Snyrtiveskið fyrir skólann

Þegar ég byrjaði í menntaskóla fannst mér lítið mál að vakna klukkutíma fyrr til þess að farða mig og greiða en eftir því sem árin liðu og ég hóf háskólanám tóku við svefnlausar nætur til að klára verkefni og læra undir próf. Þegar ég vaknaði þreytt á morgnana var mér í raun sama hvort ég væri förðuð eða greidd, kannski að það útskýri hversu fáir buðu mér á stefnumót á háskólaárunum! Nema hvað, ég var með hentugt snyrtiveski í töskunni sem ég greip í stöku sinnum og samanstóð það af vörum sem voru einfaldar í notkun og entust vel því aldrei vissi maður hversu langur skóladagurinn yrði.

Hér eru nokkrar vel valdar snyrtivörur sem eru tilvaldar í snyrtiverkið á námsárunum eða einfaldlega þegar maður hefur takmarkaðan tíma til að taka sig til.

HÚÐIN

Vörur sem gera allt í einu eru bestu vinir fólks með lítinn frítíma. Clarins SOS Primer er léttur olíulaus farðagrunnur sem veitir 24 klukkustunda raka. Formúlan kemur í sex litatónum og hefur hver sitt sérsvið; að auka ljóma, jafna roða eða fríska upp á líflausan húðlit.

Clarins SOS Primer.
Clarins SOS Primer.

Cushion-farðar eru ótrúlega hentugir fyrir fólk á ferðinni því enga stund tekur að bera þá á sig, auðvelt er að geyma þá í veskinu og lítið mál að laga förðunina er líða tekur á daginn. Clarins Everlasting Cushion Foundation SPF 50 er slíkur farði og veitir gífurlegan raka auk þess að vernda húðina með sólarvörn SPF 50. Farðinn endist mjög vel á húðinni með miðlungs þekju.

Clarins Everlasting Cushion Foundation SPF 50.
Clarins Everlasting Cushion Foundation SPF 50.

KINNALITUR

Sensai Blooming Blush er nýjung frá Sensai en kinnaliturinn er í mjög nettum umbúðum sem passa vel í snyrtiveskið. Liturinn sjálfur er mattur en í vinstra horninu er ljómapúður svo þú getur ráðið hver áferðin er.

Sensai Blooming Blush.
Sensai Blooming Blush.

AUGNFÖRÐUN

Það þarf ekki mikið til að skerpa aðeins augnumgjörðina; mótaðar augabrúnir og maskari koma manni langt.  er skemmtileg nýjung en þessi augabrúnablýantur er vatnsheldur og mjög auðveldur í notkun.

Þegar kemur að maskara er mikilvægt að hann haldist vel á og pirri ekki augun. Þar sem ég er með viðkvæm augu á ég oft erfitt með maskara en undanfarna daga hef ég mikið verið að nota Sensai Lash Volumiser 38°C, hann endist mjög vel og ertir ekki augun.

Guerlain The Eyebrow Pencil.
Guerlain The Eyebrow Pencil.

VARIR

Clarins Water Lip Stain er mjög skemmtileg snyrtivara sem sækir innblástur til Japans. Þetta er litaður vökvi sem ljær vörunum fallegan eðlilegan lit. Ekki er um neina þekju að ræða, eingöngu lit sem endist allan daginn.

Clarins Water Lip Stain.
Clarins Water Lip Stain.

HENDUR OG NEGLUR

Endalausar blaðsíðuflettingar og kalt veðurfar gera það að verkum að hendurnar verða gjarnan þurrar. Hvað er betra en að hafa Chanel La Créme Main Texture Riche í töskunni en þetta er þéttari útgáfa af hinum ofursvala handáburði sem Chanel kom með á markað í fyrra. Mjög nærandi formúla í sérhönnuðum umbúðum sem halda formi sínu sama hvað á gengur.

Chanel La Créme Main Texture Riche.
Chanel La Créme Main Texture Riche.

ILMUR

Það er eitthvað við Calvin Klein sem er ferskt, nútímalegt og minnir á þá skemmtilegu tíma sem háskólaárin voru. CK One Platinum Edition er ilmur sem kom á markað í takmörkuðu upplagi en ilmurinn er hannaður með hlýjan og kaldan ferskleika í huga. Blanda af ferskum ávöxtum, kryddi og viðartónum gerir þetta að skemmtilegu ilmvatni sem hannað er fyrir bæði kynin.

CK One Platinum Edition.
CK One Platinum Edition.

Fylgstu með á samfélagsmiðlum:

Instagram: @snyrtipenninn

Facebook: Snyrtipenninn

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál