Fegurðarráð Gemmu Chan

Leikkonunni Gemma Chan hefur verið líkt við Audrey Hepburn.
Leikkonunni Gemma Chan hefur verið líkt við Audrey Hepburn. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Leikkonan Gemma Chan sem lék nýverið í kvikmyndinni „Crazy Rich Asians“ vekur aðdáun og hrifningu hvar sem hún kemur. Hún hefur fengið orð á sig fyrir að vera nútíma Audrey Hepburn. Hún er klassísk og alltaf vel til höfð. Hún er með einstaka framkomu og útlit sem fær konur til að vilja vita meira. Hvernig fer hún að því að fá húðina til að ljóma á þennan hátt? Hvaða varalit notar þessi kona?

Samkvæmt Allure-tímaritinu notar hún breskar aðferðir til að halda útlitinu fersku og fallegu. Enda er hún fædd og uppalin í Bretlandi sjálf.

Í lokaatriði kvikmyndarinnar „Crazy Rich Asians“ var hún með varalit frá YSL númer 22 sem hún notar enn þá. „Þessi kóralbleiki matti litur fer dökku litarhafti mínu vel.“

Eins mælir hún með góðum maskara fyrir augnhár kvenna sem eru lík hennar eigin. Stutt og fíngerð og standa beint út að eigin sögn. Hún notar augnhárabrettara og maskara frá Maybelline.

Þegar kemur að andlitskremum er hún hrifin af kremunum frá No. 7. Hún notar serum, dag-og næturkrem, til að halda rakanum sem best í húðinni. Eins notar hún Simple-blautþurrkur til að ná í burtu farðanum á kvöldin. 

 

 

mbl.is