Chanel fullkomnar möttu áferðina

Haustlína Chanel í ár nefnist Apotheosis, Le Mat de Chanel, ...
Haustlína Chanel í ár nefnist Apotheosis, Le Mat de Chanel, og einkennist af möttum áferðum.

Gabrielle Chanel sagði eitt sinn að fegurðin kæmi fram um leið og við ákvæðum að vera við sjálf og hvetur Chanel okkur ti að skapa okkar eigið auðkenni með haustlínu þeirra í ár sem nefnist Apotheosis, Le Mat de Chanel. Eins og nafnið gefur til kynna er línan öll mött en með nýjum formúlum skapar Chanel þó rakagefandi mattar áferðir sem næra húðina í stað þess að maska hana. „Nú fer að dimma úti og veturinn að koma, húðlitur okkar lýsist og við fáum tækifæri til að skapa sterkari förðun,“ segir Lucia Pica en Apotheosis, Le Mat de Chanel, einkennist af brúnum og rauðum tónum sem blandast dökkbláum litum.

AUGNFÖRÐUN

Hinir möttu tónar tengdu Pica við konuna sem myndi nota slíka áferð og segir hún: „Ég ímynda mér hana sem sjálfsörugga, fágaða og elegant en jafnframt djarfa. Hún afsakar sig ekki, það er mín uppáhaldsgerð af konu.“

Lengi hefur verið beðið eftir möttum augnskuggapallettum frá Chanel og hér eru þær komnar í allri sinni dýrð og standast allar væntingar. Chanel Les 4 Ombres kemur í tveimur litasamsetningum þar sem önnur einkennist af brúnum tónum og hentar við öll tækifæri en hin einkennist af bláum og gráum tónum.

Chanel Les Ombres 4 í litnum Quiet Revolution (312).
Chanel Les Ombres 4 í litnum Quiet Revolution (312).
Chanel Les Ombres 4 augnskuggapallettan í litnum Clair-Obscur (308) er ...
Chanel Les Ombres 4 augnskuggapallettan í litnum Clair-Obscur (308) er sérlega falleg við vínrauða naglalakkið og varalitinn ásamt brúnum augnlínufarða.

Að mínu mati er það þó Chanel Stylo Ombre Et Contour sem stendur upp úr í augnförðuninni. Þetta er endingargóður augnlínufarði og augnskuggi í kremkenndri formúlu sem ég hef notað nær daglega undanfarið. Formúlan kemur í þremur litum.

Chanel Stylo Ombre Et Contour er í miklu uppáhaldi hjá ...
Chanel Stylo Ombre Et Contour er í miklu uppáhaldi hjá Lilju en um er að ræða augnlínufarða og augnskugga í kremkenndri og langvarandi formúlu.

VARIR

Gleymdu þurrum möttum varalitum því hinn nýi Chanel Le Rouge Crayon de Couleur Mat er fullkomlega mattur varalitur sem er þó rakagefandi og þægilegur á vörunum. Þessir nýju varalitir eru í miklu uppáhaldi hjá mér því hægt er að móta varirnar með þeim og þeir haldast vel á. Í haustlínunni koma einnig fjórir litir af Rouge Allure Ink.

Chanel Le Rouge Crayon de Couleur Mat er hinn fullkomni ...
Chanel Le Rouge Crayon de Couleur Mat er hinn fullkomni matti varalitur fyrir haustið.

NAGLALAKK

Chanel Le Vernis-naglalökkin eru að sjálfsögðu mött og það er gaman að segja frá því að allar umbúðirnar utan um vörurnar eru mattar. Rauði liturinn heldur áfram að vera áberandi og tveir nýir litir eru í boði; annar rauður og hinn vínrauður.

Chanel Le Vernis í litunum Ultime (636) og Profondeur (638).
Chanel Le Vernis í litunum Ultime (636) og Profondeur (638).


 

Fylgstu með á samfélagsmiðlunum:

Instagram: @snyrtipenninn

Facebook: Snyrtipenninn

mbl.is

Katrín Olga geislaði í gulri dragt

11:13 Katrín Olga Jóhannesdóttir formaður Viðskiptaráðs var eins og vorboðinn ljúfi í gulri dragt þegar Viðskiparáð hélt Viðskiptaþing á dögunum. Meira »

Hámarkaðu vinnuna með hvíld frá vinnu

10:15 Er svo mikið að gera í vinnunni að þér líður eins og þú hafi ekki tíma til að taka kaffi eða slaka á í hádegismatnum? Það kann að vera að þessi hugsun borgi sig ekki. Meira »

Svona býr Höskuldur bankastjóri Arion

05:00 Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri Arion banka býr við Skildinganes í Reykjavík. Fasteignamat hússins er 105.650.000 kr.  Meira »

Kynlífið er alltaf eins

Í gær, 22:00 „Við stunduðum gott kynlíf þangað til fyrir nokkrum mánuðum þegar mér fannst við vera gera það sama aftur og aftur.“  Meira »

Þórdís Kolbrún skar sig úr í teinóttu

Í gær, 19:00 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, mætti í teinóttri dragt á Viðskiptaþing sem haldið var á dögunum. Meira »

Frönsk fegurð undir áhrifum New York

Í gær, 17:00 „Það er draumi líkast að við fáum að hanna snyrtivörulínu í samstarfi við svo þekkt lúxusmerki í snyrtiheiminum,” segja Jack McCollough og Lazaro Hernandez en þeir eru stofnendur og aðalhönnuðir bandaríska tískuhússins Proenza Schouler. Meira »

Ekki gera þessi mistök í hjónaberberginu

Í gær, 13:00 Gunna Stella útskýrir hvers vegna okkur líður oftar en ekki betur á hótelum en hér eru nokkrar ástæður.   Meira »

Ragnheiður selur 127 milljóna hús

í gær Ragnheiður Arngrímsdóttir flugmaður og ljósmyndari hefur sett sitt fallega hús í Tjarnarbrekku á sölu.   Meira »

Sjö merki um að hann elski þig

í gær Er hann ekki búinn að segja þér að þú sért sú eina sanna? Það þarf þó ekki að þýða að hann elski þig ekki.   Meira »

Ertu bara „rebound“?

í fyrradag Er elskhugi þinn bara að nota þig til þess að komast yfir fyrrverandi maka? Vill hann halda sambandinu hversdagslegu og talar í sífellu um fyrrverandi maka? Meira »

Íslenska undrabarnið frá Google mætti

í fyrradag Íslenski ofurhuginn Guðmundur Hafsteinsson sem starfar hjá Google mætti í Iðnó á dögunum. Með honum á myndinni er Þórður Magnússon hjá Eyri Invest. Meira »

Dreymir þig um Vipp-eldhúsinnréttingu?

í fyrradag Danska fyrirtækið Vipp er þekkt fyrir ruslafötur sínar, sápuhaldara og klósetthreinsa. Nú er fyrirtækið komið með eldhúsinnréttingalínu sem hægt er að leika sér endalaust með. Meira »

Þetta bjargar málunum við mígreni

í fyrradag „Í stað þess að grípa til verkjalyfja er því hægt að taka reglulega inn Ginkgo Biloba, sem unnið er úr laufum musteristrésins. Ginkgo Biloba eða musteristrén eru meðal elstu trjátegunda í heimi og elsta tré sem vitað er um í Kína er talið vera allt að 2.500 ára gamalt.“ Meira »

Notkun þunglyndislyfja 30% meiri hér

í fyrradag Íslendingar nota 30% meira af þunglyndislyfjum en næsta Norðurlandaþjóð. Þetta kemur fram í þættinum Lifum lengur.  Meira »

Karl Lagerfeld látinn

19.2. Fatahönnuðurinn Karl Lagerfeld er látinn 85 ára gamall. Franskir fjölmiðlar greindu frá því í dag að Þjóðverjinn hefði látist í París. Meira »

8 farðar sem hafa yngjandi áhrif

19.2. Svokallaðir ofurfarðar eru frábærir til að spara tíma og stuðla að fallegri húð en þeir búa yfir virkum innihaldsefnum sem bæta ástand húðarinnar til skemmri og lengri tíma. Hér eru átta farðar sem flokka má sem ofurfarða. Meira »

Svona býr Linda Baldvinsdóttir

19.2. Linda Baldvinsdóttir markþjálfi flutti í Bryggjuhverfið síðasta sumar og hefur komið sér vel fyrir. Hún málaði allt í sínum litum og elskar að hafa það huggulegt. Meira »

Sátt við sjálfa sig án fyllinga

18.2. Courtney Cox átti mjög erfitt með að sætta sig við að eldast og lét eiga við andlit sitt þannig að hún hætti að þekkja sjálfa sig í spegli. Meira »

Daníel Ágúst mætti með hlébarðaklút

18.2. Myndlistakonan Ásdís Spanó opnaði um helgina einkasýninguna Triangular Matrix. Sýningin verður í Grafíksalnum og er opin frá 16. febrúar til 3. mars 2019. Meira »

Svona er æskuheimili Birkis Más

18.2. Landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson var alinn upp í Eskihlíð 14 í 105 Reykjavík. Hann spilaði sinn 88. leik með landsliðinu á dögunum og var valinn íþróttamaður Vals um áramótin. Meira »

Stal Wintour stílnum frá Heiðrúnu Önnu?

18.2. Heiðrún Anna stal senunni í bláum leðurkjól í Söngvakeppninni um helgina. Daginn eftir var frú Anna Wintour mætt í bláa leðurkápu. Meira »