Ætlaði að setjast í helgan stein

Fjóla G. Friðriksdóttir.
Fjóla G. Friðriksdóttir.

Eftir að hafa flutt inn snyrtivörur í 30 ár ætluðu Fjóla G. Friðriksdóttir og eiginmaður hennar, Haraldur Jóhannsson, að setjast í helgan stein. En þá skaut gömul hugmynd upp kollinum og dögunum kynntu þau íslenska baðlínu, Spa of Iceland, sem unnin er úr íslensku salti. 

„Eftir að hafa látið okkur dreyma um þessa línu í fjölda ára ákváðum við að núna væri rétti tíminn til að koma henni á markað. Við vorum búin að vera að vinna með flott snyrtivörumerki í 30 ár og höfðum oft rætt þennan draum en hann hefur þróast og breyst í gegnum árin. Á þessum tímapunkti vorum við komin á þann stað að okkur þótti línan tilbúin til að líta dagsins ljós og við erum mjög spennt að kynna hana fyrir umheiminum,“ segir Fjóla. 

Ljósmynd/Gunnar Svanberg

Þegar Fjóla og Haraldur ráku heildsöluna Forval unnu þau með dönsku framleiðslufyrirtæki sem framleiddi meðal annars sjampó fyrir íslenskan markað. Það kom því ekki neitt annað til greina en að vinna með þessu fyrirtæki þegar þau ákváðu að framleiða íslensku Spa-línuna. 

„Það er okkur mjög mikilvægt að rétt sé að öllu staðið, hvort sem um innihaldið eða útliðið er að ræða. Því er það mikið atriði fyrir okkur að vinna með reyndu fyrirtæki sem er traust og býr yfir mikilli þekkingu. Við erum búin að vinna með dönsku framleiðslufyrirtæki í fjölda ára, en þeir framleiddu fyrir okkur hárvörurnar Safe Formula. Þeir eru með mikla þekkingu á þessu sviði og eru meðal annars með rannsóknarstofu og hönnunarteymi innan fyrirtækisins. Það er búið að vera mjög gott að vinna með þeim en við komum með hugmyndina og þeir hafa þekkinguna til að koma henni í réttan farveg með okkur,“ segir hún. 

Þegar Fjóla er spurð að því hver sé hennar uppáhaldsvara í Spa of Iceland segir hún það nokkuð flókið. 

„Það er mjög erfitt fyrir mig að velja eina vöru, þær eru allar frábærar hver á sinn hátt. Til að nefna eitthvað þá er það nú samt þannig að baðsöltin og kertin eiga smá auka stað í hjarta mínu en þau bera nöfn dætra barna okkar hjóna, Fjóla, María og Sara. Ég elska öll baðsöltin, þau veita svo mikla slökun og vellíðan og maður endurnærist við það að fara í bað með þeim og helst hafa kveikt á kerti á meðan. Hvíti líkamsskrúbburinn er líka smá uppáhald, hann er léttur og freyðandi og húðin verður svo mjúk og endurnærð eftir notkun.“ 

Eftir að hafa selt snyrtivörur frá í 30 ár vildir þú Chanel-gæði á minna verði, hvernig fórstu að því?

„Maður kemst ekki hjá því að læra aðeins á því að vinna í öll þessi ár með svona stórum fyrirtækjum með þessi glæsilegu merki og alla sína reynslu. Við ákváðum frá byrjun að gefa ekkert eftir í gæðum, hvort sem um er að ræða í innihaldi eða útliti. Innihaldið er fyrsta flokks og þar spilar hreina íslenska saltið stórt hlutverk. Við leggjum mikið upp úr því að varan sé framleidd úr náttúrulegum efnum og að engar dýraafurðir séu á nokkurn hátt tengdar framleiðsluferlinu. Í dag eru neytendur sem betur fer farnir að huga meira að þessum hlutum og okkur var mjög mikið í mun að verða við því kalli.  Við erum ekki með mikla yfirbyggingu og því höfum við náð að halda kostnaði niðri og vonumst sannarlega til að geta haldið því áfram.“ 

Er baðhegðun fólks að breytast eitthvað?

„Já, klárlega. Í hraðanum í nútíma þjóðfélagi eru sundlaugaferðir og snöggar sturtur heima og í líkamsræktarstöðvum eitthvað sem flestir þekkja og gera dags daglega. Sem betur fer erum við samt einnig farin að vera meðvitaðri um hversu mikilvæg slökun, núvitund og smá dekur er fyrir okkur og hversu mikið það eykur vellíðan og orkuna okkar. Það að gefa sér smá auka tíma fyrir skrúbb í sturtunni eða að slaka á í baði með baðsalti og kerti gefur margfalt til baka.“

Ljósmynd/Gunnar Svanberg


Hvernig er þín baðrútína?

„Ég nota líkamsskrúbb í sturtunni að lágmarki 2-3 í viku. Það gefur húðinni svo fallegan ljóma en að auki þá finn ég hvað það eykur orkuna mína að gefa mér þessar auka 2 mínútur í smá dekur. Ef ég vill hinsvegar slappa vel af þá er eitt það besta sem ég veit að fara í bað með baðsalti, kveikja á kerti og setja jafnvel á mig andlitsmaska. Punkturinn yfir i-ið er þegar eiginmaðurinn færir mér góðan drykk í fallegu glasi.“

Hvers vegna völduð þið íslenskt salt frekar en eitthvert annað innihaldsefni?

„Við skoðuðum nokkra möguleika en okkur var mikið í mun að hafa gott íslenskt hráefni til að vinna með. Íslenska saltið er svo hreint og unnið á einkar náttúrulegan og umhverfisvænan hátt  þannig að það kom alltaf aftur og aftur til okkar.  Það er ótrúlega gaman að leika sér með saltið því það býður upp á svo marga möguleika.
Við notum saltið ekki bara í baðsöltin og skrúbbana, heldur nýtum við eiginleika þess sem náttúrlegt þykkingarefni líka í handsápuna, sturtusápuna og sjampóið. Saltið er þá ekki bara að þykkja heldur njótum við um leið góðs af öllum næringarríku innihaldsefnum þess en það er mjög ríkt af magnesíum, kalsíum, natríum og kalíum þannig að það er einstaklega gott fyrir húð og hár.“

Ljósmynd/Gunnar Svanberg
Ljósmynd/Gunnar Svanberg
mbl.is

Það stoppar enginn Heiðdísi Rós

09:00 Heiðdís Rós Reynisdóttir fann sjálfa sig í L.A. eftir að hafa átt erfitt uppdráttar í skóla á Íslandi. Heiðdís hefur sýnt það í verki að það stoppar hana ekkert. Meira »

„Flott taska er nauðsynleg og sólgleraugu“

05:30 „Að hafa góða heilsu til þess að geta notið lífsins alla daga með fjölskyldunni minni sem er frábær og góðum vinum. Ég er svo heppin að rækta líkama og sál og hafa gaman að. Ég hef frábæra aðstöðu til þess í World Class-stöðvunum.“ Meira »

Fegurðardrottningin lét sig ekki vanta

Í gær, 22:30 Anna Lára Orlowska fyrrverandi Ungfrú Íslands lét sig ekki vanta þegar ný lína frá Dr. Organic var kynnt á Kaffi Flóru í Laugardalnum. Um er að ræða nýja línu úr Cocoa Butter og í leiðinni var nýtt andlitskrem kynnt en það er með mikið af collageni í. Meira »

Linda Pé fór í loftbelg með dótturinni

Í gær, 20:00 Linda Pétursdóttir mælir með því að framkvæma hluti sem eru á „bucket“ listanum okkar. Eftir heilablóðfall gerir hún miklu meira af því að láta drauma rætast. Meira »

Græjan sem reddar á þér hárinu

Í gær, 17:00 Konur sem eyða miklum tíma í hárið á sér á hverjum morgni gleðjast yfir hverju tæki sem sparar tíma og gerir hárið betra. Þær sem eru vanar að slétta eða krulla á sér hárið eiga eftir að kunna að meta Inverse græjuna. Meira »

Endalausir möguleikar með einni pallettu

Í gær, 16:00 Nýjasta augnskuggapalletta Urban Decay nefnist Born To Run og fór hún eins og stormsveipur um förðunarheiminn en hún er loksins komin til Íslands. Meira »

Versalir Alberts og Bergþórs falir

Í gær, 13:03 Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson eiga örugglega merkilegustu íbúð Íslands. Að utan er húsið látlaust en þegar inn er komið er eins og þú sért kominn til Versala. Þvílíkur íburður og fegurð. Meira »

Hulda og Aðalsteinn í Módern selja höllina

Í gær, 12:00 Hulda Hrönn Finsen og Aðalsteinn Finsen, eigendur Módern, hafa sett sitt fallega hús í Garðabæ á sölu.   Meira »

Er konan að brjóta á maka sínum?

í gær Gift kona segir að hún sé ekki búin að lofa konu kvænta mannsins sem hún er að reyna við neinu og skuldi henni því ekki neitt. Sama segir hún um kvænta manninn sem er að reyna við hana að hann sé ekki búinn að lofa manninum hennar neinu og þess vegna skuldi hann honum ekki neitt. Þau séu bara að brjóta á mökum sínum en ekki mökum hvors annars. Er þetta rétt? Meira »

7 ráð til að koma í veg fyrir hrotur

í fyrradag Ef þú vilt koma í veg fyrir skilnað eða að þér verði ekki boðið með í sumarbústaðarferð með vinunum er eins gott að reyna allt til þess að koma í veg fyrir hroturnar. Meira »

Tróð sér í kjólinn frá 1999

í fyrradag Sarah Michelle Geller getur huggað sig við það að passa enn í kjól sem hún klæddist á Emmy-verðlaunahátíðinni fyrir 19 árum. Meira »

Með IKEA-innréttingu á baðinu

í fyrradag Ert þú með eins innréttingu á baðinu og Julia Roberts? Leikkonan hefur sett yndislegt hús sem hún á í Kaliforníu á leigumarkað en húsið keypti hún í fyrra. Meira »

Mamma Meghan flottari?

í fyrradag Meghan mætti í nýrri blárri kápu með móður sína við hlið sér þegar útgáfu uppskriftarbókar sem hún gefur út var fagnað.   Meira »

Skvísupartý á Hilton

í fyrradag Allar flottustu skvísur landsins mættu á Hilton Nordica í gærkvöldi og kynntu sér spennandi förðunar- og snyrtivörur frá vörumerkjum BOX12. Meira »

Stórglæsilegar með ör eftir bólur

20.9. Margir skammast sín fyrir bólur og ör eftir þær en það er auðvitað algjör óþarfi enda kemur fegurðin innan frá.   Meira »

Ekkert kynlíf í þrjú ár en mjög ástfangin

20.9. Jacob og Charlotte hafa verið saman í fjögur ár en síðustu þrjú ár hafa þau ekki stundað kynlíf og kynlíf er ekki á dagskrá hjá þeim. Meira »

Hvaða náttgalli er bestur fyrir kynlífið?

19.9. Í hverju þú sef­ur eða sef­ur ekki get­ur haft áhrif á kyn­lífið sem þú stund­ar. Þessi náttgalli þarf ekki að kosta mikið.   Meira »

Bjarni vill gera húsaskipti næstu vikur

19.9. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, sem steig til hliðar á meðan málefni fyrirtækisins eru skoðuð, vill ólmur gera húsaskipti fram til 31. október 2018. Meira »

Á hraðferð í rauðri leðurkápu

19.9. Anna Wintour gefur grænt ljós á síðar leðurkápur en leðurjakkar eru ekki hennar tebolli. Það gustaði af henni á götum Lundúna á tískuvikunni þar í borg. Meira »

Hvaða reglur gilda um inneignarnótur?

19.9. „Þegar ég fór að skoða innleggsnótuna betur sá ég að hún rann út í lok sumars og peningurinn minn þar með glataður. Mega búðir setja svona frest á innleggsnótur? Er þetta ekki í rauninni minn peningur?“ Meira »

Þorbjörg Helga og Hallbjörn selja höllina

19.9. Hjónin Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Hallbjörn Karlsson hafa sett sitt fallega hús við Bjarmaland í Fossvogi á sölu.   Meira »