndi nota slíka áferð og segir hún: „Ég ímynda mér hana sem sjálfsörugga, fágaða og elegant en jafnframt djarfa. Hún afsakar sig ekki, það er mín uppáhaldsgerð af konu.“

Lengi hefur verið beðið eftir möttum augnskuggapallettum frá Chanel og hér eru þær komnar í allri sinni dýrð og standast allar væntingar. Chanel Les 4 Ombres kemur í tveimur litasamsetningum þar sem önnur einkennist af brúnum tónum og hentar við öll tækifæri en hin einkennist af bláum og gráum tónum.

Chanel Les Ombres 4 í litnum Quiet Revolution (312).
Chanel Les Ombres 4 í litnum Quiet Revolution (312).
Chanel Les Ombres 4 augnskuggapallettan í litnum Clair-Obscur (308) er …
Chanel Les Ombres 4 augnskuggapallettan í litnum Clair-Obscur (308) er sérlega falleg við vínrauða naglalakkið og varalitinn ásamt brúnum augnlínufarða.

Að mínu mati er það þó Chanel Stylo Ombre Et Contour sem stendur upp úr í augnförðuninni. Þetta er endingargóður augnlínufarði og augnskuggi í kremkenndri formúlu sem ég hef notað nær daglega undanfarið. Formúlan kemur í þremur litum.

Chanel Stylo Ombre Et Contour er í miklu uppáhaldi hjá …
Chanel Stylo Ombre Et Contour er í miklu uppáhaldi hjá Lilju en um er að ræða augnlínufarða og augnskugga í kremkenndri og langvarandi formúlu.

VARIR

Gleymdu þurrum möttum varalitum því hinn nýi Chanel Le Rouge Crayon de Couleur Mat er fullkomlega mattur varalitur sem er þó rakagefandi og þægilegur á vörunum. Þessir nýju varalitir eru í miklu uppáhaldi hjá mér því hægt er að móta varirnar með þeim og þeir haldast vel á. Í haustlínunni koma einnig fjórir litir af Rouge Allure Ink.

Chanel Le Rouge Crayon de Couleur Mat er hinn fullkomni …
Chanel Le Rouge Crayon de Couleur Mat er hinn fullkomni matti varalitur fyrir haustið.

NAGLALAKK

Chanel Le Vernis-naglalökkin eru að sjálfsögðu mött og það er gaman að segja frá því að allar umbúðirnar utan um vörurnar eru mattar. Rauði liturinn heldur áfram að vera áberandi og tveir nýir litir eru í boði; annar rauður og hinn vínrauður.

Chanel Le Vernis í litunum Ultime (636) og Profondeur (638).
Chanel Le Vernis í litunum Ultime (636) og Profondeur (638).


 

Fylgstu með á samfélagsmiðlunum:

Instagram: @snyrtipenninn

Facebook: Snyrtipenninn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál