Fór í brjóstaminnkun og fékk sýkingu

Íslensk kona fór í brjóstaminnkun fyrir 29 árum og er …
Íslensk kona fór í brjóstaminnkun fyrir 29 árum og er enn þá óánægð. mbl.is/ThinkstockPhotos

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá konu sem fór í brjóstaminnkun fyrir 29 árum og fékk slæma sýkingu og er enn þá að hugsa um þetta og langar að láta laga örið. 

Komdu sæl Þórdís

Ég fór í brjóstaminnkun fyrir 29 árum og varð fyrir því óhappi að það kom mjög slæm sýking í annað brjóstið og við það varð það miklu minna. Ég held að það sé af því að drenið var tekið fyrr úr því brjósti. Ég skammast mín mikið og líður illa yfir þessu enn, af því eru mjög ljót ör. Í dag 29 árum seinna þá þarf að lyfta þeim aðeins og laga örin. Ég var að spá í hvað það myndi kosta, eins var ég að spá í augnlokaaðgerð á efra augnloki og hvað kostar.

Með fyrirframþökk og kær kveðja, X

Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica.
Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sæl og takk fyrir spurninguna.

Leitt að heyra hvað þú hefur verið óheppin. Ef aðgerðin var framkvæmd á sjúkrahúsi og ekki á þinn kostnað þá ættir þú að athuga með hjálp heimilislæknisins þíns hvort þú gætir fengið þessa lagfæringu gerða á Landspítalanum. Hann myndi þá senda beiðni þangað og þar yrði metið af læknum Landspítalans hvort þú ættir möguleika á lagfæringu þar. Ef það gengur ekki þá fer kostnaðurinn eftir því hvað aðgerðin er umfangsmikil og hvort þú þurfir jafnvel púða ef munurinn er mikill á milli brjósta. Aðgerð á efri augnlokum kostar um 150 þúsund.

Gangi þér vel og með bestu kveðjum,

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Þórdísi spurningu HÉR. 

mbl.is