Tími dúnkjólsins er kominn

Það væri notalegt að klæðast dúnkjól í kuldanum.
Það væri notalegt að klæðast dúnkjól í kuldanum. skjáskot/Barneys.com

Margir hafa dregið fram gömlu dúnúlpurnar sínar síðustu viku. Nú þurfa konur ekki að hafa áhyggjur af því að vera ekki smartheitin uppmáluð þegar farið er að kólna þar sem ítalska lúxusmerkið Moncler býður ekki bara upp á dúnúlpur og kápur heldur einnig dúnkjóla, dúnslár og uppháa hanska í stíl. 

Vetrarfatnaðurinn er til sölu hjá Barnyes  og er hægt að eyða allri útborgun sinni í dúnfatnað frá fatamerkinu. Dúnkjólarnir koma bæði bláu og bleiku og kosta ekki nema 2.710 Bandaríkjadali eða um 330 þúsund krónur. 

IKEA-litirnir en ekki á neinu IKEA-verði.
IKEA-litirnir en ekki á neinu IKEA-verði. skjáskot/Barneys.com

Merkið býður auðvitað líka upp á yfirhafnir en dúnsláin eru afar skemmtileg. Uppháu dúnhanskarnir passa frábærlega við sláið en þeir eru því miður uppseldir eins og stendur. 

Dúnsláið kemur vel út við uppháu dúnhanskana.
Dúnsláið kemur vel út við uppháu dúnhanskana. skjáskot/Barneys.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál