25 Bestu snyrtivörur ársins 2018      

mbl.is/Thinkstockphotos

Blaðamenn Smartlands fá að kynnast megninu af því sem kemur á íslenskan snyrtimarkað á hverju ári og hafa þeir því tekið saman þær 25 snyrti-, húð- og hárvörur sem þóttu, að þeirra mati, skara fram úr á árinu sem er að líða. Þessum lista er ætlað að hjálpa neytendum að finna frábærar snyrtivörur sem eru hverrar krónu virði.  

Förðun

1. Farðagrunnur ársins - Clarins SOS Primer              

Þessir farðagrunnar koma í fjölbreyttum litum sem jafna út ójöfnur húðarinnar, veita raka í 24 klukkustundir og má nota eina og sér. Fjölbreyttir notkunarmöguleikar vörunnar gerðu hana að sigurvegara í þessum flokki.

2. Farði ársins - Bobbi Brown Skin Long-Wear Weightless Foundation SPF 15

Þessa formúlu virðist vera auðveldlega hægt að laga að hverjum og einum, útkoman er lýtalaus en í senn náttúruleg. Endingin er góð, litaúrvalið er gífurlega fjölbreytt og náttúrulegur ljómi undirstrikar náttúrulega fegurð hvers og eins.

3. Púðurfarði ársins - Bare Minerals BarePro Performance Wear Powder Foundation

Langvarandi púðurfarði sem kemur í fjölbreyttum litatónum. Formúlan er rík af steinefnum og vítamínum og hentar flestum húðgerðum.

4. Litað dagkrem/BB-krem/CC-krem ársins - Chanel CC Cream Super Active Correction SPF 50

Einstök formúla sem veitir húðinni heilbrigða og ljómandi ásýnd. Virk innihaldsefni á borð við C-vítamín og andoxunarrík náttúruleg extrökt vinna gegn fínum línum og bæta áferð húðarinnar. Með SPF 50 veitir þetta CC-krem góða vörn gegn skaðlegum áhrifum sólargeisla.

5. Hyljari ársins - MAC Studio Fix 24-Hour Liquid Concealer

Fullkomlega þekjandi formúla sem virkilega endist á húðinni.

6. Augnskuggi/palletta ársins - Bare Minerals Gen Nude Eyeshadow Palette

Mjög áhugaverð augnskuggaformúla sem inniheldur m.a. koffín og gúrku-extrakt til að vinna gegn þrota á augnsvæðinu. Augnskuggarnir eru mjúkir, auðveldir í notkun og litirnir henta við öll tilefni.

7. Augnblýantur ársins - Shiseido Kajal Ink Artist Pencil

Augnblýantur sem er í senn augnskuggi og augabrúnalitur. Formúlan hreyfist ekki eftir ásetningu og dugar í gegn um tár, svita og ýmis veðurbrigði.

8. Augnlínufarði ársins - Shiseido Archliner Ink Eyeliner

Einstök hönnun pennans er beygð fram og gerir það að verkum að sjaldan hefur verið jafnauðvelt að setja á sig blautan augnlínufarða. Kolsvört formúlan endist mjög vel á augunum.

9. Maskari ársins - Sensai Lash Volumizer 38°C 

Þetta er þægilegur maskari sem stenst allar væntingar, alltaf. Hann greiðir augnhárin vel, eykur umfang þeirra og 38°C-formúlan gerir það að verkum að hann helst mjög vel á allan daginn án þess að það sé erfitt að taka hann af.

10. Augabrúnavara ársins - Lancôme's Brôw Densify Powder-to-Cream 

Lancôme sló í gegn á árinu með þessari augabrúnavöru sinni en á skotstundu færðu þykkar og mótaðar augabrúnir sem endast allan daginn.

11. Varalitur ársins - Shiseido Modern Matte Powder Lipstick

Varalitir Shiseido hafa ávallt þótt með þeim betri en þessi formúla er einstök þar sem hún veitir matta áferð og mótar varirnar án þess að þurrka þær. Varalitablýantur er óþarfur.

12. Kinnalitur ársins - Shiseido Minimalist Whipped Powder Blush

Shiseido kom okkur inn í framtíðina með formúlum sem ekki höfðu sést áður þegar þeir kynntu nýja litalínu sína í haust. Þessir þeyttu kinnalitir eru á meðal framúrstefnulegustu formúlum þeirra og eru hrein unun í notkun.

13. Sólarpúður ársins - Guerlain Terracotta Light Powder

Sólarpúður með þremur mismunandi litatónum sem skapa frísklegt útlit á skotstundu en á sama tíma inniheldur formúlan nærandi innihaldsefni fyrir húðina. Sérlega falleg formúla og litatónar.

14. Ljómapúður ársins - NABLA Pressed Highlighter

Mikill og bjartur ljómi án allra glimmeragna. Formúlan er mjúk og virðist bráðna inn í húðina.

Húðumhirða

15. Andlitshreinsir ársins - Bioeffect Micellar Cleansing Water

Bioeffect sannar hér að einfaldleikinn er oft bestur og áhrifaríkastur. Þetta hreinsivatn hentar jafnvel viðkvæmustu húðgerðum, fjarlægir farða og óhreinindi en raskar þó ekki rakastigi húðarinnar.

16. Serum ársins - Lancôme Advanced Génifique Sensitive 

Génifique-lína Lancôme hefur lengi verið vinsæl en þessi nýjasta viðbót náði nýjum hæðum að okkar mati. Serumið skal notast að næturlagi og inniheldur formúlan mikið magn andoxunarefna ásamt Ferulic-sýru og E-vítamíni. Serumið dregur úr fínum línum, veitir húðinni raka og styrkir hana.

17. Rakakrem árins - Eco by Sonya Super Fruit Hydrator

Sérlega létt formúla sem veitir góðan raka og er án allra aukaefna en þetta rakakrem er lífrænt og vegan. Super Fruit Hydrator byggir á hýalúrónsýru, kókosvatni og villtum plómum og hentar öllum húðgerðum, jafnvel þeim allra viðkvæmustu. Umbúðirnar eru minimalískar og taka ekki mikið pláss.

18. Augnkrem ársins - Bare Minerals Ageless Genius Firming & Wrinkle Smoothing Eye Cream

Þetta augnkrem inniheldur mikið af nærandi innihaldsefnum ásamt gulli og peptíðum en formúlan dregur úr fínum línum á augnsvæðinum, bólgum og þrota og baugum. Augnkremið styrkið húðina og veitir augnsvæðinu heilbrigðan ljóma.

19. Andlitsmaski ársins - Skyn Iceland Arctic Hydration Rubberizing Mask with Vitamin C

Þegar andlitsmaski getur læknað höfuðverk þá er eitthvað einstakt við formúluna. Þessi andlitsmaski veitir gífurlega róandi og kælandi áhrif, fyllir húðina af raka og býr yfir C-vítamíni sem veitir húðinni bjartara og ljómandi yfirbragð.

20. Líkamskrem ársins - Sensai Cellular Performance Body Firming Emulsion

Létt, rakagefandi líkamskrem sem hefur stinnandi og yngjandi áhrif á húðina. Það er ekki hægt að biðja um meira, hrein unun í flösku.

Hár     

 

21. Sjampó og hárnæring ársins - Diamond Dust Sjamó og hárnæring frá label.m

Vörurnar frá label.m eru einstakar. Í þessu Diamond Dust sjampói og hárnæringu er kampavín sem jafnnar úr PH gildið. Það er milt og létt og gefur hárinu náttúrulegan gljáa án þess að þyngja það. Þessar hárvörur innihalda hvorki paraben né sulphate.  

22. Hármaski ársins - Hårklinikken Hair Hydrating Mask

Hårklinikken hefur sýnt ótrúlegan árangur þegar kemur að því að hjálpa fólki sem glímir við hárlos. Vörur þessa danska fyrirtækis eru m.a. án sílikona, ilmefna, litarefna og óæskilegra rotvarnarefna svo vörurnar færa okkur hreina virkni án þess að hjúpa hárið. Þennan hármaska má einnig nota sem almenna hárnæringu eða sem hárkrem í enda hársins þegar hárið er blautt eða þurrt.

23. Hárviðgerðarvara ársins - Aveda Damage Remedy Daily Hair Repair

Sama hvað gengur á þá er alltaf hægt að treysta á Daily Hair Repair innan Damage Remedy-línu Aveda. Þessi næring, sem skilin er eftir í röku hárinu, greiðir úr flækjum, inniheldur hitavörn og formúlan inniheldur prótín úr lífrænt ræktuðu kínóa sem byggir hárið upp til lengri tíma. Hárvara sem alltaf er hægt að treysta á.

Ilmur

24. Dömuilmvatn ársins - Andrea Maack Dual Eau de Parfum

Hugað er að hverju einasta smáatriði í ilmvatnsframleiðslu Andreu Maack og eru ilmvatnsflöskurnar ekki síðra listaverk en ilmvatnið sjálft. Dual er sítrus- og viðarkenndur ilmur sem er ferskur, nútímalegur og líkir eftir fersku vatni á húðinni.

25. Herrailmvatn árins - Chanel Bleu de Chanel Parfum

Einstakur herrailmur sem virðist verða ávanabindandi. Hann skapar sérstaka tilfinningu með arómatískum ferskleika og er parfum-útgáfan áköf og djúp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál