Það eru allir flottir í Gucci eða hvað?

Naomi Watanabe í Gucci frá toppi til táar.
Naomi Watanabe í Gucci frá toppi til táar. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Samfélagsstjarnan, grínistinn, söng- og leikkonan Naomi Watanabe mætti í sínu fínasta skarti frá Gucci við opnun verslunarinnar  í Tókýó. 

Það er margt að gerast í tískuheiminum um þessar mundir. Af hverju birtir sem dæmi Gucci mynd af grínistanum sem stundum er kölluð japanska Beyoncé? Af því að hún er með 8 milljónir fylgjenda á Instagram og þykir ein af 25 áhrifamestu stjörnum heimsins á samfélagsmiðlum.

Það er af sem áður var þegar að stóru klassísku tískuhúsin voru einungis fyrir fáa. Nú lifum við á tímum þar sem meira er minna. Bilið á milli fólks er óljósara og auglýsingar koma ekki einvörðungu í gegnum keypt svæði í blöðum. 

Sitt sýnist hverjum um þessa þróun en eitt er víst að Watanabe er brjálæðislega lífleg í Gucci og kann að vera allt í senn fyndin, hæfileikarík og skemmtileg. Japanskar konur eru þekktar fyrir að vera með einfaldan og góðan smekk. Watanabe er andstæðan við þetta allt. Sjón er sögu ríkari.





mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál