Fann kjól Díönu í búð með notuðum fötum

David Emanuel hannaði einnig brúðarkjól Díönu prinsessu.
David Emanuel hannaði einnig brúðarkjól Díönu prinsessu. AFP

Kjóll sem Díana prinsessa klæddist í opinberri heimsókn í Barein árið 1986 fer á uppboð 10. desember og gæti endað sem jólakjóll konu sem á fulla vasa af seðlum. Núverandi eigandi kjólsins keypti hann fyrir 24 árum á aðeins á 200 pund, eða 30 þúsund krónur, í búð sem selur notuð föt. 

Silkisíðkjólinn hannaði David Emanuel en hannaði einnig brúðarkjól Díönu ásamt fyrrverandi eiginkonu sinni. Í dag metur uppboðshúsið Kerry Taylor Auctions kjólinn á 80 til 100 þúsund pund, rúmlega 12 til 15 milljónir. 

Kjóllinn sem Díana klæddist árið 1986 fer á uppboð í …
Kjóllinn sem Díana klæddist árið 1986 fer á uppboð í næstu viku. ljósmynd/Kerry Taylor Auctions

Samkvæmt Mirror segist konan hafa vitað að kjóllinn hefði verið í eigu Díönu. Hún segist þó ekki hafa áttað sig á hversu merkilegur hann var fyrr en töluvert seinna. Var konan að horfa á heimildarmynd um Díönu þegar birtist á skjánum. 

Núverandi eigandi kjólsins kom auga á kjólinn þar sem hún vann hlutastarf í búð í Hereford á Englandi sem seldi notuð föt. Ráðskona á sveitasetri í grenndinni gaf kjólinn en vinkona Díönu, Caroline Twiston-Davies bjó þar. Ætlaði konan að nota kjólinn á dansleik en endaði á að hætta við að fara svo kjóllinn hefur líklega ekki verið notaður síðan Díana klæddist honum. 

View this post on Instagram

В роскошном платье цвета слоновой кости, вручную расшитом стразами, Диана блистала на государственном банкете в Бахрейне в 1986 году.  Некая покупательница приобрела в 1994 году этот культовый наряд всего за 200 фунтов. Она намеревалась надеть его на бал, но случая так и не представилось и наряд провисел в шкафу более 20 лет. 10 декабря состоятся торги, за наряд погибшей принцессы надеются выручить не менее 100000 фунтов. Керри: "Оно в отличном состоянии и после принцессы его никто не надевал. Шелковое платье, строгое, для мусульманской страны, с кристаллами, расшитыми вручную дизайнерами, которые создавали подвенечный наряд принцессы. Вы шутите, мы ожидаем ожесточенных торгов." Подробнее читайте по 👉ссылке в шапке профиля #принцессадиана #принцессауэльская, #королевскаясемья #британскаякоролевская #диана #ледиди #royalnews #royalfamily #royal #princessdiana #ladydi

A post shared by vinci_royal (@vinci_royal) on Dec 1, 2018 at 9:20am PST

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál