Álfrún hætt sem ritstjóri Glamour

Álfrún Pálsdóttir ritstjóri Glamour.
Álfrún Pálsdóttir ritstjóri Glamour. Ljósmynd/Sissa

Álfrún Pálsdóttir, ritstjóri Glamour, var að skila af sér síðasta blaðinu. Það má segja að hún hafi hætt á toppnum, setti karl á forsíðuna og ekki bara einhvern karl heldur Rúrik Gíslason og svo kvaddi hún lesendurna í leiðaranum.

Glamour er í eigu Fréttablaðsins en það lenti þeim megin þegar fjölmiðlafyrirtækið 365 var selt til Vodafone. Það er unnið í samstarfi við Condé Nast, sem er stærsta út­gáfu­fé­lag í heimi og gef­ur út blöð á borð við Vogue, Vanity Fair og GQ

Álfrún hefur verið ritstjóri Glamour í fjögur ár eða síðan það hóf göngu sína á Íslandi. Þar á undan starfaði hún á Fréttablaðinu en hún lærði blaðamennsku í Noregi. 

Í leiðara blaðsins segir Álfrún að síðustu fjögur ár hafi verið góð og lærdómsrík og Glamour hafi verið eins og hennar þriðja barn.

Við vinnslu fréttarinnar var Álfrún spurð að því hvað tæki við en hún vildi ekki gefa það upp.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál