Húðin þornar um 10% við hverja -°C

Þó ekki þurfi að breyta allri rútínunni okkar þá er gott að hafa í huga að hægt er að finna hreinsi, andlitsvatn, maska og krem sem veita góða næringu og mikinn raka.

Bleika línan frá Lancôme gefur mikla og kröftuga rakagjöf ásamt því að vera róandi og mýkjandi fyrir húðina. Hún er því fullkomin fyrir haustið og veturinn og hentar öllum aldri og öllum húðgerðum.

Eau Micellaire fjarlægir og hreinsar andlits- og augnfarða í einu skrefi! Það inniheldur rósavatn sem mýkir og kælir húðina ásamt því að hafa bakterídrepandi eiginleika og Acacia hunang sem gefur raka.

Rose Sugar Scrub er mildur skrúbbur með sykurkornum og rósavatni. Skrúbburinn fjarlægir dauðar húðfrumur á mildan hátt með heitri geláferð og skilur við húðina ferska og mjúka

Hydra Zen Jelly Mask er öflugur rakamaski með ferska, rakagefandi hlaupáferð sem bæði má nota sem maska 2-3x í viku fyrir allar húðgerðir og sem næturkrem fyrir allra þurrustu húðgerðina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál