Ætlaði að setjast í helgan stein

Fjóla G. Friðriksdóttir.
Fjóla G. Friðriksdóttir.

Eftir að hafa flutt inn snyrtivörur í 30 ár ætluðu Fjóla G. Friðriksdóttir og eiginmaður hennar, Haraldur Jóhannsson, að setjast í helgan stein. En þá skaut gömul hugmynd upp kollinum og dögunum kynntu þau íslenska baðlínu, Spa of Iceland, sem unnin er úr íslensku salti. 

„Eftir að hafa látið okkur dreyma um þessa línu í fjölda ára ákváðum við að núna væri rétti tíminn til að koma henni á markað. Við vorum búin að vera að vinna með flott snyrtivörumerki í 30 ár og höfðum oft rætt þennan draum en hann hefur þróast og breyst í gegnum árin. Á þessum tímapunkti vorum við komin á þann stað að okkur þótti línan tilbúin til að líta dagsins ljós og við erum mjög spennt að kynna hana fyrir umheiminum,“ segir Fjóla. 

Ljósmynd/Gunnar Svanberg

Þegar Fjóla og Haraldur ráku heildsöluna Forval unnu þau með dönsku framleiðslufyrirtæki sem framleiddi meðal annars sjampó fyrir íslenskan markað. Það kom því ekki neitt annað til greina en að vinna með þessu fyrirtæki þegar þau ákváðu að framleiða íslensku Spa-línuna. 

„Það er okkur mjög mikilvægt að rétt sé að öllu staðið, hvort sem um innihaldið eða útliðið er að ræða. Því er það mikið atriði fyrir okkur að vinna með reyndu fyrirtæki sem er traust og býr yfir mikilli þekkingu. Við erum búin að vinna með dönsku framleiðslufyrirtæki í fjölda ára, en þeir framleiddu fyrir okkur hárvörurnar Safe Formula. Þeir eru með mikla þekkingu á þessu sviði og eru meðal annars með rannsóknarstofu og hönnunarteymi innan fyrirtækisins. Það er búið að vera mjög gott að vinna með þeim en við komum með hugmyndina og þeir hafa þekkinguna til að koma henni í réttan farveg með okkur,“ segir hún. 

Þegar Fjóla er spurð að því hver sé hennar uppáhaldsvara í Spa of Iceland segir hún það nokkuð flókið. 

„Það er mjög erfitt fyrir mig að velja eina vöru, þær eru allar frábærar hver á sinn hátt. Til að nefna eitthvað þá er það nú samt þannig að baðsöltin og kertin eiga smá auka stað í hjarta mínu en þau bera nöfn dætra barna okkar hjóna, Fjóla, María og Sara. Ég elska öll baðsöltin, þau veita svo mikla slökun og vellíðan og maður endurnærist við það að fara í bað með þeim og helst hafa kveikt á kerti á meðan. Hvíti líkamsskrúbburinn er líka smá uppáhald, hann er léttur og freyðandi og húðin verður svo mjúk og endurnærð eftir notkun.“ 

Eftir að hafa selt snyrtivörur frá í 30 ár vildir þú Chanel-gæði á minna verði, hvernig fórstu að því?

„Maður kemst ekki hjá því að læra aðeins á því að vinna í öll þessi ár með svona stórum fyrirtækjum með þessi glæsilegu merki og alla sína reynslu. Við ákváðum frá byrjun að gefa ekkert eftir í gæðum, hvort sem um er að ræða í innihaldi eða útliti. Innihaldið er fyrsta flokks og þar spilar hreina íslenska saltið stórt hlutverk. Við leggjum mikið upp úr því að varan sé framleidd úr náttúrulegum efnum og að engar dýraafurðir séu á nokkurn hátt tengdar framleiðsluferlinu. Í dag eru neytendur sem betur fer farnir að huga meira að þessum hlutum og okkur var mjög mikið í mun að verða við því kalli.  Við erum ekki með mikla yfirbyggingu og því höfum við náð að halda kostnaði niðri og vonumst sannarlega til að geta haldið því áfram.“ 

Er baðhegðun fólks að breytast eitthvað?

„Já, klárlega. Í hraðanum í nútíma þjóðfélagi eru sundlaugaferðir og snöggar sturtur heima og í líkamsræktarstöðvum eitthvað sem flestir þekkja og gera dags daglega. Sem betur fer erum við samt einnig farin að vera meðvitaðri um hversu mikilvæg slökun, núvitund og smá dekur er fyrir okkur og hversu mikið það eykur vellíðan og orkuna okkar. Það að gefa sér smá auka tíma fyrir skrúbb í sturtunni eða að slaka á í baði með baðsalti og kerti gefur margfalt til baka.“

Ljósmynd/Gunnar Svanberg


Hvernig er þín baðrútína?

„Ég nota líkamsskrúbb í sturtunni að lágmarki 2-3 í viku. Það gefur húðinni svo fallegan ljóma en að auki þá finn ég hvað það eykur orkuna mína að gefa mér þessar auka 2 mínútur í smá dekur. Ef ég vill hinsvegar slappa vel af þá er eitt það besta sem ég veit að fara í bað með baðsalti, kveikja á kerti og setja jafnvel á mig andlitsmaska. Punkturinn yfir i-ið er þegar eiginmaðurinn færir mér góðan drykk í fallegu glasi.“

Hvers vegna völduð þið íslenskt salt frekar en eitthvert annað innihaldsefni?

„Við skoðuðum nokkra möguleika en okkur var mikið í mun að hafa gott íslenskt hráefni til að vinna með. Íslenska saltið er svo hreint og unnið á einkar náttúrulegan og umhverfisvænan hátt  þannig að það kom alltaf aftur og aftur til okkar.  Það er ótrúlega gaman að leika sér með saltið því það býður upp á svo marga möguleika.
Við notum saltið ekki bara í baðsöltin og skrúbbana, heldur nýtum við eiginleika þess sem náttúrlegt þykkingarefni líka í handsápuna, sturtusápuna og sjampóið. Saltið er þá ekki bara að þykkja heldur njótum við um leið góðs af öllum næringarríku innihaldsefnum þess en það er mjög ríkt af magnesíum, kalsíum, natríum og kalíum þannig að það er einstaklega gott fyrir húð og hár.“

Ljósmynd/Gunnar Svanberg
Ljósmynd/Gunnar Svanberg
mbl.is

Heimili Sölva er eins og leikvöllur

09:47 Sölvi Tryggvason á töluvert öðruvísi heimili en fólk almennt. Hann leggur mikið upp úr því að hann geti hreyft sig á heimilinu. Meira »

Hvað felst í norræna kúrnum?

05:12 Föstur, ketó, Miðjarðarhafsmataræðið, steinaldarmataræðið og hvað það nú heitir, listinn er endalaus. Norræna mataræðið komst í fréttir á síðasta ári og gott að kynna sér hvað felst í því nú þegar allir ætla að verða besta útgáfan af sjálfum sér. Meira »

Svona æfir frú Bieber

Í gær, 21:00 Hailey Baldwin sýndi hvernig hún æfir en það er víst ekki nóg fyrir fyrirsætur að vera háar og grannar þær þurfa líka að vera með vöðva. Meira »

Hvenær verður fólk fullorðið?

Í gær, 18:00 Fólk verður fullorðið 18 ára samkvæmt lögum en fæstum líður þó þannig, nema ef barn er í spilunum.   Meira »

Þunnar sokkabuxur aftur í móð

Í gær, 16:00 Ef marka má nýjustu herferð tískumerkisins Saint Laurent verða þunnar sokkabuxur í anda áttunda áratugarins vinsælar í sumar. Meira »

Er alltaf allt í drasli hjá þér?

Í gær, 13:00 Ertu búin/n að gefast upp á öllu draslinu og nærðu ekki utan um tiltektina? Ef svo er þá er þetta það sem vantar í líf þitt! Meira »

Mætir klukkan 04:30 í ræktina

í gær Mel B ætlar að vera í góðu formi á tónleikum Kryddpíanna í sumar. Hún vaknar um miðja nótt til þess að mæta æfingu ef það er það sem þarf til. Meira »

Þór lærði tantra hjá jógamunkum

í gær Þór Jóhannesson er einn vinsælasti jógakennarinn um þessar mundir. Hann er að fara af stað með námskeið í World Class á nýju ári þar sem hann kennir fólki að ná jafnvægi á hvolfi. Meira »

Ástæður þess að fólk hendir ekki drasli

í fyrradag Það er fátt vinsælla núna en að endurskipuleggja líf sitt eftir aðferðum Marie Kondo. Það getur þó reynst erfitt að einfalda lífið þegar heimilið er fullt af óþarfa hlutum sem enginn tímir að henda. Meira »

Karlmenn lýsa ótrúlegum fullnægingum

í fyrradag Einn maður fékk svo rosalega fullnægingu að hann var ófær um gang næstu 20 mínúturnar. Var kannski besta fullnægingin þín fyrir 20 árum? Meira »

Toppurinn sem tryllir allt

í fyrradag Gífurlegur aukinn áhugi á stuttum öðruvísi toppklippingum gefur í skyn að toppatískan verði í anda Berglind Festival í ár.   Meira »

Þvoði ekki hárið í mörg ár

í fyrradag „Það var ógeðslegt,“ sagði GOT-stjarnan Sophie Turner um það þegar hún mátti ekki þvo á sér hárið.   Meira »

Fröken Fix endurhannaði Rekstrarvörur

19.1. Fyrirtækið Rekstrarvörur er eins og nýtt eftir að Sesselja Thorberg sem rekur fyrirtækið Fröken Fix endurhannaði húsnæði fyrirtækisins. Mesta áskorunin var að laga hljóðvistina og var það gert með risastórum sérhönnuðum loftljósum. Meira »

Léttist um 37 kg og langar í stærri brjóst

19.1. „Ég er búin að missa um 37 kg að verða á einu ári og er komin í kjörþyngd. Brjóstin á mér eru orðin mjög slöpp og eiginlega eins og tómir pokar. Hvað er best að gera?“ Meira »

Fitnessdrottningin Sigga Ómars flytur

18.1. Fitnessdrottningin Sigríður Ómarsdóttir, eða Sigga Ómars eins og hún er kölluð, hyggst flytja en hún hefur sett íbúð sína í Kópavogi á sölu. Íbúðin er 114 fm. Meira »

Langar í kærasta og upplifir höfnun

18.1. „Ég hitti mann á djamminu, fórum heim saman og kannski vöknuðum saman og svo heyrði ég ekkert í honum. Þá fór ég að vera óörugg og fór að hafa samband sem ég veit að er mjög „desperate“. Hvað geri ég til að eignast kærasta? Meira »

Samtalsmeðferð er ekki skyndilausn

18.1. „Rannsóknir sýna að samtalsmeðferð er sú aðferð sem best hefur nýst fagaðilum til að hjálpa einstaklingum að vinna úr ýmis konar áföllum, hvort heldur sem er í parsamböndum sínum, æsku eða í raun og veru hvar sem er á lífsleið viðkomandi. Samtalsmeðferð er hins vegar ekki skyndilausn og snýst ekki um 1-2 viðtöl.“ Meira »

Benedikt mætti með dæturnar

18.1. Það var líf og fjör þegar einleikur Charlottu Böving, Ég dey, var frumsýndur í Borgarleikhúsinu. Benedikt Erlingsson eiginmaður Charlottu lét sig ekki vanta. Meira »

Fyrrverandi hættur að borga meðlag

18.1. „Sá sem greiðir auka meðlag hættir því án þess að láta neinn vita og án þess að sækja um niðurfellingu. Meðlagsþegi beitir innheimtuaðgerðum þar sem greiðslur berast ekki án árangurs og líða meira en tvö ár á þess að greiðslur berist. Hvað er til ráða?“ Meira »

Stjörnurnar stunda kynlíf í háloftunum

18.1. Stjörnurnar eru duglegar að stunda kynlíf í háloftunum og ekki endilega inni á klósetti eða í einkaflugvélum.   Meira »

Allt önnur 27 kílóum léttari

17.1. Óskarsverðlaunaleikkonan Kathy Bates grenntist með því að beita núvitund við matarborðið. Hún forðast líka skyndibita og óskar þess að hafa tekið sig mun fyrr á. Meira »