Fékk 24 tíma til að hanna stutta brúðarkjólinn

Denise Richards gifti sig á laugardaginn.
Denise Richards gifti sig á laugardaginn. skjáskot/Instagram

Leikkonan og nú raunveruleikastjarnan Denise Richards giftist unnusta sínum, Aaron Phypers, á laugardaginn. Brúðkaupið var aðeins tveimur dögum eftir að tilkynnt var um trúlofunina og því hafði fatahönnuðurinn Mark Zunino lítinn tíma til stefnu þegar kom að hönnun brúðarkjólsins. 

Zunino birti myndir af brúðarkjólnum á Instagram en hann segir að hann hafi bara fengið sólarhring til þess að hanna og sauma kjólinn. Hvort sem stuttur tími sé ástæðan fyrir stuttum kjól skal er ekki vitað en kjóllinn er með styttri brúðarkjólum sem hafa sést. 

Richards sem var áður gift leikaranum Charlie Sheen var hins vegar hæstánægð í kjólnum. Var það líka verkefnið og segir Zunino að hann vinni fyrir viðskiptavininn. „Nema þú hafir borgað fyrir hann eða sért sú sem klæðist honum þarft þú ekki að hafa áhyggjur,“ sagði Zunino sem segir að ekki hafi allir haft sömu skoðun á kjólnum og Richards. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál