10 fullkomin haustilmvötn

Hvaða ilmir eru heitir í vetur? Lilja Ósk Sigurðardóttir snyrtipenni ...
Hvaða ilmir eru heitir í vetur? Lilja Ósk Sigurðardóttir snyrtipenni fer yfir stöðuna. mbl.is/ThinkstockPhotos

Þegar daginn tekur að styttast og kólna fer sækjumst við ósjálfrátt í kraftmeiri og kryddaðri ilmvötn. Af nægu er að taka en þó eru það nokkur ilmvötn sem standa upp úr þessa dagana og eru fullkomin fyrir haustið og veturinn.

Absolu de Parfum frá Chloé

Franska tískuhúsið Chloé fagnar 10 ára afmæli hins tímalausa ilmvatns Chloé Eau de Parfum með sérstakri útgáfu af ilmvatninu sem nefnist Chloé Absolu de Parfum. Ríkuleg samsetning blóma- og viðarkenndra ilmnótna einkennir ilmvatnið og mætti segja að Chloé hafi tekist að fanga kvenleika og fágun í flösku. Í tilefni af útgáfu ilmvatnsins kemur það í sérstakri ilmvatnsflösku þar sem efri hlutinn og tappinn er húðað með 24 karata gulli.

Absolu de Parfum frá Chloé.
Absolu de Parfum frá Chloé.
Ameríska leikkonan Haley Bennett er andlit Chloé Absolu de Parfum.
Ameríska leikkonan Haley Bennett er andlit Chloé Absolu de Parfum.

Smart frá Andreu Maack

Smart er samsetning orðanna „smell“ og „art“ en ilminn hannaði Andrea Maack fyrir listasýningu. Jasmín, vanilla, exótískur sandalviður og kremað muskus blandast Buckskin-leðri og er ilmvatnið fullkomið fyrir haustið. Stórglæsileg ilmvatnsflaskan er framleidd á Ítalíu og er list út af fyrir sig. Ilmvötnin frá Andreu Maack fást í Madison Ilmhúsi.

Smart frá Andreu Maack.
Smart frá Andreu Maack.

The Scent Private Accord for Her frá Boss

Boss The Scent hefur notið gífurlegra vinsælda og nú er komin á markað kraftmesta útgáfan af ilmvatninu hingað til. Austræn blæbrigði einkenna þennan munúðarfulla og hlýja ilm sem inniheldur mandarínur, osmanthus, kaffi, kakó og ristaðar tonkabaunir.

The Scent Private Accord for Her frá Boss.
The Scent Private Accord for Her frá Boss.

Woman frá Ralph Lauren

Blómakenndur ilmurinn inniheldur áhugaverðar ilmnótur á borð við rabbabara og heslihnetur. Blöndun blóma við ríkulegar, líflegar viðarnótur minna okkur á kraft og kvenlegan þokka.

Woman frá Ralph Lauren.
Woman frá Ralph Lauren.
Jessica Chastain er andlit ilmvatnsins.
Jessica Chastain er andlit ilmvatnsins.

Original frá Riddle

Nýtt og spennandi merki er komið til landsins en það nefnist Riddle og sérhæfir sig í ilmolíum. Vinsælasti ilmurinn er Original og er það einstakur ilmur sem breytist ferómónum notandans en allar ilmolíurnar eru unnar úr ilmkjarnaolíum og innihalda engin aukaefni. Sex mismunandi ilmgerðir eru í boði og er hægt að fá líkamskrem og ilmkerti í stíl. Riddle fæst í versluninni Nola.

Original frá Riddle.
Original frá Riddle.

The Only One frá Dolce & Gabbana

Nýjasta útgáfan af The One frá Dolce & Gabbana endurspeglar fágaðan og dáleiðandi kvenleika þar sem fjóla og bergamót veita skemmtilega andstöðu við kaffi, vanillu og patchouli. Emilia Clarke, sem þekktust er fyrir frammistöðu sína í Game of Thrones, er andlit ilmvatnsins.

Emilia Clarke er andlit ilmvatnsins The Only One frá Dolce ...
Emilia Clarke er andlit ilmvatnsins The Only One frá Dolce & Gabbana.

Tardes frá Carner Barcelona

Tardes er magnað ilmvatn sem minnir mann á sólarlagið í Barcelona. Einstök blanda hráefna á borð við möndlur, plómur og viðarkenndar nótur gera þetta ilmvatn eftirminnilegt. Ilmvötnin frá Carner Barcelona fást í Madison Ilmhúsi.

Tardes frá Carner Barcelona.
Tardes frá Carner Barcelona.

Mon Guerlain Eau de Toilette frá Guerlain

Þessi ferska útgáfa af hinu upprunalega Mon Guerlain-ilmvatni býr yfir sterkum nótum lofnarblóma og mandarína. Sambac jasmína og vanilla eru á sínum stað og ætti þetta ilmvatn höfða til margra.

Mon Guerlain Eau de Toilette frá Guerlain.
Mon Guerlain Eau de Toilette frá Guerlain.

Fleur D’Argent frá Miu Miu

Hér fær einfaldleikinn að ráða ríkjum en hvít tuberose, muskus og patchouli eru stjörnur þessa ilmvatns. Ilmvatnsflaskan sjálf er mjög flott, silfurlitað glas í glerhjúpi, og sómar sér vel á öllum ilmvatnshillum.

Fleur D’Argent frá Miu Miu.
Fleur D’Argent frá Miu Miu.

Yes I Am frá Cacharel

Nýjasti ilmur Cacharel nefnist Yes I Am og er ilmvatnsflaskan eins og varalitur en að sögn merkisins er varalitur helgimynd konunnar. Ilmurinn sjálfur er með krydduðum austurlenskum blæ þar sem hindber, karamella og vanilla eru í aðalhlutverkum.

Yes I Am frá Cacharel.
Yes I Am frá Cacharel.
mbl.is

Ekki vera goslaus 2019

05:00 Janúar er ekki bara mánuður tiltektar og leikfimisiðkunar og ekki heldur mánuður fagurra fyrirheita og loforða um að nú verðir þú loksins upp á tíu á öllum sviðum lífsins. Janúar er mánuðurinn þar sem þú tekur til í fataskápnum og ákveður að hleypa einhverju nýju inn. Það er nefnilega bannað að vera goslaus 2019. Meira »

4 ástæður fyrir þurrki í svefnherberginu

Í gær, 21:30 Það getur haft þveröfug áhrif að leita nýrra leiða til þess að krydda kynlífið og gera það betra. Snjalltækjabann í svefnherberginu getur þó haft góð áhrif. Meira »

Fólkið sem tekur flesta veikindadaga

Í gær, 18:00 Margir hafa haldið sig við plöntufæði í janúar en ætli fleiri hafi hringt sig inn veika líka? Fólk sem aðhyllist vegan lífstílinn fór oftar til læknis samkvæmt breskri könnun. Meira »

Þessi andstyggilegi ótti við höfnun!

Í gær, 17:00 „Ég vissi ekki er ég tók að mér verkefni í vinnu sem voru oft meira krefjandi en ég átti að ráða við og að stoppa aldrei, væri óeðlileg hegðun. Er ekki að ýkja. Ég gat ekki verið kyrr og lagði mikið á lífið og sálina að ljúka verkefnum sem ég tók að mér í vinnu.“ Meira »

Lykillinn að elda heima og leyfa sér smá

Í gær, 15:00 Fimm auðveld ráð næringarfræðings gera fólki kleift að ná heilsumarkmiðum sínum án þess að fara í andlegt þrot.   Meira »

Milljarðamæringar eiga þetta sameiginlegt

Í gær, 14:00 Að kyssa peninga sagði einhver. Chris Hogan er þó með aðrar kenningar um það sem ríkt fólk gerir en hann rannsakaði tíu þúsund milljarðamæringa. Meira »

„Við megum ekki beita hana ofbeldi“

Í gær, 10:21 Jóna Hrönn Bolladóttir prestur kemur Öldu Karen til varnar á samfélagsmiðlum og bendir á að rangt sé að þagga hana, beita hana ofbeldi, taka hana niður eða horfa á hana með vanþóknun/vandlætingu af því að hún þekkir engar sálfræðilegar rannsóknir. Meira »

Svona ætti ekki að bjóða í brúðkaup

Í gær, 06:00 „Svo ef þú vilt mæta byrjaðu að spara núna!“ stendur á umdeildu boðskortinu. Fólki er bent á að taka sér tveggja vikna frí ef það ætlar sér að mæta í brúðkaupið. Meira »

Stjörnumerkin um kynlífsárið 2019

í fyrradag Hrútar ættu að taka meiri áhættu á árinu og meyjur eiga eftir að stunda mikið kynlíf árið 2019. Hvað segir stjörnumerkið um þig? Meira »

Konur í hárugum janúar

í fyrradag Konur víða um heim hafa birt myndir af líkamshárum sínum á Instagram undir myllumerkinu Januhairy, ætlast er til af samfélaginu að konur fjarlægi líkamshár sín. Meira »

Eitt heitasta merkið í bransanum í dag

í fyrradag Brock Collection er vörumerki sem vert er að fylgjast með. Stjörnur á borð við Alicia Vikander, Zoe Saldana og Emily Ratajkowski fá ekki nóg. Meira »

Ertu ljón, höfrungur, björn eða úlfur?

í fyrradag Hvernig er líkamsklukkan þín? Tilheyrir þú hópi ljóna, höfrunga, bjarna eða úlfa? Það hentar ekki öllum að mæta í vinnu klukkan níu og borða kvöldmat klukkan sex. Meira »

Eru áhrifavaldar komnir til að vera?

í fyrradag Andrea Guðmundsdóttir býr í Hong Kong þar sem hún rannsakar áhrifavalda. Hún trúir því að áhrifavaldar séu komnir til að vera og segir þá hafa upp á annað að bjóða en hefðbundnar auglýsingar. Meira »

Geislaði með kúlu í rauðu

í fyrradag Vel sást í myndarlega óléttukúlu hertogaynjunnar í þröngum fjólubláum kjól sem hún klæddist í heimsókninni en Meghan er sögð hafa ljóstrað því upp að hún ætti von á sér í apríl. Meira »

Breytti ljótu húsi í fallegt heimili

í fyrradag Skapari Grey's Anatomy reif niður hæð og framhliðina á húsinu sínu og finnst húsið nú fallegt þótt það hafi verið ljótt og eitthvað rangt við það í upphafi. Meira »

Hvítt og ljóst átti rauða dregilinn

14.1. Leikkonurnar voru ekki þær einu sem mættu í þessu litaþema á Critics Choice-verðlaunin þar sem einnig mátti sjá karlmenn í hvítum og ljósum jakkafötum. Meira »

Landaði hlutverki í tannkremsauglýsingu

14.1. Ágústa Eva Erlendsdóttir er ekki bara að leika í risaseríum fyrir HBO. Hún lék á dögunum í tannkremsauglýsingum sem sýndar eru í bandarísku sjónvarpi um þessar mundir. Meira »

Ásgeir Kolbeins selur 300 fm einbýli

14.1. Ásgeir Kolbeinsson og Bryndís Hera Gísladóttir hafa sett sitt glæsilega einbýli á sölu í Breiðholtinu.   Meira »

Hildur er með bleikt Barbie-eldhús

14.1. Hildur Gunnlaugsdóttir arkitekt fylgir hjartanu þegar kemur að því að gera fallegt í kringum sig. Hún er með stóran blómavegg í stofunni og bleikt eldhús. Meira »

Trylltar fréttir fyrir COS-aðdáendur

14.1. Verslunin COS opnar á Íslandi. Mun verslunin opna á Hafnartorgi - í húsinu við hlið H&M.;  Meira »

Svefninn bjargaði heilsunni

14.1. Jamie Oliver fann fyrir mikilli depurð í aðeins of langan tíma. Þegar hann breytti svefnvenjum sínum lagaðist ansi margt.   Meira »
Meira píla