Ótrúlegur munur á líkamanum

Kate Wasley vann mynd af sér í myndvinnsluforriti og sýndi …
Kate Wasley vann mynd af sér í myndvinnsluforriti og sýndi fram á hversu auðvelt er að breyta myndum fyrir samfélagsmiðla. skjáskot(Instagram

Ekki er allt sem sýnist á samfélagsmiðlum. Þessi vísa er sjaldan of oft kveðin enda margir sem bera sig saman við óraunsannar myndir á samfélagsmiðlum. Samfélagsmiðlastjarnan Kate Wasley sýndi fram á hversu auðvelt er að breyta myndum á Instagram. 

Wasley segir að það taki enga stund að breyta mynd en jafnframt tekur það enga stund að bera sig saman við unna mynd á samfélagsmiðlum. Það gæti verið stellingin en það gæti líka verið myndvinnsluforrit eins og hún notaði og birti myndband af ferlinu á Instagram.

„Allir bera sig saman við aðra á einn eða annan hátt en svo oft er það ekki sanngjarn bardagi. Instagram er ekki raunverulegt líf,“ skrifaði Wesley á Instagram. Hún minnist einnig á það að fólk er oft með verstu myndina af sér í huga þegar það ber sig saman við aðra á netinu.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál