Á hraðferð í rauðri leðurkápu

Anna Wintour var flott í rauðri síðri leðurkápu.
Anna Wintour var flott í rauðri síðri leðurkápu. AFP

Önnu Wintour finnst kannski leðurjakkar leiðinlegir en það sama segir hún ekki um síðar leðurkápur. Það gustaði af tískuritstýrunni þegar hún mætti í boð til Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, á tískuvikunni í London í vínrauðri leðurkápu. 

Wintour var með stór svört sólgleraugu eins og hún er þekkt fyrir í síðum blómakjól undir kápunni. Það sem vakti ekki síður athygli en kápan voru stígvélin en hún var í fyrirferðarmiklum stígvélum með snákaskinnsmunstri.

Ef þér finnst eitthvað erfitt að blanda saman munstrum hugsaðu þá til tískudrottningarinnar Önnu Wintour. 

Anna Wintour stillti sér upp fyrir framan Downing-stræti 10.
Anna Wintour stillti sér upp fyrir framan Downing-stræti 10. AFP
Anna Wintour í rauðri leðurkápu og snákaskinnsstígvélum.
Anna Wintour í rauðri leðurkápu og snákaskinnsstígvélum. AFP
mbl.is