Ekki vera goslaus 2019


Janúar er ekki bara mánuður tiltektar og leikfimisiðkunar og ekki heldur mánuður fagurra fyrirheita og loforða um að nú verðir þú loksins upp á tíu á öllum sviðum lífsins. Janúar er mánuðurinn þar sem þú tekur til í fataskápnum og ákveður að hleypa einhverju nýju inn. Það er nefnilega bannað að vera goslaus 2019.

Það er fátt eins óspennandi og fólk sem talar í frösum, gerir alltaf sömu hlutina, klæðir sig alltaf eins og segir aldrei neitt frumlegt. Ef þú vilt breyta þér og verða aðeins hressari og skemmtilegri, byrjaðu þá á því að taka til í fataskápnum þínum. Fólk í litríkum fötum er nefnilega miklu áhugaverðara. Ef þú vilt uppfæra þig fyrir vorið og vera alveg löðrandi þegar kemur að straumum og stefnum þá má sjá hér hvað stóru tískuhúsin leggja til.

Tískukóngur augnabliksins er án efa Alessandro Michele, listrænn stjórnandi ítalska tískuhússins Gucci. Hann náði að dusta rykið af gömlum prentum og stælum og koma þeim í móð á ný eftir hlé. Þegar vortíska Gucci er skoðuð kemur í ljós að glundroðinn er í forgrunni. Margvíslegum munstrum er blandað saman á heillandi hátt og fötin eru vel merkt svo það fari örugglega ekki fram hjá neinum hvaðan fötin koma. Franska tískuhúsið Chanel gerir þetta líka. Ekki er víst að eldri Chanel-frúr myndu láta sjá sig í hvítri skyrtu með CHA á öðrum vasanum og NEL á hinum en kannski er verið að reyna að höfða til yngri markhóps. Það sem er líka áberandi er að lógó Chanel er gert sýnilegt á eins mörgum stöðum og hægt er og ofgnóttin er allsráðandi. Það er náttúrlega glatað að vera með eina Chanel-tösku þegar þú getur „flexað“ tveimur.

Ef þú hélst að hlébarðaefni væru búin að vera þá ...
Ef þú hélst að hlébarðaefni væru búin að vera þá var það misskilningur. Hér er Gucci sumar 2019.

Ef við ætlum að draga einhvern lærdóm af Gucci og Chanel þegar við tökum til í fataskápnum þá gætum við mögulega prófað nýjar samsetningar eins og að fara í klassískan jakka við leikfimisbuxurnar, klætt okkur í gallabuxur og gallajakka, blandað saman ólíkum munstrum og farið nokkrum skrefum lengra en við myndum annars þora.

Ef það er eitthvað sem þú ættir að láta eftir þér 2019 þá er það það að prófa þig áfram. Finndu nýjar fatasamsetningar í þínum eigin fataskáp og þegar þú ferð í fatabúð prófaðu þá að máta föt sem þú heldur að fari þér ekki. Prófaðu liti, munstur og ný snið. Ef þú gerir þetta mun eitthvað skemmtilegt gerast! Áfram þú árið 2019!

Blandaðu saman ólíkum efnum og sniðum eins og Gucci gerir.
Blandaðu saman ólíkum efnum og sniðum eins og Gucci gerir.
mbl.is

Heitustu skórnir í dag

14:00 Frú Anna Wintour hefur gefið leyfi. Heitustu skórnir í dag eru ekki ákveðin gerð af skóm heldur skiptir munstrið öllu máli.   Meira »

Ljóstrar upp heilsuleyndarmálinu

10:00 Hin skemmtilega Rachel Brosnahan hefur lítinn sjálfsaga þegar kemur að hreyfingu en borðar því mun hollari fæðu.   Meira »

Pör sem gera þetta eru hamingjusamari

05:00 Sambandsráð geta verið misgóð en það er líklega óþarfi að draga það í efa að það sé slæmt að tala um líðan sína við maka sinn. Meira »

Neysluhyggjupælingar

Í gær, 23:07 „Ég hef verið að hugsa mikið um neyslu. Ég hef aldrei búið við skort af neinu tagi og aldrei þurft að hafa sérstakar áhyggjur af peningum blessunarlega. Ég var í menntaskóla þegar kreppan skall á og hef aðeins heyrt út undan mér af breytingunum sem áttu sér stað í kjölfar hennar árið 2008, bæði hér á landi sem og erlendis.“ Meira »

Svona gerir þú munngælurnar betri

Í gær, 20:00 Flestir menn veita ekki konum sínum munnmök vegna þess að þeir hafa enga hugmynd um hvað þeir eru að gera þarna niðri.   Meira »

Gafst upp á því að æfa í klukkutíma á dag

Í gær, 17:00 Það getur verið óþarf að djöflast í klukkutíma á dag í líkamsræktarstöð. Stundum er hreinlega betra að taka styttri æfingar heima ef það hentar betur. Meira »

Bræðurnir óþekkir í fatavali

í gær Katrín og Meghan eru með fallegan fatastíl en bræðurnir Vilhjálmur og Harry vekja sjaldan athygli fyrir fataval sitt sem er þó töluvert frábrugðið því sem Karl faðir þeirra kýs. Meira »

„Ég held við konu, hvað er til ráða?“

í gær „Ég kynntist konu fyrir 3 árum sem er gift. Ég hef verið viðhaldið hennar síðan þá. Hún hefur alltaf sagt mér að ég sé henni allt og hún vilji bara framtíð með mér. Hún segir að hún sé að skilja og eiginmaður hennar sé að flytja út.“ Meira »

Lilja Björk bankastjóri býr í glæsivillu

í gær Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans var í fréttum vikunnar eftir að hún fékk hraustlega launahækkun. Lilja Björk býr vel í 108 Reykjavík ásamt eiginmanni og börnum. Meira »

Einkaþjálfari Graham leysir frá skjóðunni

í fyrradag Ofurfyrirsætunni í yfirstærðinni, Ashley Graham, leiðist á hlaupabrettinu en æfir þó eins og alvöruíþróttamaður.   Meira »

Þetta eru best klæddu konur Íslands!

í fyrradag Reglulega birtum við lista yfir best klæddu konur landsins. Í ár var leitað til lesenda Smartlands og tilnefndu þeir þær sem komust á lista. Eins og sjá má er listinn fjölbreyttur og skemmtilegur. Meira »

Sindri Sindrason flytur úr höllinni

í fyrradag Sindri Sindrason sjónvarpsmaður hefur sett sitt fallega einbýli á sölu. Um er að ræða 320 fm einbýli sem byggt var 1985.   Meira »

Fegurð og flottur stíll við Barmahlíð

15.2. Fegurð er orðið yfir þessa 120 fm íbúð við Barmahlíð. Gráir og grænir tónar mætast á heillandi hátt.   Meira »

Hvernig kveiki ég í sambandinu aftur?

15.2. Ég er í vanda stödd. Maki minn sem ég er búin að vera með í fjölmörg ár fer svo mikið í taugarnar á mér núna að ég veit ekki hvernig ég á að haga mér. Innst inni, ef ég gref nógu langt, veit ég að ég elska hann en við erum samt eins og vinir – ekki par. Meira »

Munurinn geysilegur á milli mynda

15.2. Það eru ekki allar myndir gjaldgengar á samfélagsmiðlum, eða þannig líður mjög mörgum. Unglingar sem fengu það verkefni að breyta mynd af sér þannig að hún væri tilbúin til birtingar á samfélagsmiðlum breyttu myndunum ótrúlega mikið. Meira »

Var Melania í kápu eða náttslopp?

14.2. Melania Trump er oftast í smekklegum og fallegum fötum. Bleika kápan frá Fendi sem frú Trump klæddist í vikunni hefur þó vakið athygli fyrir annað en að vera bara falleg. Meira »

Þórunn Pálsdóttir selur útsýnishúsið

14.2. Þórunn Pálsdóttir verkfræðingur og fasteignasali hyggst flytja og er hennar fallega Garðabæjarhús komið á sölu.   Meira »

Giftu sig á rómantískasta degi ársins

14.2. Stjörnurnar hafa verið duglegar að gifta sig á Valentínusardaginn en dagurinn virðist þó ekki endilega vera happamerki ef horft er til skilnaða sömu hjóna. Meira »

Ekki gera þessi mistök á litlu baðherbergi

14.2. Það er besta ráðið að henda pínulitlum spegli og vaski á fæti á litla baðherbergið. Því minna sem baðherbergið er því dýrmætara er geymsluplássið. Meira »

Dásamlega lekkert einbýli í 101

14.2. Við Bauganes í Skerjafirði stendur ákaflega fallegt fjölskylduhús þar sem hver fm er nýttur til fulls.   Meira »

Dreymir um að fara til Mið-Austurlanda

14.2. Friðrika Hjördís Geirsdóttir, eða Rikka eins og hún er kölluð, er umsjónarmaður nýs Ferðavefs mbl.is sem fer í loftið í dag. Meira »