10 fullkomin haustilmvötn

Hvaða ilmir eru heitir í vetur? Lilja Ósk Sigurðardóttir snyrtipenni …
Hvaða ilmir eru heitir í vetur? Lilja Ósk Sigurðardóttir snyrtipenni fer yfir stöðuna. mbl.is/ThinkstockPhotos

Þegar daginn tekur að styttast og kólna fer sækjumst við ósjálfrátt í kraftmeiri og kryddaðri ilmvötn. Af nægu er að taka en þó eru það nokkur ilmvötn sem standa upp úr þessa dagana og eru fullkomin fyrir haustið og veturinn.

Absolu de Parfum frá Chloé

Franska tískuhúsið Chloé fagnar 10 ára afmæli hins tímalausa ilmvatns Chloé Eau de Parfum með sérstakri útgáfu af ilmvatninu sem nefnist Chloé Absolu de Parfum. Ríkuleg samsetning blóma- og viðarkenndra ilmnótna einkennir ilmvatnið og mætti segja að Chloé hafi tekist að fanga kvenleika og fágun í flösku. Í tilefni af útgáfu ilmvatnsins kemur það í sérstakri ilmvatnsflösku þar sem efri hlutinn og tappinn er húðað með 24 karata gulli.

Absolu de Parfum frá Chloé.
Absolu de Parfum frá Chloé.
Ameríska leikkonan Haley Bennett er andlit Chloé Absolu de Parfum.
Ameríska leikkonan Haley Bennett er andlit Chloé Absolu de Parfum.

Smart frá Andreu Maack

Smart er samsetning orðanna „smell“ og „art“ en ilminn hannaði Andrea Maack fyrir listasýningu. Jasmín, vanilla, exótískur sandalviður og kremað muskus blandast Buckskin-leðri og er ilmvatnið fullkomið fyrir haustið. Stórglæsileg ilmvatnsflaskan er framleidd á Ítalíu og er list út af fyrir sig. Ilmvötnin frá Andreu Maack fást í Madison Ilmhúsi.

Smart frá Andreu Maack.
Smart frá Andreu Maack.

The Scent Private Accord for Her frá Boss

Boss The Scent hefur notið gífurlegra vinsælda og nú er komin á markað kraftmesta útgáfan af ilmvatninu hingað til. Austræn blæbrigði einkenna þennan munúðarfulla og hlýja ilm sem inniheldur mandarínur, osmanthus, kaffi, kakó og ristaðar tonkabaunir.

The Scent Private Accord for Her frá Boss.
The Scent Private Accord for Her frá Boss.

Woman frá Ralph Lauren

Blómakenndur ilmurinn inniheldur áhugaverðar ilmnótur á borð við rabbabara og heslihnetur. Blöndun blóma við ríkulegar, líflegar viðarnótur minna okkur á kraft og kvenlegan þokka.

Woman frá Ralph Lauren.
Woman frá Ralph Lauren.
Jessica Chastain er andlit ilmvatnsins.
Jessica Chastain er andlit ilmvatnsins.

Original frá Riddle

Nýtt og spennandi merki er komið til landsins en það nefnist Riddle og sérhæfir sig í ilmolíum. Vinsælasti ilmurinn er Original og er það einstakur ilmur sem breytist ferómónum notandans en allar ilmolíurnar eru unnar úr ilmkjarnaolíum og innihalda engin aukaefni. Sex mismunandi ilmgerðir eru í boði og er hægt að fá líkamskrem og ilmkerti í stíl. Riddle fæst í versluninni Nola.

Original frá Riddle.
Original frá Riddle.

The Only One frá Dolce & Gabbana

Nýjasta útgáfan af The One frá Dolce & Gabbana endurspeglar fágaðan og dáleiðandi kvenleika þar sem fjóla og bergamót veita skemmtilega andstöðu við kaffi, vanillu og patchouli. Emilia Clarke, sem þekktust er fyrir frammistöðu sína í Game of Thrones, er andlit ilmvatnsins.

Emilia Clarke er andlit ilmvatnsins The Only One frá Dolce …
Emilia Clarke er andlit ilmvatnsins The Only One frá Dolce & Gabbana.

Tardes frá Carner Barcelona

Tardes er magnað ilmvatn sem minnir mann á sólarlagið í Barcelona. Einstök blanda hráefna á borð við möndlur, plómur og viðarkenndar nótur gera þetta ilmvatn eftirminnilegt. Ilmvötnin frá Carner Barcelona fást í Madison Ilmhúsi.

Tardes frá Carner Barcelona.
Tardes frá Carner Barcelona.

Mon Guerlain Eau de Toilette frá Guerlain

Þessi ferska útgáfa af hinu upprunalega Mon Guerlain-ilmvatni býr yfir sterkum nótum lofnarblóma og mandarína. Sambac jasmína og vanilla eru á sínum stað og ætti þetta ilmvatn höfða til margra.

Mon Guerlain Eau de Toilette frá Guerlain.
Mon Guerlain Eau de Toilette frá Guerlain.

Fleur D’Argent frá Miu Miu

Hér fær einfaldleikinn að ráða ríkjum en hvít tuberose, muskus og patchouli eru stjörnur þessa ilmvatns. Ilmvatnsflaskan sjálf er mjög flott, silfurlitað glas í glerhjúpi, og sómar sér vel á öllum ilmvatnshillum.

Fleur D’Argent frá Miu Miu.
Fleur D’Argent frá Miu Miu.

Yes I Am frá Cacharel

Nýjasti ilmur Cacharel nefnist Yes I Am og er ilmvatnsflaskan eins og varalitur en að sögn merkisins er varalitur helgimynd konunnar. Ilmurinn sjálfur er með krydduðum austurlenskum blæ þar sem hindber, karamella og vanilla eru í aðalhlutverkum.

Yes I Am frá Cacharel.
Yes I Am frá Cacharel.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál