Allt um brúðarkjól prinsessunnar

Eugenie prinsessa geislaði í fallegum brúðarkjól sínum frá Peter Pilato …
Eugenie prinsessa geislaði í fallegum brúðarkjól sínum frá Peter Pilato og Christopher de Vos. AFP

Eugenie prinsessa gekk að eiga unnusta sinn, Jack Brooksbank, í dag. Prinsessan var stróglæsileg í fallegum beinhvítum silkikjól frá Peter Pilato og Christopher de Vos. V-hálsmálið og bróderað efnið settu punktinn yfir i-ið. 

Prinsessan var ekki með neitt slör en í stað þess fengu bæði kórónan og langur slóðinn að njóta sín. Amma Eugenie, Elísabet Englandsdrottning, lánaði prinsessunni kórónuna en hún er frá árinu 1919 og ber nafnið Grenville-kórónan.

Á vef bresku konungsfjölskyldunnar kemur einnig fram að Eugenie hafi unnið náið með hönnuðunum að brúðarkjólnum. Prinsessan er sögð hafa beðið sérstaklega um að hafa kjólinn opinn í bakið en prinsessan fór í skurðaðgerð þegar hún var 12 ára til þess að laga hryggskekkju sem hún var með. 

Slóðinn á kjólnum var mjög langur.
Slóðinn á kjólnum var mjög langur. AFP
Eugenie prinsessa gekk inn í kirkjuna með föður sínum, Andrési …
Eugenie prinsessa gekk inn í kirkjuna með föður sínum, Andrési prins. AFP
Jack Brooksbank og Eugenie prinsessa.
Jack Brooksbank og Eugenie prinsessa. AFP
Jack Brooksbank og Eugenie prinsessa.
Jack Brooksbank og Eugenie prinsessa. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál