Instagram-förðun að verða úrelt

Harpa Káradóttir.
Harpa Káradóttir.

Harpa Káradóttir er einn þekktasti förðunarmeistari landsins. Hún opnaði nýlega förðunarskólann Make Up Studio Hörpu Kára. Hún segir að förðunartískan sé að breytast mikið þessa dagana. 

„Það er ýmislegt að gerast í förðunarheiminum um þessar mundir. Við erum hægt og rólega að færast aftur yfir í náttúrulegri förðun og þetta massíva Instagram „make-up“ er að verða úrelt. Auðvitað er ég ekki að segja að þessi ýktu förðunartrend verði horfin á fáeinum mánuðum en tískuheimurinn er allavega búinn að gefa það út að þetta þyki ekkert sérstaklega smart. Trendin eru að verða náttúrulegri og raunverulegri. Það gleður mig,“ segir Harpa, aðspurð hvað sé að gerast í förðunarheiminum.

Hvað er alveg nýtt og ferskt sem við höfum ekki séð áður?

„Það sem er að koma mjög sterkt inn núna eru mattar áferðir. Brúnn litur í alls konar blæbrigðum er afar áberandi og „make-up“-trendin leita örlítið í 90's-tískustraumana. Allt er að verða aðeins hrárra.“

Hvernig hugsar þú um húðina á þessum árstíma?

„Vanalega hugsa ég mjög vel um húðina á þessum árstíma en sökum mikillar vinnu og álags hef ég ekki staðið mig eins og vanalega. Ég er að byrja að bæta úr því þessa dagana því að ég finn fyrir gífurlegum mun. Þegar kólnar í veðri reyni ég að passa upp á að taka inn olíur líkt og hörfræolíu og lýsi, drekk nóg af vatni og færi mig yfir í feitari rakakrem. Ég notast einnig töluvert við rakamaska og sef reglulega með þá. Ég var að byrja að taka inn Joint Rewind collagen frá Feel Iceland og bind miklar vonir við það. Ég heyri það frá konum í kringum mig að þessar töflur geti hjálpað húðinni alveg svakalega mikið og hún verði stinnari og mýkri.“

Hvaða krem og húðdropar eru ómissandi?

„Þessa dagana er ég að nota Skin food frá Weleda. Það er algjör rakabomba og hentar mér mjög vel þessa dagana því að ég er gjörsamlega að skrælna. Eight hour krem frá Elizabeth Arden er líka nauðsynjavara í mínu lífi. Það nota ég á varir og á alla þurrkubletti. Hef notað það krem í 20 ár.“

Skin Food frá Weleda er frábært í kuldanum.
Skin Food frá Weleda er frábært í kuldanum.

Hvaða farði er í mestu uppáhaldi og hvers vegna?

„Face and body-farðinn frá MAC er uppáhaldsfarðinn minn. Ég nota hann alls ekki alla daga en ég nota hann einnig mjög mikið í verkefnum og á kúnna. Hann er mjög léttur og náttúrulegur en auðvelt að byggja hann upp í meiri þekju. Hann myndast einnig mjög vel og það skiptir mig augljóslega miklu máli í starfi mínu sem sminka. Einnig kenni ég á hann í förðunarskólanum mínum og hafa nemendur mínir náð ótrúlega góðu taki á honum og eru orðnir framúrskarandi í góðri húðvinnu. En það er mikilvægast í starfi förðunarfræðings.“

Hvernig berðu hann á þig?

„Ég er mjög hrifin af því að bera farða á með höndunum, þá hita ég farðann inni í lófunum þannig að hann hitni vel og ber hann síðan á. Þannig bráðnar hann inn í húðina og gefur fallegustu áferðina. Svo er bara hægt að byggja upp eftir smekk og tilefni. Ég er ekkert mjög hrifin af svömpum, nota þá stundum í hyljara eða til þess að dúmpa yfir farða. Þá nota ég svampinn blautan. Ég er alls ekki hrifin af of meikuðu útliti og persónulega finnst mér enginn líta vel út með teppalagað andlit af meiki.“

Face and body frá MAC.
Face and body frá MAC.

Hvernig skyggir þú andlitið?

„Ég skyggi andlitið vanalega með ljósum og köldum skyggingarlitum. Uppáhaldsskyggingarliturinn minn heitir Gotham og fæst í Nola. Heitustu varalitirnir núna eru mattir brúnir litir. Sjálf er ég mjög hrifin af glossum ofan á og mæli með að prófa Stone-varablýantinn frá MAC við alla brúnu tónana sem eru í gangi.“

Nú hafa stór augnhár verið mikið í móð, er það þannig ennþá í vetur eða eru þau að minnka?

„Ég er ekki rétta manneskjan til að ræða stór augnhár opinberlega. Ég þoli þau yfirleitt ekki. Ég vil horfa í augun á fólki, ekki á þykk og fáránlega löng gerviaugnhár sem stela allri athyglinni. Tek það samt fram að ég er mikill aðdáandi gerviaugnhára og nota þau mjög mikið. En ég held mig við styttri og náttúrulegri útgáfurnar.“

Hvert er besta bjútítrix allra tíma?

„Ávaxtasýrur og að drekka mikið vatn. Ég elska ávaxtasýrur og áhrifin sem þannig krem hafa á húðina mína. Húðin verður stinnari, sléttari og jafnari. Hún Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir á Húðlæknastöðinni, kynnti mér áhrif krema og meðferða sem innihalda ávaxtasýrur. Ávaxtasýrur eru samt ekki fyrir alla en ég mæli með að kynna sér þessi mál fyrir þá sem vilja vinna á öldrunarmerkjum og óhreinindum í húð. Svo þurfum við bara að muna að húðin okkar þarfnast raka, þannig mun hún alltaf líta best út.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál