Svona finnurðu rétta andlitsmaskann

mbl.is/Thinkstockphotos

Þegar ég stend ráðalaus fyrir framan spegilinn er oft lítið annað í stöðunni en að maka á mig andlitsmaska og vona það besta. Útkoman er yfirleitt sléttari, þéttari og ljómameiri húð en ávinningurinn getur einnig falist í andlegri vellíðan.

Aukin virkni einkennir nýjustu andlitsmaskana og þegar maður finnur rétta andlitsmaskann fyrir sig getur það jafnast á við meðferð á snyrtistofu. Fyrir óreynda leikmenn getur framboðið verið ansi yfirþyrmandi svo hér eru þeir settir í fjóra flokka sem ætti að einfalda leitina að fullkomna andlitsmaskanum.

Byrjað á andlitsskrúbbi

Nema þú sért að nota andlitsmaska sem inniheldur sýrur, til að fjarlægja dauðar húðfrumur, er nauðsynlegt að byrja á að nudda dauðar húðfrumur af yfirborði húðarinnar með kornahreinsi. Þannig hámarkarðu virkni andlitsmaskans. Eco by Sonya Super Acai Exfoliator er lífrænn andlitsskrúbbur sem byggir á Acai-berjum og er formúlan full af andoxunarefnum og án allra aukaefna. Bobbi Brown Radiance Boost Exfoliating Face Mask er mjög djúphreinsandi kornaskrúbbur sem einnig má hafa á húðinni í lengri tíma og nota sem andlitsmaska. Formúlan inniheldur sjávarþörunga, hýalúrónsýru og appelsínuolíu til þess að mýkja og endurvekja ljóma húðarinnar.

Eco by Sonya Super Acai Exfoliator (Maí), 4.990 kr.
Eco by Sonya Super Acai Exfoliator (Maí), 4.990 kr.
Bobbi Brown Radiance Boost Exfoliating Face Mask, 8.440 kr.
Bobbi Brown Radiance Boost Exfoliating Face Mask, 8.440 kr.

Djúphreinsandi andlitsmaskar

Fyrir venjulegar til blandaðra húðgerða er mikilvægt að tileinka sér notkun á djúphreinsandi maska einu sinni í viku, sömuleiðis ef þú notar mikinn farða þá skal hjálpa húðinni með djúphreinsun. Leirmaskar eru góðir djúphreinsandi maskar þar sem leirinn sogar upp óhreinindi úr húðholunum. Prófaðu Bare Minerals ClayMates Mask Duo Be Pure & Be Dewy, nýjan andlitsmaska sem er tvískiptur. Hvíta formúlan er djúphreinsandi og sú bleika er nærandi en báðar formúlurnar eru stútfullar af andoxunarefnum. Annar góður djúphreinsandi maski er hinn nýi Shiseido Waso Purifying Peel Off Mask en hann þornar á andlitinu og þegar þú lyftir honum af húðinni dregur hann með sér óhreinindi úr húðholunum. Formúlan inniheldur m.a. Shiso-lauf og sérstakar púðuragnir sem soga í sig umhverfismengun.

Bare Minerals ClayMates Mask Duo Be Pure & Be Dewy, ...
Bare Minerals ClayMates Mask Duo Be Pure & Be Dewy, 8.599 kr.
Shiseido Waso Purifying Peel Off Mask, 5.399 kr.
Shiseido Waso Purifying Peel Off Mask, 5.399 kr.

Rakagefandi andlitsmaskar

Rakamaskar eru alltaf vinsælir, sérstaklega yfir vetrartímann þegar kuldinn þurrkar upp húðina, og henta öllum húðgerðum. Rakaskortur húðarinnar einnig skapað fínar línur í húðinni sem minnka eða hverfa við notkun á góðum rakamaska og –kremum. Einn af mínum uppáhalds er Skyn Iceland Arctic Hydration Rubberizing Mask with Vitamin C en þetta er gelkennd formúla sem þú berð á andlitið og það verður eins og gúmmí á húðinni. Á meðan maskinn er á hefur hann bæði rakagefandi og kælandi áhrif. Clinique Moisture Surge Overnight Mask er annar andlitsmaski sem er sérlega rakagefandi en honum er ætlað að vera á yfir nótt. Formúlan er mjög nærandi og inniheldur engin ertandi efni svo daginn eftir vaknarðu með sléttari húð.

Skyn Iceland Arctic Hydration Rubberizing Mask with Vitamin C, 4.990 ...
Skyn Iceland Arctic Hydration Rubberizing Mask with Vitamin C, 4.990 kr.
Clinique Moisture Surge Overnight Mask, 6.699 kr.
Clinique Moisture Surge Overnight Mask, 6.699 kr.

Endurnýjandi andlitsmaskar

Endurnýjandi andlitsmaskar sjá henta vel þreyttri og líflausri húð sem skortir ljóma. Þeir byggja gjarnan á ávaxtasýrum, sem leysa upp dauðar húðfrumur, eða innihalda fíngerð korn til að nudda burt dauðar húðfrumur á yfirborðinu. Bare Minerals ClayMates Mask Duo Be Bright & Be Firm byggir á tvíþættri formúlu sem er full af náttúrulegum andoxunarefnum. Notaðu fjólubláu formúluna til að hreinsa óhreinindi af yfirborði húðarinnar á T-svæðinu en hún inniheldur m.a. papaya-ensím til að leysa upp dauðar húðfrumur. Grænu formúluna notarðu svo á önnur svæði til að fá aukinn raka í húðina en hún inniheldur stynnandi og mýkjandi grænkál og vatnsmelónu-extrakt. Herbivore Brighten Instant Glow Mask er einnig frábær maski sem inniheldur ávaxtaensím og brasilíska tourmaline-steina og hjálpar þannig húðinni að endurheimta ljóma sinn.

Herbivore Brighten Instant Glow Mask, 9.900 kr.
Herbivore Brighten Instant Glow Mask, 9.900 kr.
Bare Minerals ClayMates Mask Duo Be Bright & Be Firm, ...
Bare Minerals ClayMates Mask Duo Be Bright & Be Firm, 8.599 kr.

Næturmaskar

Næturmaskar eru sífellt að verða vinsælli og þar sem sofið er með maskann fær formúlan góðan tíma til að hámarka virkni sína. Þeir henta yfirleitt öllum húðgerðum og henta vel þeim sem vilja vakna endurnærðir, allavega með endurnærða húð. Shiseido Waso Beauty Sleeping Mask er nýr maski sem veitir húðinni djúpan raka yfir nóttina, jafnar olíuframleiðslu húðarinnar og dregur úr ásýnd svitahola. Chanel Le Lift Skin Recovery Sleep Mask er frábær næturmaski sem dregur úr öldunarmerkjum húðarinnar og hefur stinnandi áhrif. Bera skal maskann á andlit og háls en hún inniheldur m.a. silkiprótín og 3.5-DA, sérstaklega unna dicaffeoylquinic-sýru.

Shiseido Waso Beauty Sleeping Mask, 6.899 kr.
Shiseido Waso Beauty Sleeping Mask, 6.899 kr.
Chanel Le Lift Skin Recovery Sleep Mask, 15.999 kr.
Chanel Le Lift Skin Recovery Sleep Mask, 15.999 kr.

Taumaskar      

Fyrir umhverfisverndarsinna eru taumaskar ekki æskilegir nema í neyð eða á ferðalögum þar sem þeir eru einnota og skilja því eftir sig umbúðir í ruslinu eftir hverja notkun. Hinsvegar eru þeir margir mjög góðir, kraftmiklir og koma sér vel þegar mikið liggur við. Einn af mínum uppáhaldstaumöskum þessa dagana er LancômeAdvanced Génifique Hydrogel Melting Sheet Mask er mjög virkur og rakagefandi maski sem veitir húðinni yngri ásýnd á stuttum tíma. Karuna er mjög gott merki þegar kemur að taumöskum og er Karuna Hydrating+ Face Mask frábær þegar húðin þarf skot af raka. Að lokum verður að minnast á hina nýju taumaska frá Nip+Fab sem eru sérstaklega hannaðir fyrir húð á undan förðun. Nip+Fab Ultra-Illuminating Dewy Primer Mask veitir húðinni raka og ljóma á meðan Nip+Fab Mattifying Pore Minimising Primer Mask veitir húðinni mattara yfirbragð.

LancômeAdvanced Génifique Hydrogel Melting Sheet Mask, 1.774 kr. (1 stk.).
LancômeAdvanced Génifique Hydrogel Melting Sheet Mask, 1.774 kr. (1 stk.).
Karuna Hydrating+ Face Mask, 1.490 kr. (1 stk.).
Karuna Hydrating+ Face Mask, 1.490 kr. (1 stk.).
Nip+Fab Ultra-Illuminating Dewy Primer Mask, 1.058 kr. (1 stk.) og ...
Nip+Fab Ultra-Illuminating Dewy Primer Mask, 1.058 kr. (1 stk.) og Nip+Fab Mattifying Pore Minimising Primer Mask, 1.058 kr. (1 stk.).
mbl.is

Ótrú unnustanum og hætti við brúðkaupið

22:00 „Eftir að hafa dreymt hann mánuðum saman stundaði ég kynlíf með stjörnunni í badmintonliðinu okkar. Ég hætti við brúðkaup vegna hans en nú er ég með áhyggjur yfir því að ég hafi farið frá góðum manni vegna drauma.“ Meira »

Blómstrandi tré eru málið núna

17:00 Sigríður Helga Sigurðardóttir, eigandi Gróðrarstöðvarinnar Markar, segir að fólk hafi mikinn áhuga á berja- og ávaxtatrjám. Hún segir líka að það færist í vöxt að fólk rækti krydd og salat í garðinum sínum. Meira »

Kylie í notuðum fötum

14:00 Í sumarfríi sínu í Karíbahafi hefur Kylie Jenner klæðst sundfötum sem eru þremur árum eldri en hún sjálf, og sundbol og leggings sem eru sex árum eldri en hún. Meira »

Rut Kára hannaði fantaflotta þakíbúð

09:30 Þakíbúðin í Garðabæ hefur allt það sem góð þakíbúð þarf að bera, góða lofthæð, stóra partýstofu og þaksvalir með heitum potti. Meira »

Í sömu skónum í fjórða sinn í sumar

05:00 Katrín hertogaynja af Cambridge kann að velja skó við öll tilefni. Þessir skór passa svo sannarlega við hvaða tilefni sem er, enda hefur hún verið í þeim á fjórum viðburðum í sumar. Meira »

Einfalt ráð fyrir betra kynlíf

í gær Þetta ráð er kannski ekki það kynþokkafyllsta, en það gæti virkað fyrir marga.  Meira »

Sápublöndur í staðinn fyrir skordýraeitur

í gær Með góðu skipulagi og réttu vali á plöntum þarf ekki að útheimta svo mikla vinnu að halda garðinum fínum og fallegum. Margir rækta matjurtir og uppskera ríkulega eftir sumarið. Meira »

Hressasta kona landsins bauð í partý

í gær Partýdrottningin Dröfn Ösp Snorradóttir sem búsett er í LA hélt partý á staðnum 10 sopum um síðustu helgi. Margt hresst fólk var saman komið enda aldrei lognmolla í kringum Dröfn eða DD Unit eins og hún er stundum kölluð. Meira »

Höll Víðishjóna föl fyrir 165 milljónir

í gær Við Valhúsabraut á Seltjarnarnesi stendur einstakt 254,7 fermetra einbýlishús. Ásett verð er 165 milljónir sem gerir húsið eitt af dýrari einbýlishúsum á fasteignamarkaðnum í dag. Meira »

Athyglisbrestur: Hvað er hægt að gera?

í gær ADD, hver eru næstu skref og hvað er hægt að gera sjálfur? Þessum spurningum reynir Þórey Krist­ín Þóris­dótt­ir, klín­ísk­ur sál­fræðing­ur og markþjálfi, að svara í sínum nýjasta pistli. Meira »

8 leiðir til að gera kynlífið í sumar betra

18.7. Flest pör stunda betra og meira kynlíf í fríinu. Svona ferðu að því að gera kynlífið í sumarfríinu enn betra.   Meira »

Álagið á okkar ferðatöskur miklu meira

18.7. María Maríusdóttir hefur áratuga reynslu af sölu á ferðatöskum. Hún er eigandi verslunarinnar Drangey og segir að Íslendingar séu um margt ólíkir öðrum þjóðum þegar kemur að ferðalögum. Hún segir ferðatöskur segja mikið til um ferðalanginn. Meira »

Tennisdrottning undir japönskum áhrifum

18.7. Rússneska tennisdrottningin Maria Sharapova á einstaklega fallegt hús í Kaliforníu. Einfaldur stíll ræður ríkjum á heimavelli Sharapovu. Meira »

Mamma mikil tískufyrirmynd

18.7. Arkitektaneminn Aþena Aradóttir er með fallegan og klassískan fatastíl eins og kom í ljós þegar Smartland fékk að kíkja í fataskápinn hennar. Aþena starfar sem flugfreyja á sumrin en mun hefja nám á lokaári í arkitektúr í Listaháskóla Íslands í haust. Meira »

Fáðu mjaðmir eins og Halle Berry

18.7. Leikkonan Halle Berry er dugleg í ræktinni en hún gleymir ekki að teygja á.   Meira »

Hvernig er kynlíf í hjónabandi?

17.7. Ekkert hjónaband er eins og því er ekkert kynlíf eins. Fólk á þó oft meira sameiginlegt en það telur sig eiga.  Meira »

Sokkaráð sem breytir lífi þínu

17.7. Það getur verið pirrandi að vera búinn að velja skó en finna svo ekki réttu sokkana til að vera í innanundir. Þetta ráð útrýmir þeim höfuðverk. Meira »

Hönnun Rutar Kára breytir öllu

17.7. Einn eft­ir­sótt­asti inn­an­húss­arki­tekt lands­ins, Rut Kára­dótt­ir, á heiður­inn af inn­rétt­ing­um í þessari fimm herbergja íbúð í fjölbýlishúsi í Grafarvogi. Meira »

Þetta gerir Gabrielle Union í ræktinni

17.7. Leikkonan og Americas Got Talent dómarinn Gabrielle Union heldur sér í formi með þessum æfingum.  Meira »

Við ætlum að verða gömul hérna

17.7. Erna Geirlaug Árnadóttir innanhússarkitekt hefur alltaf haft mikinn áhuga á hönnun og tísku.  Meira »

Lótus-stellingin: fyrir þá sem vilja mikla nánd

16.7. Ef þú ert búinn að fara í nokkra jógatíma upp á síðkastið ættirðu að prófa lótus-stellinguna með maka þínum.   Meira »