Instagram-förðun að verða úrelt

Harpa Káradóttir.
Harpa Káradóttir.

Harpa Káradóttir er einn þekktasti förðunarmeistari landsins. Hún opnaði nýlega förðunarskólann Make Up Studio Hörpu Kára. Hún segir að förðunartískan sé að breytast mikið þessa dagana. 

„Það er ýmislegt að gerast í förðunarheiminum um þessar mundir. Við erum hægt og rólega að færast aftur yfir í náttúrulegri förðun og þetta massíva Instagram „make-up“ er að verða úrelt. Auðvitað er ég ekki að segja að þessi ýktu förðunartrend verði horfin á fáeinum mánuðum en tískuheimurinn er allavega búinn að gefa það út að þetta þyki ekkert sérstaklega smart. Trendin eru að verða náttúrulegri og raunverulegri. Það gleður mig,“ segir Harpa, aðspurð hvað sé að gerast í förðunarheiminum.

Hvað er alveg nýtt og ferskt sem við höfum ekki séð áður?

„Það sem er að koma mjög sterkt inn núna eru mattar áferðir. Brúnn litur í alls konar blæbrigðum er afar áberandi og „make-up“-trendin leita örlítið í 90's-tískustraumana. Allt er að verða aðeins hrárra.“

Hvernig hugsar þú um húðina á þessum árstíma?

„Vanalega hugsa ég mjög vel um húðina á þessum árstíma en sökum mikillar vinnu og álags hef ég ekki staðið mig eins og vanalega. Ég er að byrja að bæta úr því þessa dagana því að ég finn fyrir gífurlegum mun. Þegar kólnar í veðri reyni ég að passa upp á að taka inn olíur líkt og hörfræolíu og lýsi, drekk nóg af vatni og færi mig yfir í feitari rakakrem. Ég notast einnig töluvert við rakamaska og sef reglulega með þá. Ég var að byrja að taka inn Joint Rewind collagen frá Feel Iceland og bind miklar vonir við það. Ég heyri það frá konum í kringum mig að þessar töflur geti hjálpað húðinni alveg svakalega mikið og hún verði stinnari og mýkri.“

Hvaða krem og húðdropar eru ómissandi?

„Þessa dagana er ég að nota Skin food frá Weleda. Það er algjör rakabomba og hentar mér mjög vel þessa dagana því að ég er gjörsamlega að skrælna. Eight hour krem frá Elizabeth Arden er líka nauðsynjavara í mínu lífi. Það nota ég á varir og á alla þurrkubletti. Hef notað það krem í 20 ár.“

Skin Food frá Weleda er frábært í kuldanum.
Skin Food frá Weleda er frábært í kuldanum.

Hvaða farði er í mestu uppáhaldi og hvers vegna?

„Face and body-farðinn frá MAC er uppáhaldsfarðinn minn. Ég nota hann alls ekki alla daga en ég nota hann einnig mjög mikið í verkefnum og á kúnna. Hann er mjög léttur og náttúrulegur en auðvelt að byggja hann upp í meiri þekju. Hann myndast einnig mjög vel og það skiptir mig augljóslega miklu máli í starfi mínu sem sminka. Einnig kenni ég á hann í förðunarskólanum mínum og hafa nemendur mínir náð ótrúlega góðu taki á honum og eru orðnir framúrskarandi í góðri húðvinnu. En það er mikilvægast í starfi förðunarfræðings.“

Hvernig berðu hann á þig?

„Ég er mjög hrifin af því að bera farða á með höndunum, þá hita ég farðann inni í lófunum þannig að hann hitni vel og ber hann síðan á. Þannig bráðnar hann inn í húðina og gefur fallegustu áferðina. Svo er bara hægt að byggja upp eftir smekk og tilefni. Ég er ekkert mjög hrifin af svömpum, nota þá stundum í hyljara eða til þess að dúmpa yfir farða. Þá nota ég svampinn blautan. Ég er alls ekki hrifin af of meikuðu útliti og persónulega finnst mér enginn líta vel út með teppalagað andlit af meiki.“

Face and body frá MAC.
Face and body frá MAC.

Hvernig skyggir þú andlitið?

„Ég skyggi andlitið vanalega með ljósum og köldum skyggingarlitum. Uppáhaldsskyggingarliturinn minn heitir Gotham og fæst í Nola. Heitustu varalitirnir núna eru mattir brúnir litir. Sjálf er ég mjög hrifin af glossum ofan á og mæli með að prófa Stone-varablýantinn frá MAC við alla brúnu tónana sem eru í gangi.“

Nú hafa stór augnhár verið mikið í móð, er það þannig ennþá í vetur eða eru þau að minnka?

„Ég er ekki rétta manneskjan til að ræða stór augnhár opinberlega. Ég þoli þau yfirleitt ekki. Ég vil horfa í augun á fólki, ekki á þykk og fáránlega löng gerviaugnhár sem stela allri athyglinni. Tek það samt fram að ég er mikill aðdáandi gerviaugnhára og nota þau mjög mikið. En ég held mig við styttri og náttúrulegri útgáfurnar.“

Hvert er besta bjútítrix allra tíma?

„Ávaxtasýrur og að drekka mikið vatn. Ég elska ávaxtasýrur og áhrifin sem þannig krem hafa á húðina mína. Húðin verður stinnari, sléttari og jafnari. Hún Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir á Húðlæknastöðinni, kynnti mér áhrif krema og meðferða sem innihalda ávaxtasýrur. Ávaxtasýrur eru samt ekki fyrir alla en ég mæli með að kynna sér þessi mál fyrir þá sem vilja vinna á öldrunarmerkjum og óhreinindum í húð. Svo þurfum við bara að muna að húðin okkar þarfnast raka, þannig mun hún alltaf líta best út.“

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Fallegasta brúður í heimi?

05:00 Gigi Gorgeous gekk upp að altarinu nýverið og er að mati margra ein fallegasta brúður sem sögur fara af. Olíu-erfinginn Nats Getty virtist missa andann við að sjá tilvonandi eiginkonu sína ganga að altarinu. Meira »

Algengustu kynlífsfantasíurnar

Í gær, 21:30 Ansi marga dreymir um að hrista upp í hlutunum í svefnherberginu. Hér eru sjö algengustu kynlífsfantasíur sem fólk hefur.  Meira »

Klæðir sig eins og prinsessa

Í gær, 19:00 Jana Aasland er vinsæl um þessar mundir og klæðir sig í anda prinsessu þar sem stórar ermar eru í fyrirrúmi og strigaskór svo eitthvað sé nefnt. Meira »

Frosti og Helga Gabríela mættu saman

Í gær, 14:00 Frosti Logason og Helga Gabríela voru í góðum gír á myndlistarsýningu Ella Egilssonar í NORR11 á föstudaginn.   Meira »

Sex ára afmælisprins styður England

Í gær, 11:30 „Prins Georg á afmæli í dag, en sem elsta barn Vilhjálms og Katrínar, hertogahjónanna af Cambridge, er hann þriðji í erfðaröðinni að bresku krúnunni,“ skrifar Guðný Ósk Lax­dal, konunglegur sérfræðingur Smartlands. Meira »

Blómapottar geta létt lífið

í gær Mörgum þykir þægilegra að vinna með plöntur í blómapottum frekar en í beðum, en Margrét Ása í Blómavali segir áríðandi að ganga þá rétt frá pottunum. Meira »

Þetta er kalt í heimilistískunni

í gær Myndaveggir og að hafa allt í sama stílnum er að detta úr tísku. Fólk er hvatt til þess að hafa heimilin lífleg og fjölbreytt eins og lífið sjálft. Meira »

Er vesen í svefnherberginu?

í fyrradag Ef slæmur svefn er að hafa áhrif á kynlífið gæti lausnin verið að sofa hvort í sínu rúminu.  Meira »

Gott grill breytir stemningunni í sólinni

í fyrradag Vönduð þjónusta og góður varahlutalager skiptir kaupendur æ meira máli við val á grilli. Einar Long segir hvorki gott fyrir jörðina né veskið að ætla að endurnýja heimilisgrillið með nokkurra ára millibili. Meira »

Húsgagnalína í anda Friends

í fyrradag Húsgagnatískan hefur breyst töluvert síðan 2004, árið sem síðasti Friends-þátturinn fór í loftið. Nú geta þó æstir aðdáendur Friends-þáttanna keypt húsgögn og aðra heimilismuni sem eru innblásnir af því sem sást í þáttunum. Meira »

Finnst róandi að mála sig

í fyrradag Helga Sæunn Þorkelsdóttir förðunarfræðingur fékk snemma áhuga á snyrtivörum og hefur áhuginn og færnin bara aukist með árunum. Smartland fékk að kíkja í snyrtibuddu Helgu. Meira »

Frægasta peysa Díönu var ræktarpeysan

21.7. Frægasta peysa Díönu prinsessu seldist fyrir metfjárhæð. Díana klæddist peysunni alltaf þegar hún fór í ræktina.   Meira »

Ótrú unnustanum og hætti við brúðkaupið

20.7. „Eftir að hafa dreymt hann mánuðum saman stundaði ég kynlíf með stjörnunni í badmintonliðinu okkar. Ég hætti við brúðkaup vegna hans en nú er ég með áhyggjur yfir því að ég hafi farið frá góðum manni vegna drauma.“ Meira »

Blómstrandi tré eru málið núna

20.7. Sigríður Helga Sigurðardóttir, eigandi Gróðrarstöðvarinnar Markar, segir að fólk hafi mikinn áhuga á berja- og ávaxtatrjám. Hún segir líka að það færist í vöxt að fólk rækti krydd og salat í garðinum sínum. Meira »

Kylie í notuðum fötum

20.7. Í sumarfríi sínu í Karíbahafi hefur Kylie Jenner klæðst sundfötum sem eru þremur árum eldri en hún sjálf, og sundbol og leggings sem eru sex árum eldri en hún. Meira »

Rut Kára hannaði fantaflotta þakíbúð

20.7. Þakíbúðin í Garðabæ hefur allt það sem góð þakíbúð þarf að bera, góða lofthæð, stóra partýstofu og þaksvalir með heitum potti. Meira »

Í sömu skónum í fjórða sinn í sumar

20.7. Katrín hertogaynja af Cambridge kann að velja skó við öll tilefni. Þessir skór passa svo sannarlega við hvaða tilefni sem er, enda hefur hún verið í þeim á fjórum viðburðum í sumar. Meira »

Einfalt ráð fyrir betra kynlíf

19.7. Þetta ráð er kannski ekki það kynþokkafyllsta, en það gæti virkað fyrir marga.  Meira »

Sápublöndur í staðinn fyrir skordýraeitur

19.7. Með góðu skipulagi og réttu vali á plöntum þarf ekki að útheimta svo mikla vinnu að halda garðinum fínum og fallegum. Margir rækta matjurtir og uppskera ríkulega eftir sumarið. Meira »

Hressasta kona landsins bauð í partý

19.7. Partýdrottningin Dröfn Ösp Snorradóttir sem búsett er í LA hélt partý á staðnum 10 sopum um síðustu helgi. Margt hresst fólk var saman komið enda aldrei lognmolla í kringum Dröfn eða DD Unit eins og hún er stundum kölluð. Meira »

Höll Víðishjóna föl fyrir 165 milljónir

19.7. Við Valhúsabraut á Seltjarnarnesi stendur einstakt 254,7 fermetra einbýlishús. Ásett verð er 165 milljónir sem gerir húsið eitt af dýrari einbýlishúsum á fasteignamarkaðnum í dag. Meira »
Meira píla