Hárgreiðslumaður stjarnanna segir frá

Mary-Kate Olsen og Ashley Olsen eru með sitt og fallegt …
Mary-Kate Olsen og Ashley Olsen eru með sitt og fallegt hár enda aðdáendur hárgreiðslumannsins Mark Townsend. AFP

Ef fólk er ánægt með klippinguna sína skiptir það ekki of miklu máli hversu hratt hárið vex. Ef hins vegar fólk klippir hárið stutt en sér svo eftir því eða vaknar upp með hræðilega klippingu er gott að búa yfir nokkrum ráðum sem fá hárið til að síkka. 

Mark Townsend er hárgreiðslumaður stjarna á borð við Mary-Kate og Ashley Olsen, Diane Kruger og Kate Bosworth. Townsend deildi ráðum sínum með Cosmopolitan og þó svo hann búi yfir góðum ráðum segir hann þolinmæði vera bráðnauðsynlega. 

Klipping

Klipping fær hár kannski ekki til að vaxa hraðar en Townsend mælir með að láta snyrta endana reglulega, á 10 til 12 vikna fresti, annars endar hárið á að verða miklu styttra þegar það hefur slitnað. 

Næring

Townsend segir að fólk þurfi að setja í næringu í hárið í hvert skipti sem það bleytir hárið. Hár á til að þynnast á endanum sérstaklega þegar búið er að lita það oft og nota tæki í hárið. Eins og nafnið bendir til þá gefur næring hárinu næringu. 

Ekki alltaf sjampó

Margir eiga það til að sleppa frekar næringu en sjampói en Townsend mælir með að fólk hagi venjum sínum akkúrat öfugt. Mælir hann með að fólk sleppi því að nota sjampó eins oft og það getur. Þegar sjampó er notað mælir hann líka með því að það sé bara nuddað í hársvörðinn. 

Diane Kruger er meðal þeirra stjarna sem Mark Townsend aðstoðar.
Diane Kruger er meðal þeirra stjarna sem Mark Townsend aðstoðar. AFP

Kalt vatn í lok sturtu

Townsend segir það virkilega hjálpa hári að vaxa og gera það heilbrigðara ef hárið er skolað með köldu vatni í lok sturtu þótt ekki sé að ræða nema um nokkrar sekúndur. 

Nota olíu eða maska einu sinni í viku

Sjálfur notar hann heimagerðar olíu úr náttúrulegum efnum en hann mælir með að maskar eða olíur séu sett í hárið einu sinni í viku áður en það er síðan þvegið úr með venjulegu sjampói. 

Vítamín

Réttu vítamínin skipta miklu máli þegar kemur að heilbrigðu hári og mælir hann til dæmis með vítamínum sem eru sérstaklega ætluð til þess að hraða á hárvextinum. 

Kate Bosworth er meðal þeirra stjarna sem Mark Townsend aðstoðar.
Kate Bosworth er meðal þeirra stjarna sem Mark Townsend aðstoðar. AFP

Greiða hárið eins og það sé úr gulli

Townsend mælir með að byrja að greiða blautt hár frá endanum og vinna sig svo upp. 

Ekki koddaver úr bómull

Við liggjum á kodda stóran hluta sólarhringsins og mælir Townsend með því að fólk noti koddaver úr silki eða satíni.

Ekki vefja stóru handklæði utan um hárið

Mælir hárgreiðslumaðurinn frekar með sérstökum hárhandklæðum úr betra efni. 

Ekki hafa taglið alltaf á sama stað

Það getur hjálpað til að binda hárið ekki alltaf í tagl á sama stað. Ef hárið er viðkvæmt getur verið betra að sleppa taglinu. Hægt er að nota klemmur og spennur til að taka hárið frá andlitinu. 

Nota hárgreiðslutæki í hófi

Rafmagnshárgreiðslutæki ætti að nota í hófi þar sem þau geta eyðilagt hárið. Því heilbrigðara sem hárið er því síðara mun það verða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál