Þetta er nauðsynlegt í vetur

Nefhlífin er gerð til þess að hlýja fólki á nefinu.
Nefhlífin er gerð til þess að hlýja fólki á nefinu. ljósmynd/nosewarmer.com

Fólk er byrjað að setja nagladekkin undir og því nokkuð ljóst að veturinn er á næsta leiti. Tískan breytist mikið á sama tíma enda þarf fólk að vera við öllu búið í frosti og snjó. Nefhlíf er aukahlutur sem hefur vakið athygli á erlendum miðlum sem fjalla um tísku. Er nefhlífin talin geta leyst vanda fjölmargra. 

Það vill nefnilega svo til að fáar flíkur halda sérstökum hita á nefi fólks enda stendur það ávallt út úr í kuldanum. Breska fyrirtækið The Nose Warmer Company framleiðir sérstakar nefhlífar sem gerðar eru til að hlýja fólki á nefinu. Á heimasíðu fyrirtækisins segir að eftir að fyrsta nefhlífin var búin til hafi eigandinn fljótlega áttað sig á að hann væri ekki sá eini glímdi við þetta vandamál, að vera kalt á nefinu. 

Fólk kann að vera feimið við að ganga með nefhlífar eins og þessar en spurning hvort þetta sé þó ekki sá aukahlutur sem verður hve nauðsynlegastur þegar fer að kólna.

Nefhlífarnar eru fyrir alla, konur og kalla.
Nefhlífarnar eru fyrir alla, konur og kalla. ljósmynd/nosewarmer.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál