Lýgur ekki um það sem hún borðar

Jennifer Lawrence leikur gamla ballerínu í Red Sparrow.
Jennifer Lawrence leikur gamla ballerínu í Red Sparrow. AFP

Jennifer Lawrence nýtur þess að klæða sig upp og ganga í óþægilegum skóm. Þrátt fyrir að leikkonan virðist oft fullkomin á rauða dreglinum upplýsti hún í viðtali við InStyle að hún hefði áhyggjur af útlitinu eins og svo margt annað fólk. 

Lawrence kann ekki við það þegar fólk ýtir undir óraunhæfar útlitskröfur. Hún talar um það og vill að fleiri séu hreinskilnir. „Ef þú ert níu kílóum of létt og talar um að borða alltaf pitsu og djúpsteiktan kjúkling, það lætur ekki fólki líða vel með sjálft sig. Ef ég er að fara á Óskarinn eða að frumsýna mynd, ég lýg ekki, borða ég líklega öðruvísi en vanalega til þess að passa í þessa kjóla. Og mér líður vel með að segja það,“ segir leikkonan í viðtalinu. 

Ásamt því að viðurkenna óformlega að fara í megrun fyrir rauða dregilinn greindi hún frá því hverju hún hefði áhyggjur af. Þegar hún var yngri og leitaði að sjálfri sér á Google segist hún hafa lært að hún liti betur út á hlið vegna þess að hún er með svo stórar kinnar. Nýlega komst hún að því að hún fengi slæma bauga þegar hún væri að vinna og vaknaði klukkan fjögur á morgnana og ynni í 16 klukkustundir. 

Lawrence notar ekki bara næturkrem á nóttinni heldur líka á daginn þar sem hún er með svo þurra húð auk þess sem hún notar líka sólarvörn. Húðslípun sem hún fer í einu sinni í mánuði gerir ef til vill líka sitt. 

Jennifer Lawrence.
Jennifer Lawrence. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál