Best að sleppa sígarettunum

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica segir að fólk leiti yfirleitt til hennar í kringum fertugt til þess að fara í fyllingarefni eða bótox. Andlitslyfting er hins vegar yfirleitt framkvæmd síðar hjá fólki. 

„Það er algengast að í kringum fertugt finnist fólki það vera hrukkótt en það er vissulega mjög persónubundið. Það getur líka farið eftir erfðum og gæðum húðarinnar. Á meðan sumir vilja ekki sjá neinar smá hrukkur á enni eða í kringum augu frá þrítugu eru aðrir sem byrja að pirra sig á hrukkum þegar þær eru orðnar mjög djúpar og erfiðara er að lagfæra þær. Svo eru auðvitað enn aðrir sem taka hrukkum fagnandi,“ segir Þórdís spurð að því hvenær á lífsleiðinni fólk leiti til hennar í leit að sléttara andliti.

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hvað gerir andlitslyfting sem bótox og fyllingarefni gera ekki?

„Andlitslyfting strekkir á húðinni með skurði framan við eyrað á meðan fylliefni fylla upp í hrukkur (milli augna, í kringum munn). Bótox sléttir síðan á hrukkum á enni og til hliðar við augu (broshrukkurnar),“ segir hún.

Hvernig verða áhrifin öðruvísi af andlitslyftingu en hinu tvennu?

„Það er hægt að seinka löngun til þess að fara í andlitslyftingu með því að setja fylliefni í hrukkur og fellingar sem myndast smám saman milli nefs og munns annars vegar og í munnvikum hins vegar. Þegar fellingin neðan munnviks nær niður á kjálka og komin húðfelling þar, þá duga ekki fylliefni lengur og andlitslyfting það eina sem lagfærir það. Eins er erfitt að lagfæra smáar/meðalstórar hrukkur á kinnum með fylliefnum, andlitslyfting á þar betur við.“

Hvað finnst þér alltaf virka best í baráttunni við hrukkurnar?

„Heilbrigt og reyklaust líferni. Sólböð í hófi.“

Það eru ekki bara konur sem fá sér bótox.
Það eru ekki bara konur sem fá sér bótox.
Hér má sjá á efri myndinn hvernig andlitið var fyrir …
Hér má sjá á efri myndinn hvernig andlitið var fyrir bótox og á neðri myndinni eftir.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál