Íslensk og á eftir að ná langt

Sif Saga.
Sif Saga.

Íslenska fyrirsætan Sif Saga er flott í nýjum myndaþætti fyrir snyrtivörufyrirtækið Winky Lux. Á myndunum sést greinilega hvernig hægt er að framkalla hinn fullkomna seventís-glamúr sem er svo eftirsóttur akkúrat núna. 

Þessi íslenska fyrirsæta er kannski ekki þekkt á Íslandi en hún er að gera fáránlega góða hluti úti í heimi. Hún ólst að mestu leyti upp í Boston í Bandaríkjunum en býr nú í borg englanna, Los Angeles, og er með sömu umboðsskrifstofu og heitustu fyrirsætur heims eða The Lions LA. Kate Upton, Irinu Shayk og Agyness Deyn eru á skrá þar eins og Sif Saga.

En hvaða snyrtivörumerki er þetta Winky Lux? Það fæst ekki hérlendis en það er afar vinsælt hjá erlendum förðunarbloggurum en innihald varanna er án aukefna og svo eru þær ekki prófaðar á dýrum. Og eins og myndirnar sýna er hægt að leika sér með litina eins og enginn sé morgundagurinn. 

View this post on Instagram

@maximmag 2

A post shared by Sif Saga (@itsmesif) on Oct 5, 2018 at 8:57am PDT

 Í myndbandinu hér fyrir neðan getur þú lært að farða þig eins og seventís-glamúrgella! 



Þetta útlit er stórkostlegt!
Þetta útlit er stórkostlegt!
Sif Saga prýðir forsíðu nýjasta Harper's Bazaar í Tyrklandi.
Sif Saga prýðir forsíðu nýjasta Harper's Bazaar í Tyrklandi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál