Rándýr trefill minnti á allt annað

Trefillinn þykir minna á píku.
Trefillinn þykir minna á píku. ljósmynd/Fendi

Ekki er langt síðan metnaðarfull bresk móðir komst í heimspressuna fyrir að baka köku sem líktist píku í stað kristals. Svo virðist sem fleiri lendi í því að sköpun þeirra líkist kvensköpum. Ítalska tískuhúsið Fendi komst á dögunum í fréttir fyrir rándýran trefil sem þótti minna á píku. 

Á vef Independent er greint frá því að trefillinn hafi vakið athygli á samfélagsmiðlum fyrir allt annað en bara smartheit. Ekki er vitað til þess að lagt hafi verið upp með femíníska hönnun þegar trefillinn var hannaður enda baðst talsmaður tískuhússins undan svörum. Að minnsta kosti hefur fólk á Twitter skemmt sér við að birta myndir af treflinum. 

Trefillinn er til sölu á vefversluninni Farfetch og kostar 750 pund eða um 115 þúsund íslenskar krónur. Bleika útgáfan er því miður uppseld en trefillinn er enn til í rauðu og bláu en minnir ekki jafnmikið á píku í rauðu og bláu. 

Trefillinn er líka til í rauðu og bláu.
Trefillinn er líka til í rauðu og bláu. ljosmynd/Fendi



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál