H&M Moschino-línan mætir á morgun

Amalie Snønløs, fyrirsæta og fyrrverandi fótboltakona og Hermann Tømmeraas leikari ...
Amalie Snønløs, fyrirsæta og fyrrverandi fótboltakona og Hermann Tømmeraas leikari (Penetrator Chris úr Skam-þáttunum sívinsælu).

Stemningin var mikil í Ósló í síðustu viku þegar H&M fagnaði komu Moschino-línunnar sem mætir í Smáralind á morgun. Helstu áhrifavaldar í tískuheiminum á Íslandi og í Noregi voru boðnir í þetta teiti sem haldið var í galleríi í miðborg Óslóar. 

Boðið var upp á ginkokkteila og street food en það var íslenski plötusnúðurinn Dóra Júlía sem sá um tónlistina. Hún er einn vinsælasti plötusnúðurinn í dag en fyrir um tveimur vikum spilaði hún í teiti hjá Richard Branson á Bresku-Jómfrúareyjunum. 

Samstarsverkefni H&M og Moschino er afar spennandi og þeir sem fíla liti, gull og svolítið ögrandi fatnað eiga eftir að tryllast þegar línan mætir. Þar er til dæmis hægt að kaupa gullleðurbuxur sem koma reyndar líka í svörtu, gimsteinaklæddan brjóstahaldara, undirföt og íþróttaföt. 

Storm Pedersen klæddist til dæmis silfurlituðum pallíettubuxum úr línunni og Skam-leikarinn Hermann Tømmeraas var í gráum íþróttagalla úr línunni með hálsmen sem einnig er úr línunni. Smartland var að sjálfsögðu á staðnum til þess að upplifa þessa dýrð í öllu sínu veldi. 

Storm Pedersen, fyrirsæta og stílisti.
Storm Pedersen, fyrirsæta og stílisti.
Maren Schia er fyrirsæta og áhrifavaldur en Vogue valdi hana ...
Maren Schia er fyrirsæta og áhrifavaldur en Vogue valdi hana sem einn af mest spennandi bloggurum ársins.
Maya Vik söngkona og bassaleikari ásamt Hodo Musa stílista.
Maya Vik söngkona og bassaleikari ásamt Hodo Musa stílista.
Plötusnúðurinn CLMD.
Plötusnúðurinn CLMD.
Atle Pettersen, söngvari og þáttastjórnandi.
Atle Pettersen, söngvari og þáttastjórnandi.
Íslenska ofurskutlan Dóra Júlía sá um tónlistina.
Íslenska ofurskutlan Dóra Júlía sá um tónlistina.
Dóra Júlía var í gullleðurbuxum og gullleðurjakka við.
Dóra Júlía var í gullleðurbuxum og gullleðurjakka við.
mbl.is

Mjúk jólateppi eru fullkomin jólagjöf

18:00 Þeir sem eru að leita að mjúkum hlýjum gjöfum fyrir jólin ættu að skoða ullarteppin í Rammagerðinni. Þau eru hönnuð af Védísi Jónsdóttur fyrir Rammagerðina í samstarfi við Ístex. Meira »

Ástæða unglegs útlits Söndru Bullock

15:00 Sandra Bullock virðist ekki eldast eins og aðrar konur. Bullock segir það vitleysu en hún eyðir mörgum klukkutímum á dag í förðunarstólnum til þess að líta vel út. Meira »

Þetta gerir sambúð ekki heillandi

12:00 Það er eitt að vera ástfangin og annað að búa með sínum heittelskaða. Hvað er það sem fær konur og menn til að hætta að pæla í sambúð? Meira »

Jólagjafir fyrir sérvitringinn

10:00 Öll þekkjum við einhvern sem er svolítið sér á parti. Þessa manneskju sem á allt eða hefur smekk fyrir öðruvísi hlutum. Það þarf ekki að vera svo erfitt að finna skemmtilegar gjafir fyrir þennan einstakling, enda er gríðarlegt úrval af skemmtilega öðruvísi hlutum hér á landi. Meira »

Fór í aðgerð og uppgötvaði nýja leið

05:15 Harpa Hauksdóttir hefur óþrjótandi áhuga á heilsu og góðum lífsstíl. Eftir að hafa þurft að fara í aðgerð á fæti og fengið skjótan bata með LPG-tækinu ákvað hún að kaupa Líkamslögun sem sérhæfir sig í húðmeðferðum með tækinu. Meira »

Nær honum ekki upp í „swingi“

Í gær, 23:59 „Kynlífið okkar er frábært og til þess að bæta salti við margarítuna okkar eins og við köllum það þá erum við byrjuð í sving.“ Meira »

Breytti draslherberginu í höll

Í gær, 21:00 Það kannast margir við að aukaherbergið á heimilinu endi eins og ruslakompa. Hönnuðurinn Dee Murphy tók sig til og gjörbreytti slíku herbergi á heimili sínu í gestaherbergi og er útkoman dásamleg. Meira »

Svona ætlar Longoria að skafa af sér

í gær Eva Longoria elskar að gera jóga og pilates en ætlar að breyta til til þess að ná af sér meðgöngukílóunum.   Meira »

Augabrúnir að detta úr tísku

í gær Augabrúnir á fyrirsætum Alexander Wang voru nær ósýnilegar á nýjustu tískusýningu hans. Andi tíunda áratugarins ríkti á tískusýningunni. Meira »

Fann kjól Díönu í búð með notuðum fötum

í gær 24 árum eftir að kona keypti kjól Díönu prinsessu á 30 þúsund í búð með notuðum fötum í er kjóllinn metinn á rúmlega 12 til 15 milljónir. Meira »

Afi Herborgar smíðaði húsgögnin

í gær Herborg Sörensen er búin að koma upp sér upp fallegu heimili í Reykjavík ásamt fjölskyldu sinni. Áður bjó Herborg bæði í Barcelona og Cambridge og varð það til þess að hún ákvað að hanna sín eigin hverfaplaköt með staðsetningarbendli undir nafninu Gjugg í borg. Meira »

Ekki fara í árstíðabundna lyndisröskun

í gær „Á norðlægum slóðum eru skammdegisþunglyndi og vetrardepurð vel þekkt fyrirbæri - fræðiheitið er SAD, og stendur fyrir Seasonal Affective Disorder, sem á íslensku útleggst árstíðarbundin lyndisröskun.“ Meira »

Heldur fram hjá með manni vinkonu sinnar

í fyrradag „Konan mín er að halda fram hjá með eiginmanni vinkonu sinnar. Mamma hennar segir að ég ætti ekki að taka því persónulega en ég er miður mín.“ Meira »

Kristborg Bóel losar sig við 300 hluti

í fyrradag „Í desembermánuði mun ég í heildina losa mig við 300 hluti af heimilinu, hluti, föt eða annað sem ekki hefur lengur hlutverk hjá okkur og eiga skilið að eignast innihaldsríkara framhaldslíf annarsstaðar.“ Meira »

Don Cano framleiðir nú enga krumpugalla

7.12. Sænski fatahönnuðurinn, Jan Davidsson, ber ábyrgð á því að Íslendingar klæddust krumpugöllum í stíl fyrir 30 árum þegar Don Cano var upp á sitt besta. Í ár eru 30 ár síðan fyrirtækið toppaði sig og því ekki úr vegi að endurvekja það með nýjum áherslum. Meira »

Framúrskarandi heimili við sjóinn

7.12. Í Kársnesinu í Kópavogi er að rísa splunkunýtt hverfi sem býr yfir miklum sjarma. Byggðin er við sjóinn sem þýðir fallegt útsýni og friðsæld og nálægð við stórbrotna náttúru. Við Hafnarbraut 9 stendur ákaflega falleg íbúð sem búið er að innrétta á smekklegan hátt. Meira »

Getur barn utan hjónabands fengið arf?

7.12. „Maður á þrjú börn með eiginkonu sinn og eitt barn utan hjónabands. Falli maðurinn frá á eiginkonan trúlega rétt til setu í óskiptu búi, sæki hún um það. Spurningin er hvort barnið utan hjónabands geti krafist uppgjörs á föðurarfi þrátt fyrir það og hvort sérstakan gjörning þurfi til þess að koma í veg fyrir það.“ Meira »

165 milljóna einbýli við Túngötu

7.12. Mýkt er áberandi í þessu huggulega húsi við Túngötu í Reykjavík. Klassísk húsgögn prýða heimilið og falleg listaverk.   Meira »

Steldu stíl Meghan fyrir 7.000 krónur

6.12. Það þarf ekki að eyða allri desemberuppbótinni til þess að klæða sig upp á í desember á sama hátt og Meghan hertogaynja gerir. Ekki þarf að fara lengra en upp í Kópavog til þess að finna slíkan á innan við 7.000 krónur. Meira »

Lærði að elska sjálfa sig og líður betur

6.12. „Svo ég léttist. Og það var aldrei eins og það væri nóg. Ég hreyfði mig bara til þess að léttast,“ skrifaði mömmubloggarinn Meghan Boggs sem er stolt af líkama sínum eins og hann er. Meira »

Konur sem elska líkama sinn segja frá

6.12. Í bókinni Fullkomlega ófullkomin segja íslenskar konur sögur sínar og beina spjótum sínum að jákvæðri líkamsímynd.   Meira »