Ákveður jóladressið á síðustu stundu

Sólborg Guðbrandsdóttir er hér í silfurlituðum pallíettukjól.
Sólborg Guðbrandsdóttir er hér í silfurlituðum pallíettukjól.

Sólborg Guðbrandsdóttir, blaðamaður og meðlimur, Áttunnar vakti athygli í byrjun árs þegar hún gekk til liðs við hópinn. Þetta ár er búið að vera ævintýri líkast en Sólborg er ekkert að kippa sér upp við það og heldur sínu striki. Hennar markmið er að kaupa minna og nota það sem hún á. 

Ertu mikið jólabarn?

„Það held ég. Það er svo mikil ást í loftinu yfir hátíðirnar sem maður finnur ekki jafn sterkt á öðrum tíma ársins. Ég elska það,“ segir hún.

Hvernig undirbýrðu jólin?

„Ég bíð oftast með það fram að Þorláksmessu, þá kikkar inn jólastressið og ég bölva því í sand og ösku að hafa ekki verið löngu byrjuð að undirbúa mig. En þetta hefur hingað til reddast og jólin koma víst alltaf,“ segir Sólborg.

Besta jólaminningin?

„Ein jólin þegar við fjölskyldan fórum í kirkju á aðfangadagskvöld eftir nokkuð erfitt ár. Að leiða systur mína í kirkjunni er augnablik sem ég held ég gleymi seint.“

Ertu búin að ákveða hverju þú ætlar að klæðast á jólunum?

„Nei, ég er ekki búin að ákveða það. Eitt af áramótaheitunum mínum verður klárlega að kaupa minna, svo ég mun eflaust nýta eitthvað sem ég á nú þegar til í fataskápnum. Ég er lítið að plana svona langt fram í tímann.“

Getur þú lýst fatastílnum þínum?

„Fatastíllinn minn fer eftir því hvernig mér líður og hann breytist mjög hratt. Mér finnst gaman að prófa alls konar. Þægindi og töffaraskapur, það er ágæt blanda.“

Er ekki mikið álag að þurfa allt að vera tiptop eftir að þú varðst þekkt á Íslandi?

„Alls ekki. Ef það er einhver pressa þá finn ég allavega ekki fyrir henni.

Ég er ekki alltaf tiptop og reyni ekki að vera það. Sjúskuð og sexý, þannig verður þetta á næstunni,“ segir hún og hlær.

Hvað um förðun, ertu búin að ákveða hvernig þú ætlar að farða þig um jólin?

„Nei, ætli ég ákveði það ekki bara um fimmleytið á aðfangadag. Hvernig ég farða mig fer algjörlega eftir skapinu mínu þann daginn. Ef ég þekki mig hins vegar rétt verður rauður varalitur þó örugglega fyrir valinu.“

Hvað er á jólagjafaóskalistanum þínum?

„Einhver góð sjálfshjálparbók og að ég fái áfram að njóta þess með fólkinu sem ég elska. Það er það sem skiptir raunverulega máli.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál