Instagram-förðun að verða úrelt

Harpa Káradóttir.
Harpa Káradóttir.

Harpa Káradóttir er einn þekktasti förðunarmeistari landsins. Hún opnaði nýlega förðunarskólann Make Up Studio Hörpu Kára. Hún segir að förðunartískan sé að breytast mikið þessa dagana. 

„Það er ýmislegt að gerast í förðunarheiminum um þessar mundir. Við erum hægt og rólega að færast aftur yfir í náttúrulegri förðun og þetta massíva Instagram „make-up“ er að verða úrelt. Auðvitað er ég ekki að segja að þessi ýktu förðunartrend verði horfin á fáeinum mánuðum en tískuheimurinn er allavega búinn að gefa það út að þetta þyki ekkert sérstaklega smart. Trendin eru að verða náttúrulegri og raunverulegri. Það gleður mig,“ segir Harpa, aðspurð hvað sé að gerast í förðunarheiminum.

Hvað er alveg nýtt og ferskt sem við höfum ekki séð áður?

„Það sem er að koma mjög sterkt inn núna eru mattar áferðir. Brúnn litur í alls konar blæbrigðum er afar áberandi og „make-up“-trendin leita örlítið í 90's-tískustraumana. Allt er að verða aðeins hrárra.“

Hvernig hugsar þú um húðina á þessum árstíma?

„Vanalega hugsa ég mjög vel um húðina á þessum árstíma en sökum mikillar vinnu og álags hef ég ekki staðið mig eins og vanalega. Ég er að byrja að bæta úr því þessa dagana því að ég finn fyrir gífurlegum mun. Þegar kólnar í veðri reyni ég að passa upp á að taka inn olíur líkt og hörfræolíu og lýsi, drekk nóg af vatni og færi mig yfir í feitari rakakrem. Ég notast einnig töluvert við rakamaska og sef reglulega með þá. Ég var að byrja að taka inn Joint Rewind collagen frá Feel Iceland og bind miklar vonir við það. Ég heyri það frá konum í kringum mig að þessar töflur geti hjálpað húðinni alveg svakalega mikið og hún verði stinnari og mýkri.“

Hvaða krem og húðdropar eru ómissandi?

„Þessa dagana er ég að nota Skin food frá Weleda. Það er algjör rakabomba og hentar mér mjög vel þessa dagana því að ég er gjörsamlega að skrælna. Eight hour krem frá Elizabeth Arden er líka nauðsynjavara í mínu lífi. Það nota ég á varir og á alla þurrkubletti. Hef notað það krem í 20 ár.“

Skin Food frá Weleda er frábært í kuldanum.
Skin Food frá Weleda er frábært í kuldanum.

Hvaða farði er í mestu uppáhaldi og hvers vegna?

„Face and body-farðinn frá MAC er uppáhaldsfarðinn minn. Ég nota hann alls ekki alla daga en ég nota hann einnig mjög mikið í verkefnum og á kúnna. Hann er mjög léttur og náttúrulegur en auðvelt að byggja hann upp í meiri þekju. Hann myndast einnig mjög vel og það skiptir mig augljóslega miklu máli í starfi mínu sem sminka. Einnig kenni ég á hann í förðunarskólanum mínum og hafa nemendur mínir náð ótrúlega góðu taki á honum og eru orðnir framúrskarandi í góðri húðvinnu. En það er mikilvægast í starfi förðunarfræðings.“

Hvernig berðu hann á þig?

„Ég er mjög hrifin af því að bera farða á með höndunum, þá hita ég farðann inni í lófunum þannig að hann hitni vel og ber hann síðan á. Þannig bráðnar hann inn í húðina og gefur fallegustu áferðina. Svo er bara hægt að byggja upp eftir smekk og tilefni. Ég er ekkert mjög hrifin af svömpum, nota þá stundum í hyljara eða til þess að dúmpa yfir farða. Þá nota ég svampinn blautan. Ég er alls ekki hrifin af of meikuðu útliti og persónulega finnst mér enginn líta vel út með teppalagað andlit af meiki.“

Face and body frá MAC.
Face and body frá MAC.

Hvernig skyggir þú andlitið?

„Ég skyggi andlitið vanalega með ljósum og köldum skyggingarlitum. Uppáhaldsskyggingarliturinn minn heitir Gotham og fæst í Nola. Heitustu varalitirnir núna eru mattir brúnir litir. Sjálf er ég mjög hrifin af glossum ofan á og mæli með að prófa Stone-varablýantinn frá MAC við alla brúnu tónana sem eru í gangi.“

Nú hafa stór augnhár verið mikið í móð, er það þannig ennþá í vetur eða eru þau að minnka?

„Ég er ekki rétta manneskjan til að ræða stór augnhár opinberlega. Ég þoli þau yfirleitt ekki. Ég vil horfa í augun á fólki, ekki á þykk og fáránlega löng gerviaugnhár sem stela allri athyglinni. Tek það samt fram að ég er mikill aðdáandi gerviaugnhára og nota þau mjög mikið. En ég held mig við styttri og náttúrulegri útgáfurnar.“

Hvert er besta bjútítrix allra tíma?

„Ávaxtasýrur og að drekka mikið vatn. Ég elska ávaxtasýrur og áhrifin sem þannig krem hafa á húðina mína. Húðin verður stinnari, sléttari og jafnari. Hún Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir á Húðlæknastöðinni, kynnti mér áhrif krema og meðferða sem innihalda ávaxtasýrur. Ávaxtasýrur eru samt ekki fyrir alla en ég mæli með að kynna sér þessi mál fyrir þá sem vilja vinna á öldrunarmerkjum og óhreinindum í húð. Svo þurfum við bara að muna að húðin okkar þarfnast raka, þannig mun hún alltaf líta best út.“

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Hús Elon Musk minnir á geimskip

17:00 Elon Musk hefur sett glæsihýsi sitt í Los Angeles á sölu. Musk er ekki að flytja til Mars þótt hann hafi fulla trú á hugmyndinni. Meira »

Heitustu skórnir í dag

14:00 Frú Anna Wintour hefur gefið leyfi. Heitustu skórnir í dag eru ekki ákveðin gerð af skóm heldur skiptir munstrið öllu máli.   Meira »

Ljóstrar upp heilsuleyndarmálinu

10:00 Hin skemmtilega Rachel Brosnahan hefur lítinn sjálfsaga þegar kemur að hreyfingu en borðar því mun hollari fæðu.   Meira »

Pör sem gera þetta eru hamingjusamari

05:00 Sambandsráð geta verið misgóð en það er líklega óþarfi að draga það í efa að það sé slæmt að tala um líðan sína við maka sinn. Meira »

Neysluhyggjupælingar

Í gær, 23:07 „Ég hef verið að hugsa mikið um neyslu. Ég hef aldrei búið við skort af neinu tagi og aldrei þurft að hafa sérstakar áhyggjur af peningum blessunarlega. Ég var í menntaskóla þegar kreppan skall á og hef aðeins heyrt út undan mér af breytingunum sem áttu sér stað í kjölfar hennar árið 2008, bæði hér á landi sem og erlendis.“ Meira »

Svona gerir þú munngælurnar betri

Í gær, 20:00 Flestir menn veita ekki konum sínum munnmök vegna þess að þeir hafa enga hugmynd um hvað þeir eru að gera þarna niðri.   Meira »

Gafst upp á því að æfa í klukkutíma á dag

í gær Það getur verið óþarf að djöflast í klukkutíma á dag í líkamsræktarstöð. Stundum er hreinlega betra að taka styttri æfingar heima ef það hentar betur. Meira »

Bræðurnir óþekkir í fatavali

í gær Katrín og Meghan eru með fallegan fatastíl en bræðurnir Vilhjálmur og Harry vekja sjaldan athygli fyrir fataval sitt sem er þó töluvert frábrugðið því sem Karl faðir þeirra kýs. Meira »

„Ég held við konu, hvað er til ráða?“

í gær „Ég kynntist konu fyrir 3 árum sem er gift. Ég hef verið viðhaldið hennar síðan þá. Hún hefur alltaf sagt mér að ég sé henni allt og hún vilji bara framtíð með mér. Hún segir að hún sé að skilja og eiginmaður hennar sé að flytja út.“ Meira »

Lilja Björk bankastjóri býr í glæsivillu

í gær Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans var í fréttum vikunnar eftir að hún fékk hraustlega launahækkun. Lilja Björk býr vel í 108 Reykjavík ásamt eiginmanni og börnum. Meira »

Einkaþjálfari Graham leysir frá skjóðunni

í fyrradag Ofurfyrirsætunni í yfirstærðinni, Ashley Graham, leiðist á hlaupabrettinu en æfir þó eins og alvöruíþróttamaður.   Meira »

Þetta eru best klæddu konur Íslands!

í fyrradag Reglulega birtum við lista yfir best klæddu konur landsins. Í ár var leitað til lesenda Smartlands og tilnefndu þeir þær sem komust á lista. Eins og sjá má er listinn fjölbreyttur og skemmtilegur. Meira »

Sindri Sindrason flytur úr höllinni

15.2. Sindri Sindrason sjónvarpsmaður hefur sett sitt fallega einbýli á sölu. Um er að ræða 320 fm einbýli sem byggt var 1985.   Meira »

Fegurð og flottur stíll við Barmahlíð

15.2. Fegurð er orðið yfir þessa 120 fm íbúð við Barmahlíð. Gráir og grænir tónar mætast á heillandi hátt.   Meira »

Hvernig kveiki ég í sambandinu aftur?

15.2. Ég er í vanda stödd. Maki minn sem ég er búin að vera með í fjölmörg ár fer svo mikið í taugarnar á mér núna að ég veit ekki hvernig ég á að haga mér. Innst inni, ef ég gref nógu langt, veit ég að ég elska hann en við erum samt eins og vinir – ekki par. Meira »

Munurinn geysilegur á milli mynda

15.2. Það eru ekki allar myndir gjaldgengar á samfélagsmiðlum, eða þannig líður mjög mörgum. Unglingar sem fengu það verkefni að breyta mynd af sér þannig að hún væri tilbúin til birtingar á samfélagsmiðlum breyttu myndunum ótrúlega mikið. Meira »

Var Melania í kápu eða náttslopp?

14.2. Melania Trump er oftast í smekklegum og fallegum fötum. Bleika kápan frá Fendi sem frú Trump klæddist í vikunni hefur þó vakið athygli fyrir annað en að vera bara falleg. Meira »

Þórunn Pálsdóttir selur útsýnishúsið

14.2. Þórunn Pálsdóttir verkfræðingur og fasteignasali hyggst flytja og er hennar fallega Garðabæjarhús komið á sölu.   Meira »

Giftu sig á rómantískasta degi ársins

14.2. Stjörnurnar hafa verið duglegar að gifta sig á Valentínusardaginn en dagurinn virðist þó ekki endilega vera happamerki ef horft er til skilnaða sömu hjóna. Meira »

Ekki gera þessi mistök á litlu baðherbergi

14.2. Það er besta ráðið að henda pínulitlum spegli og vaski á fæti á litla baðherbergið. Því minna sem baðherbergið er því dýrmætara er geymsluplássið. Meira »

Dásamlega lekkert einbýli í 101

14.2. Við Bauganes í Skerjafirði stendur ákaflega fallegt fjölskylduhús þar sem hver fm er nýttur til fulls.   Meira »