Þetta er alveg skothelt eftir ræktina

Lilja er farin að æfa í Hreyfingu.
Lilja er farin að æfa í Hreyfingu. mbl.is/ThinkstockPhotos

Nýlega tók ég upp þann sið að mæta í ræktina þótt það fari eftir dögum hvort ég taki æfingu á hlaupabrettinu eða í heita pottinum. Ferill minn í líkamsrækt er jafnskrautlegur og á stefnumótamarkaðnum en líklega finnst mér skemmtilegra að velja hvað eigi að vera í íþróttatöskunni heldur en að svitna. Eftir að hafa keypt mér árskort í Hreyfingu var komið að því að skipuleggja íþróttatöskuna og gæta þess að hafa vel valdar vörur fyrir húð, hár, líkama og létta förðun ef þannig lægi við.

Hárvörur

Í haust kynntist ég danska merkinu Hårklinikken en fyrirtækið sérhæfir sig í að hjálpa fólki sem glímir við hárlos. Allar vörurnar frá Hårklinikken eru ilm- og litarefnalausar, án sílikona, alkóhóls og parabena og ég hef séð svo mikinn mun á hárinu mínu á stuttum tíma að ég nota nær eingöngu vörur frá þeim núna. Ég þvæ hárið með Restorative Shampoo og nota svo Daily Conditioner í endana. Eftir að hafa þurrkað hárið létt með handklæði set ég Hair Hydrating Creme í hárið og læt það þorna eða blæs það. Ef hárið er þurrt eða rafmagnað set ég aðeins af kreminu yfir það.

Hårklinikken Restorative Shampoo og Daily Conditioner.
Hårklinikken Restorative Shampoo og Daily Conditioner.
Hårklinikken Hair Hydrating Creme.
Hårklinikken Hair Hydrating Creme.

Það er síðan einungis einn hárbursti sem ég nota og það er The Wet Brush Pro Quick Dry. Prófið hann og þá verður erfitt fyrir ykkur að nota annað.

The Wet Brush Pro Quick Dry.
The Wet Brush Pro Quick Dry.

Andlitskrem og -serum

Eftir sturtu er nauðsynlegt að koma raka aftur í húðina. Ég er ekkert að flækja hlutina og ber á mig DeVita Hyaluronic SeruGel en þetta er ein uppáhaldshúðvaran mín þessa dagana. Þetta er lífrænt og vegan rakaserum sem er eins og skot af raka fyrir húðina og er án allra aukaefna. Vörurnar frá DeVita panta ég af iHerb.com og sendingin er yfirleitt komin 3 dögum síðar. Rakakremið sem ég er að prófa þessa dagana er Elizabeth Arden Visible Difference Replenishing HydraGel Complex en þetta er olíulaust rakakrem sem veitir húðinni allt að 24 klukkustunda raka. Ef þú ert með þurra eða eldri húð væri sniðugt að prófa Clarins Extra-Firming Jour en áferðin á þessu kremi er þétt og silkimjúk og hefur stinnandi áhrif á húðina.

DeVita Hyaluronic SeruGel (iHerb.com) og Elizabeth Arden Visible Difference Replenishing ...
DeVita Hyaluronic SeruGel (iHerb.com) og Elizabeth Arden Visible Difference Replenishing HydraGel Complex.
Clarins Extra-Firming Jour.
Clarins Extra-Firming Jour.Líkamskrem og olía

Hver hefur ekki notað Honey Drops-líkamskremið? Ég er yfirleitt með það í töskunni en núna er komin ný útgáfa sem ég hef verið að prófa og er mjög hrifin af. Elizabeth Arden Green Tea Fig Honey Drops Body Cream bætir fíkjum við formúluna og útkoman er mjög góð. Ef ég er á hraðferð hef ég notað Chanel Chance Body Oil en það er nærandi líkamsolía í spreyformi með Chance-ilminum, sem er virkilega ferskur. Þetta er líka frábær vara til að nota á fótleggi og axlir fyrir aukinn ljóma.

Chanel Chance Body Oil og Elizabeth Arden Green Tea Fig ...
Chanel Chance Body Oil og Elizabeth Arden Green Tea Fig Honey Drops Body Cream.

Snyrtiveskið

Yfirleitt nenni ég ekki að farða mig í fataklefa svo ég reyni að hafa snyrtiveskið í íþróttatöskunni mjög einfalt en áhrifaríkt. Það samanstendur af fimm vörum sem geta dimmu í dagsljós breytt. Stjarnan er klárlega Chanel CC Cream Complete Correction SPF 50 en ég hef notað þetta litaða dagkrem nær daglega og fæ ekki nóg af því. Formúlan minnkar ásýnd roða, litabletta og svitahola ásamt því að vernda húðina með SPF 50. Formúlan veitir einnig mikinn raka, dregur úr öldrunareinkennum og róar húðina. Þetta er eitthvað sem þú verðið að prófa. Til að fá náttúrulegan lit og ljóma í húðina nota ég Guerlain Two-Tone Blush en þetta er kinnalitur og ljómapúður í einni vöru svo þetta er hentugt í veskið.

Chanel CC Cream Complete Correction SPF 50 og Guerlain Two-Tone ...
Chanel CC Cream Complete Correction SPF 50 og Guerlain Two-Tone Blush.

Nýja Lancôme Brôw Densify Powder-to-Cream er eiginlega orðin uppáhalds augabrúnavaran mín en þetta er púður sem breytist í krem við ásetningu og augabrúnirnar virka þéttar og mótaðar með mjög lítilli fyrirhöfn. ILIA Limitless Lash-maskarinn er auðvitað alltaf í snyrtiveskinu mínu og svo hef ég verið að nota Aveda Feed My Lips, nýju varalitina frá Aveda og minn uppáhaldslitur er Rose Jicama. Formúlan helst vel á vörunum og inniheldur piparmyntu-olíu, sem er mjög frískandi.

Aveda Feed My Lips Pure Nourish-Mint Lipstick (Rose Jicama), Lancôme ...
Aveda Feed My Lips Pure Nourish-Mint Lipstick (Rose Jicama), Lancôme Brôw Densify Powder-to-Cream og ILIA Limitless Lash Mascara (Nola).Ilmur

Þrátt fyrir að vera goðsagnarkenndur er hinn upprunalegi ilmur númer fimm aðeins of þungur fyrir mig. Hinsvegar elska ég Chanel N°5 L’Eau, létt og fersk útgáfa af hinum upprunalega, og því var ég mjög spennt þegar ég sá tvær nýjungar koma á markað með þeim ilmi í aðalhlutverki. Chanel N°5L´Eau All-Over Spray er lúxus- og fullorðinsútgáfa af líkamsspreyjunum frá Victoria’s Secret, sem ég notaði sem unglingur. Hrein unun að spreyja þessu yfir líkamann eftir sturtu. Chanel N°5 L’Eau On Hand Cream er hinn klassíski handáburður en með Chanel N°5 L’Eau-ilminum svo ég para þetta tvennt saman og geng út úr ræktinni eins og drottning, að eigin mati.

Chanel N°5 L’Eau On Hand Cream og Chanel N°5L´Eau All-Over ...
Chanel N°5 L’Eau On Hand Cream og Chanel N°5L´Eau All-Over Spray.

Fylgstu með á samfélagsmiðlunum:

Instagram: @snyrtipenninn

Facebook: Snyrtipenninn

mbl.is

Hefur þú fengið ketó flensuna?

11:00 Ketó flensan er að margra mati fráhvörf sem fólk fer í gegnum þegar að það hættir að borða hvítan sykur. Að vera meðvitaður um þessi einkenni og þá staðreynd að flensan gengur yfir á nokkrum dögum hefur hjálpað mörgum að komast í gegnum ketó flensuna. Meira »

Prófuðu kremin sem má smyrja á brauð

10:00 Franska snyrtivörumerkið Clarins kynnti á dögunum nýja línu sem ber nafnið My Clarins. Vörurnar eru hreinar, einfaldar og vegan vænar, svo hreinar að ef þær myndu bragðast vel myndum við líklega smyrja þeim á brauð! Af því tilefni var boðið í hádegisverð á Vox Home þar sem góssið var prófað á meðan gestir gæddu sér á léttum réttum. Meira »

Á þetta að vera kjóll?

05:04 Kjóllinn sem vakti hvað mestu athyglina að þessu sinni var kjóllinn sem Montana Brown klæddist. Hann var algjörlega gegnsær og sýndi bakendann þannig að Brown hefði allt eins getað verið í sundfatnaði við verðlaunaafhendinguna. Meira »

Hugrún Harðar mætti í kögurjakka

Í gær, 21:00 Hugrún Harðardóttir mætti í glæsilegum leðurjakka með kögri þegar Davines kynnti það heitasta sem er að gerast í dag.   Meira »

Lilja og Baltasar - skilin að borði og sæng

Í gær, 16:13 Lilja Sigurlína Pálmadóttir og Baltasar Kormákur eru skilin að borði og sæng. Hjónin hafa verið áberandi í samfélaginu síðan þau hnutu hvort um annað fyrir um 20 árum. Meira »

Andlegt ofbeldi? Ég hef sögu að segja...

Í gær, 14:13 „Aldrei fengið kvartanir né lent í neinu á öllum þessum vinnustöðum eins og ég upplifði hjá Fjármálaeftirlitinu. Þótt oft hafi gengið mikið á. Segir það ekki eitthvað?“ Meira »

Katrín Olga geislaði í gulri dragt

í gær Katrín Olga Jóhannesdóttir formaður Viðskiptaráðs var eins og vorboðinn ljúfi í gulri dragt þegar Viðskiparáð hélt Viðskiptaþing á dögunum. Meira »

Hámarkaðu vinnuna með hvíld frá vinnu

í gær Er svo mikið að gera í vinnunni að þér líður eins og þú hafi ekki tíma til að taka kaffi eða slaka á í hádegismatnum? Það kann að vera að þessi hugsun borgi sig ekki. Meira »

Svona býr Höskuldur bankastjóri Arion

í gær Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri Arion banka býr við Skildinganes í Reykjavík. Fasteignamat hússins er 105.650.000 kr.  Meira »

Kynlífið er alltaf eins

í fyrradag „Við stunduðum gott kynlíf þangað til fyrir nokkrum mánuðum þegar mér fannst við vera gera það sama aftur og aftur.“  Meira »

Þórdís Kolbrún skar sig úr í teinóttu

í fyrradag Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, mætti í teinóttri dragt á Viðskiptaþing sem haldið var á dögunum. Meira »

Frönsk fegurð undir áhrifum New York

í fyrradag „Það er draumi líkast að við fáum að hanna snyrtivörulínu í samstarfi við svo þekkt lúxusmerki í snyrtiheiminum,” segja Jack McCollough og Lazaro Hernandez en þeir eru stofnendur og aðalhönnuðir bandaríska tískuhússins Proenza Schouler. Meira »

Ekki gera þessi mistök í hjónaberberginu

í fyrradag Gunna Stella útskýrir hvers vegna okkur líður oftar en ekki betur á hótelum en hér eru nokkrar ástæður.   Meira »

Ragnheiður selur 127 milljóna hús

20.2. Ragnheiður Arngrímsdóttir flugmaður og ljósmyndari hefur sett sitt fallega hús í Tjarnarbrekku á sölu.   Meira »

Sjö merki um að hann elski þig

20.2. Er hann ekki búinn að segja þér að þú sért sú eina sanna? Það þarf þó ekki að þýða að hann elski þig ekki.   Meira »

Ertu bara „rebound“?

19.2. Er elskhugi þinn bara að nota þig til þess að komast yfir fyrrverandi maka? Vill hann halda sambandinu hversdagslegu og talar í sífellu um fyrrverandi maka? Meira »

Íslenska undrabarnið frá Google mætti

19.2. Íslenski ofurhuginn Guðmundur Hafsteinsson sem starfar hjá Google mætti í Iðnó á dögunum. Með honum á myndinni er Þórður Magnússon hjá Eyri Invest. Meira »

Dreymir þig um Vipp-eldhúsinnréttingu?

19.2. Danska fyrirtækið Vipp er þekkt fyrir ruslafötur sínar, sápuhaldara og klósetthreinsa. Nú er fyrirtækið komið með eldhúsinnréttingalínu sem hægt er að leika sér endalaust með. Meira »

Þetta bjargar málunum við mígreni

19.2. „Í stað þess að grípa til verkjalyfja er því hægt að taka reglulega inn Ginkgo Biloba, sem unnið er úr laufum musteristrésins. Ginkgo Biloba eða musteristrén eru meðal elstu trjátegunda í heimi og elsta tré sem vitað er um í Kína er talið vera allt að 2.500 ára gamalt.“ Meira »

Notkun þunglyndislyfja 30% meiri hér

19.2. Íslendingar nota 30% meira af þunglyndislyfjum en næsta Norðurlandaþjóð. Þetta kemur fram í þættinum Lifum lengur.  Meira »

Karl Lagerfeld látinn

19.2. Fatahönnuðurinn Karl Lagerfeld er látinn 85 ára gamall. Franskir fjölmiðlar greindu frá því í dag að Þjóðverjinn hefði látist í París. Meira »