Snyrtipinnarnir elska þessar jólagjafir

Það getur verið höfuðverkur að finna gjöf fyrir snyrtipinnann í lífi sínu en að hugsa út fyrir kassann getur komið manni langt. Sjálfbærni, umhverfisvitund og náttúrulegri formúlur hafa einkennt snyrtivörumarkaðinn þetta árið og því ættu slíkar gjafir að slá í gegn núna um jólin. Lilja Ósk Sigurðardóttir | snyrtipenninn@gmail.com

Það getur verið höfuðverkur að finna gjöf fyrir snyrtipinnann í lífi sínu en að hugsa út fyrir kassann getur komið manni langt. Sjálfbærni, umhverfisvitund og náttúrulegri formúlur hafa einkennt snyrtivörumarkaðinn þetta árið og því ættu slíkar gjafir að slá í gegn núna um jólin.

Koddaver og svefngrímur úr hreinu silki Slip tekur svefninn okkar ...
Koddaver og svefngrímur úr hreinu silki Slip tekur svefninn okkar upp á næsta stig með koddaveri úr 100% hágæða silki. Bómullarefni dregur í sig raka frá húð okkar, hári og hársverði svo það er engin furða að við vöknum í misjöfnu ástandi á morgnana. Silkið veitir hinsvegar náttúrulega hitajöfnun, andar og hefur ekki áhrif á rakastig húðar okkar og hárs. Slip framleiðir bæði koddaver og svefngrímur úr 100% Mulberry-silki. Slip Pure Silk Pillowcase, 12.450 kr. (Cultbeauty.co.uk) Slip Pure Silk Eye Mask, 7.100 kr. (Cultbeauty.co.uk)
Fegurðarleyndarmál fyrirsætunnar Augngelin frá Skyn Iceland eru án ef ein ...
Fegurðarleyndarmál fyrirsætunnar Augngelin frá Skyn Iceland eru án ef ein vinsælasta húðvaran í dag. Þau eru gjarnan notuð baksviðs á tískusýningum til að draga úr þrota á augnsvæði fyrirsæta, notuð á kvikmyndastjörnur áður en þær eru farðaðar fyrir viðburði og svona mætti lengi telja. Þetta er skotheld jólagjöf og kemur sér eflaust mjög vel yfir jólin í öllu stressinu í bland við saltaðan mat. Skyn Iceland Hydro Cool Firming Eye Gels, 2.690 kr.
Baðbombur úr krækiberjum og byggi Íslenska húðvörumerkið Verandi endurnýtir hágæða ...
Baðbombur úr krækiberjum og byggi Íslenska húðvörumerkið Verandi endurnýtir hágæða hráefni, sem að öllu jöfnu hefði verið hent. Þannig dregur fyrirtækið úr sóun á fullkomnlega nothæfum hráefnum í umhverfi okkar. Þessar baðbombur innihalda krækiber, bygg, olíur og sjávarsalt. Verandi baðbombur, 1.781 kr. (Lyfja)
Sjávarþörungar og íslenskur mosi fyrir húðina Angan er íslenskt húðvörumerki ...
Sjávarþörungar og íslenskur mosi fyrir húðina Angan er íslenskt húðvörumerki sem byggir á sjálfbærni og handgerir vörur sínar. Þetta sett inniheldur baðsalt byggt á sjávarþörungum og líkamsskrúbb sem byggir á íslenskum mosa. Angan Bath Set, 3.430 kr. (Heilsuhúsið)
Kraftmikill og tæknilegur hárblásari BOSS-hárblásarinn frá HH Simonsen er sérlega ...
Kraftmikill og tæknilegur hárblásari BOSS-hárblásarinn frá HH Simonsen er sérlega kröftugur og tekur því styttri tíma að þurrka hárið. Hárblásarinn býr einnig yfir sérstakri íon-tækni sem dregur úr úfningi hársins og mýkir það. Allir snyrtipinnar ættu að eiga einn slíkan hárblásara. HH Simonsen Boss Hair Dryer Gold, 23.990 kr. (Kompaníið)
Hármeðferðir fyrir alla Hármeðferðirnar frá Davines kom í fimm mismunandi ...
Hármeðferðir fyrir alla Hármeðferðirnar frá Davines kom í fimm mismunandi formúlum og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Meðferðirnar eru sérlega sniðugar sem þakklætisvottur eða jafnvel til að skreyta stærri gjöf þar sem umbúðirnar eru mjög skemmtilegar. Davines Circle Chronicles, 1.200 kr.
Einstakt ljómapúður Innan hátíðarlínu Chanel í ár má finna Le ...
Einstakt ljómapúður Innan hátíðarlínu Chanel í ár má finna Le Lion De Chanel, stórkostlega fallegt ljómapúður sem gæti talist sem safngripur. Ljónið er stjörnumerki Gabrielle Chanel og má sjá það mótað á yfirborði púðursins. Chanel Le Lion De Chanel, 8.499 kr.
Magnað sléttujárn Það er nýtt sléttujárn í bænum og það ...
Magnað sléttujárn Það er nýtt sléttujárn í bænum og það er magnað. GlamPalm er merki sem fáir hafa heyrt um en þykir framleiða nokkur af bestu sléttujárnunum á markaðnum og er Simpletouch-sléttujárnið þeirra eitt það vinsælasta. Tækið er takkalaust og þú kveikir á því einfaldlega með því að smella plötunum saman og það nær fullum hita á 10 sekúndum. Það slekkur svo sjálfkrafa á sér eftir 35 sekúndur, ef það hefur ekki verið hreyft. GlamPalm Simpletouch-sléttujárn, 23.000 kr. (Sprey hárstofa)
Lífrænar snyrtivörur frá ILIA ILIA er framúrskarandi lífrænt snyrtivörumerki sem ...
Lífrænar snyrtivörur frá ILIA ILIA er framúrskarandi lífrænt snyrtivörumerki sem blandar saman nærandi innihaldsefnum við fallega liti. Gjafakassi þeirra í ár inniheldur Essential Face Palette, blanda af tveimur Multi-Stick-litum og tveimur Illuminator-litum en alla litina má nota á varir, kinnar og augu. Í kassanum má einnig finna Limitless Lash Mascara en það er án efa besti aukaefnalausi maskarinn sem komið hefur á markað hingað til. ILIA Last Night Gift Set, 6.590 kr. (Nola)
Ilmkerti sem skapar jólastemningu Ilmurinn af jólakertinu frá URÐ samanstendur ...
Ilmkerti sem skapar jólastemningu Ilmurinn af jólakertinu frá URÐ samanstendur af furu, kanil, patsjúlí, fíkju-, santal- og sedrusvið. Einstakur ilmur sem slær alltaf í gegn. URÐ Jólakerti, 5.990 kr. (Maí)
Hreinsivatn frá BIOEFFECT Allir snyrtipinnar ættu að eiga micellar-hreinsivatn og ...
Hreinsivatn frá BIOEFFECT Allir snyrtipinnar ættu að eiga micellar-hreinsivatn og þessi útgáfa frá BIOEFFECT er virkilega góð. Formúlan hentar öllum húðgerðum og hreinsar farða og óhreinindi fyrirhafnarlaust af húðinni. BIOEFFECT Micellar Cleansing Water, 6.950 kr.
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Hugrún Harðar mætti í kögurjakka

Í gær, 21:00 Hugrún Harðardóttir mætti í glæsilegum leðurjakka með kögri þegar Davines kynnti það heitasta sem er að gerast í dag.   Meira »

Lilja og Baltasar - skilin að borði og sæng

Í gær, 16:13 Lilja Sigurlína Pálmadóttir og Baltasar Kormákur eru skilin að borði og sæng. Hjónin hafa verið áberandi í samfélaginu síðan þau hnutu hvort um annað fyrir um 20 árum. Meira »

Andlegt ofbeldi? Ég hef sögu að segja...

Í gær, 14:13 „Aldrei fengið kvartanir né lent í neinu á öllum þessum vinnustöðum eins og ég upplifði hjá Fjármálaeftirlitinu. Þó oft hafi gengið mikið á. Segir það ekki eitthvað?“ Meira »

Katrín Olga geislaði í gulri dragt

Í gær, 11:13 Katrín Olga Jóhannesdóttir formaður Viðskiptaráðs var eins og vorboðinn ljúfi í gulri dragt þegar Viðskiparáð hélt Viðskiptaþing á dögunum. Meira »

Hámarkaðu vinnuna með hvíld frá vinnu

Í gær, 10:15 Er svo mikið að gera í vinnunni að þér líður eins og þú hafi ekki tíma til að taka kaffi eða slaka á í hádegismatnum? Það kann að vera að þessi hugsun borgi sig ekki. Meira »

Svona býr Höskuldur bankastjóri Arion

Í gær, 05:00 Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri Arion banka býr við Skildinganes í Reykjavík. Fasteignamat hússins er 105.650.000 kr.  Meira »

Kynlífið er alltaf eins

í fyrradag „Við stunduðum gott kynlíf þangað til fyrir nokkrum mánuðum þegar mér fannst við vera gera það sama aftur og aftur.“  Meira »

Þórdís Kolbrún skar sig úr í teinóttu

í fyrradag Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, mætti í teinóttri dragt á Viðskiptaþing sem haldið var á dögunum. Meira »

Frönsk fegurð undir áhrifum New York

í fyrradag „Það er draumi líkast að við fáum að hanna snyrtivörulínu í samstarfi við svo þekkt lúxusmerki í snyrtiheiminum,” segja Jack McCollough og Lazaro Hernandez en þeir eru stofnendur og aðalhönnuðir bandaríska tískuhússins Proenza Schouler. Meira »

Ekki gera þessi mistök í hjónaberberginu

í fyrradag Gunna Stella útskýrir hvers vegna okkur líður oftar en ekki betur á hótelum en hér eru nokkrar ástæður.   Meira »

Ragnheiður selur 127 milljóna hús

í fyrradag Ragnheiður Arngrímsdóttir flugmaður og ljósmyndari hefur sett sitt fallega hús í Tjarnarbrekku á sölu.   Meira »

Sjö merki um að hann elski þig

í fyrradag Er hann ekki búinn að segja þér að þú sért sú eina sanna? Það þarf þó ekki að þýða að hann elski þig ekki.   Meira »

Ertu bara „rebound“?

19.2. Er elskhugi þinn bara að nota þig til þess að komast yfir fyrrverandi maka? Vill hann halda sambandinu hversdagslegu og talar í sífellu um fyrrverandi maka? Meira »

Íslenska undrabarnið frá Google mætti

19.2. Íslenski ofurhuginn Guðmundur Hafsteinsson sem starfar hjá Google mætti í Iðnó á dögunum. Með honum á myndinni er Þórður Magnússon hjá Eyri Invest. Meira »

Dreymir þig um Vipp-eldhúsinnréttingu?

19.2. Danska fyrirtækið Vipp er þekkt fyrir ruslafötur sínar, sápuhaldara og klósetthreinsa. Nú er fyrirtækið komið með eldhúsinnréttingalínu sem hægt er að leika sér endalaust með. Meira »

Þetta bjargar málunum við mígreni

19.2. „Í stað þess að grípa til verkjalyfja er því hægt að taka reglulega inn Ginkgo Biloba, sem unnið er úr laufum musteristrésins. Ginkgo Biloba eða musteristrén eru meðal elstu trjátegunda í heimi og elsta tré sem vitað er um í Kína er talið vera allt að 2.500 ára gamalt.“ Meira »

Notkun þunglyndislyfja 30% meiri hér

19.2. Íslendingar nota 30% meira af þunglyndislyfjum en næsta Norðurlandaþjóð. Þetta kemur fram í þættinum Lifum lengur.  Meira »

Karl Lagerfeld látinn

19.2. Fatahönnuðurinn Karl Lagerfeld er látinn 85 ára gamall. Franskir fjölmiðlar greindu frá því í dag að Þjóðverjinn hefði látist í París. Meira »

8 farðar sem hafa yngjandi áhrif

19.2. Svokallaðir ofurfarðar eru frábærir til að spara tíma og stuðla að fallegri húð en þeir búa yfir virkum innihaldsefnum sem bæta ástand húðarinnar til skemmri og lengri tíma. Hér eru átta farðar sem flokka má sem ofurfarða. Meira »

Svona býr Linda Baldvinsdóttir

19.2. Linda Baldvinsdóttir markþjálfi flutti í Bryggjuhverfið síðasta sumar og hefur komið sér vel fyrir. Hún málaði allt í sínum litum og elskar að hafa það huggulegt. Meira »

Sátt við sjálfa sig án fyllinga

18.2. Courtney Cox átti mjög erfitt með að sætta sig við að eldast og lét eiga við andlit sitt þannig að hún hætti að þekkja sjálfa sig í spegli. Meira »