Flottustu góðgerðarbolirnir?

Bandaríska tískuhúsið Ralph Lauren hefur verið einn stærsti styrktaraðili brjóstakrabbameins í Bandaríkjunum síðan 1994. Með stofnun Pink Pony Fund árið 2000 vakti tískuhúsið heimsathygli. Þessi sjóður styrkir greiningu, rannsóknir, meðhöndlun og fræðslu á krabbameini um allan heim. 

„Við ætlum að gefa 100% ágóða af sölu á bleika LIVE bolnum og 25% ágóða af sölu á restinni úr Pink Pony línunni til Krabbameinsfélagsins. Línan inniheldur meðal annars bleika styrtu og bleikan polo bol. Pink Pony línan er komin í sölu í Herragarðinum Kringlunni og Smáralind, Mathildu Kringlunni, Englabörnum Kringlunni og HANZ Kringlunni,“ segir Davíð Einarsson markaðsstjóri Herragarðsins sem selur bolina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál