Elskar allt sem snýr að húðinni

Hildur Ársælsdóttir hugsar súpervel um húðina.
Hildur Ársælsdóttir hugsar súpervel um húðina.

Hildur Ársælsdóttir er framkvæmdastjóri markaðssviðs hjá BIOEFFECT. Hún er hafsjór af upplýsingum þegar kemur að snyrti- og förðunarvörum og gefur hér innsýn í þann þekkingarheim sinn. 

Hildur hefur frá því hún man eftir sér haft áhuga á snyrtivörum. „Ég prófaði mig áfram frá unga aldri að búa til eigin vörur, blanda saman ýmsum kremum sem ég fann í skápnum hjá mömmu og svo sprautaði ég ilmvatni í til að gera góða lykt, en það hefði aldrei hvarflað að mér að ég myndi flytja til LA og læra vöruþróun og fá svo vinnu hjá stærsta snyrtivörufyrirtæki í heiminum,“ segir Hildur.

„Í dag er ég í fæðingarorlofi með annað barnið mitt, en hef starfað síðastliðin tvö ár fyrir BIOEFFECT, íslenska húðvörumerkið sem er að vinna hug og hjörtu alheimsins, eða á ég að segja húð alheimsins!“

Hvað gerir þú fyrir þig vikulega til að dekra við andlit og líkama?

„Ég dekra við húðina mína á hverjum morgni og á hverju kvöldi, en ég breyti alltaf svolítið til á sunnudagskvöldum. Þegar krakkarnir eru farnir að sofa þá helli ég smá hvítvíni í glas, loka mig inni á baðherbergi, set tónlist á og kveiki á kertum. Svo geri ég mjög flókna húðrútínu sem inniheldur bæði djúphreinsun og maska og 1-2 húðmeðferðir.“

Hver er fegurðarrútínan þín?

„Ég byrja alla daga á að drekka heitt sítrónuvatn á fastandi maga, eitt besta fegurðarráð sem ég hef fengið en það jafnar PH-gildi líkamans, hjálpar með meltingu og eykur efnaskipti. Einstaklega gott fyrir fólk sem er alltaf með útþaninn maga en þetta hreinsar líka kroppinn og er eins og hálfgert „detox“ fyrir bæði líkama og húð. Á meðan ég drekk það þríf ég á mér andlitið með BIOEFFECT Micellar Water-andlitshreinsi, en það er mildur og öflugur hreinsir sem skilur húðina eftir með gott PH-gildi, spreyja svo á mig rakamisti, skiptist á að nota BIOEFFECT OSA Water Mist og AMLY Botanicals Radiance boost Mist, bæði með „hyaluronic“ sýru sem er uppáhalds rakagefandi innihaldsefni mitt! Það sem ég nota síðan á daginn, fer eftir því hvað ég setti á húðina kvöldið áður.

Ef ég hef notað ávaxtasýrur (Retinoids) þá nota ég „Vintners Daughter“-olíu sem inniheldur tuttugu og tvær vel valdar lífrænar olíur sem gera kraftaverk fyrir húðina. Ég er alltaf spurð út í húðina mína þegar ég nota þessa vöru, en húðin fær einstakan ljóma og jafna áferð. Ég hef nánast hætt að nota farða eftir að ég byrjaði að nota þessa vöru. Ef ég hef notað BIOEFFECT EGF Serum að kvöldi til, sem er einstaklega rakagefandi og fyrirbyggjandi fyrir öldrun húðarinnar, þá get ég notað léttari vörur yfir daginn eins og t.d. Brightening Enzyme Water Cream frá Sunday Riley, sem inniheldur „papaya“ ensím sem hefur djúphreinsandi áhrif á dauðar húðfrumur og hjálpar með að gefa jafnari og ferskari húðlit ásamt tveimur tegundum af „hyaluronic“ sýrum. Ég enda alltaf á að nota SPF yfir daginn, alveg sama hvernig veður er, en sólin á þátt í 90% af öldrun húðarinnar – og fæstar íslenskar konur nota SPF. Kvöldrútínan er svo yfirleitt aðeins flóknari þar sem ég nota ýmsar meðferðir eftir því hvernig húðin er hverju sinni. Það getur verið mikill munur á húðinni ef þetta hefur verið löng og strembin vika, að hausti til eða að sumri til.

Einnig finnst mér voðalega gaman að prófa nýjar vörur. En þær vörur sem ég nota alltaf á kvöldin eru BIOEFFECT EGF Serum, A313 A-vítamínkrem (retinoid) þetta er einungis hægt að fá í frönskum apótekum svo ég kaupi alltaf nokkra þegar ég á leið til Parísar. Síðan er það meðferð frá Sunday Riley sem heitir „Good Genes“ sem inniheldur mjólkursýru og er einstaklega góð vara fyrir þá sem eru með stórar svitaholur, ójafna húð eins og ör eftir bólur eða hormónabletti eftir mikla sól. Tvisvar til þrisvar í viku nota ég svo djúphreinsi og maska og er það mjög misjafnt hvað ég nota.“

Hver er uppáhaldsmaskarinn?

„Það var ást við fyrstu sýn þegar Helena Rubinstein, maskaradrottningin, kom með „Lash Queen Feline blacks“ á markað árið 2007. Ég hef svo prófað marga í gegnum árin en enda alltaf aftur á þessum. Augnhárin verða súper löng, náttúruleg og með engar klessur. Helst á allan daginn, smitast ekki, og allir spyrja mig hvort ég er með gerviaugnhár þegar ég nota hann.“

Áttu „leynitrix“ sem þú gætir gefið okkur áfram?

„Hvort sem þetta er „leynitrix“ eða ekki, þá held ég að fæstir geri sér grein fyrir að maður getur fengið mjög djúpar hrukkur eftir því hvernig maður sefur. Ef maður sefur á maganum á maður til að fá dýpri hrukkur á enninu, svo djúpar að „retinoid“ getur ekki einu sinni hjálpað til. Þeir sem sofa á hliðinni sjá meiri hrukkur á þeirri hlið sem þeir sofa á. Besti fegurðarsvefninn er á bakinu, en maður verður að passa að sofa með höfuð á kodda, ef þú liggur alveg flöt, safnast vökvi í kringum augum sem gerir að verkum að þú vaknar með mikla bauga. Ég fjárfesti í silkikoddaveri, en sérfræðingar segja að silki fyrirbyggi hrukkur.“

Hvað hefur þú aldrei skilið þegar kemur að snyrtivörum?

„Kókosolíutrendið. Kókosolía er hrein plöntuolía, sem er eins og vax á húðinni á þér, mjög svipað jojoba olíu. Kókosolía getur stíflað svitaholurnar sem getur valdið því að þú fáir útbrot og bólur. Þar sem olían situr á húðinni er hún ekki að gefa raka til húðarinnar svo að þú getur fengið mjög þurra húð með því að nota kókosolíu.“

Hverjar eru fyrirmyndir þínar þegar kemur að umhirðu húðarinnar? „Gwyneth Paltrow hugsar rosa vel um húðina sína og fylgist ég með henni daglega á GOOP. Ég hef einnig gaman af því að heyra hvað Carolin Hirons finnst um ýmsar vörur. Annars fæ ég innblástur af nýjum vörum og innihaldsefnum á Violet Grey, Into the Gloss og WWD. En það sem má ekki gleyma að við erum ekki öll með eins húð svo það sem að virkar á mig, virkar kannski ekki á þig. Svo maður þarf að skilja húðina vel og þekkja innihaldsefnin til að vita nákvæmlega hvaða vara hentar hverjum og einum.“

Hvernig gefur þú þekkinguna þína áfram?

„Ég hef verið að hjálpa konum í gegnum Instagram að öðlast draumahúð, með að greina þeirra húð og hjálpa þeim að finna réttar vörur. Flest húðvandamál í dag koma út af því að við erum að nota vitlausar vörur og alltof mikið af vörum í dag inniheldur efni sem að húðin þolir illa. Ekki hika við að hafa samband ef þú vilt láta greina húðina á þér og finna prógramm sem er sérsniðið þér.“

Instagram: @hildurarsaels.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál