Lærðu að klassa þig upp

Klassi er margslungið hugtak. Sumir myndu segja þessa mynd klassa, …
Klassi er margslungið hugtak. Sumir myndu segja þessa mynd klassa, aðrir ekki. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Be_classy er síða á Instagram sem kennir fólki að klassa sig upp. Hvort heldur sem er með því að setja borða á háu hælana sína, hugmyndir um hvernig fólk hnýtir beltið um mittið og svo mætti áfram telja. 

Nokkur góð ráð tekin af síðunni eru að þegar kemur að klassa þá er alltaf minna betra en meira. Ef konur eru með rauðan varalit er betra að vera með ljóst lakk á nöglunum. Við svarta kjóla er fallegt að vera í ljósum skóm. Skartgripir eiga að vera í minni kantinum um þessar mundir. Nettar keðjur og litlir demantar eru klassi. Húð og hár kvenna skipta eins miklu máli og fatnaðurinn sem þær klæðast. 

Það er gaman að fylgjast með síðunni. Sjón er sögu ríkari.

View this post on Instagram

@best__outfits__ ❕✔️

A post shared by Be__classy__ (@be__classy__) on Nov 9, 2018 at 1:23am PST

Eitt af því sem skiptir miklu máli þegar kemur að klassa er falleg húð. Einfaldur svartur kjóll sem leggst vel að mittinu er alltaf í tísku. Glansandi húð og uppsett hárið er klassi. Kvöldförðun með dökkum varalit gefur glæsilegt útlit sem er tímalaust. 

View this post on Instagram

@cot.jewelry ❕✔️

A post shared by Be__classy__ (@be__classy__) on Oct 6, 2018 at 9:01am PDT

Lítið nett skart er í tísku um þessar mundir. Ljósar neglur og ljós peysa er alltaf falleg samsetning og þykir mikill klassi.

View this post on Instagram

@royadee ❕✔️

A post shared by Be__classy__ (@be__classy__) on Oct 5, 2018 at 8:52am PDT

Það hefur lengi verið í tísku að nota belti yfir jakka og kápur. Það er hins vegar ekki sama hvernig maður hnýtir beltið um mittið. Takið eftir því hvernig þetta er gert. Mikill klassi sem gerir útlitið vandað.

View this post on Instagram

@olivialafabuleuse ❕✔️

A post shared by Be__classy__ (@be__classy__) on Oct 1, 2018 at 9:58am PDT

Það getur gert mikið fyrir einfalda skó að setja borða sem nær upp á kálfann. Þetta klassíska útlit minnir á ballettskó. Klassaútlit sem svíkur engan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál